Almar á eftir að upplifa tilfinningar í kassanum sem hann hefur aldrei fundið áður Birgir Olgeirsson skrifar 3. desember 2015 19:42 Sérfræðingur í einangrunarvist er sannfærður um að Almar eigi eftir að þrauka vikuna í kassanum. Vísir/Youtube Myndlistarneminn Almar Atlason er á sínum fjórða degi í glerkassanum góða þar sem hann ætlar að dvelja nakinn í heila viku. Hafa margir velt fyrir sér hvort að Almar muni endast heila viku í kassanum en afbrotafræðingurinn og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, Helgi Gunnlaugsson, er sannfærður um að Almar muni halda þetta út. Hins vegar segist Helgi alveg vissum að Almar eigi eftir að upplifa tilfinningar innra með sér í kassanum sem hann hann hefur ekki fundið áður. Helgi er margfróður um einangrunarvist sem afbrotafræðingur en þá í sambandi við gæsluvarðhald og einangrun fanga, sem hann segir brjóta manneskjur hægt og rólega niður. „Sumir brotna niður eftir örfáa daga en það getur liðið lengri tími hjá öðrum. Menn brotna alveg saman og játa á sig hvað sem er. Yfirleitt er einangrunarvist í fangelsi bundin við menn sem eru ásakaðir um alvarlegan glæp og menn í rauninni játa á sig hvað sem er, jafnvel Njálsbrennu ef út í það er farið, eftir, ekki marga daga. Þetta er alveg vitað og hefur verið rannsakað ofan í kjölinn,“ segir Helgi.Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Vísir/PjeturSlík einangrunarvist er að sjálfsögðu þvinguð á menn, henni fylgir skömm og niðurlæging og hugsanir um að lífinu sé lokið. Hún verður því aldrei borin saman við þá einangrun sem Almar hefur sjálfur sett sig í, þar sem hann hann er þokkalega vel haldinn, með fæði og leiðir til að losa sig við úrgang. Einnig getur hann átt í samskiptum við fólk þó svo að hann tjái sig ekki með orðum. Helgi bendir þó á að fangar í einangrun hafi meira rými en Almar, geta gengið um og teygt úr sér og fá auk þess klukkutíma á dag í útivista. Almar leyfir sér það hins vegar ekki og er auk þess í rými á stærð við fiskabúr. Vísi lá forvitni á að vita hvað áhrif svona einangrun hefur á andlega ástand Almars, og þekkir Helgi vel inn á slíkt. „Ég held að hann eigi eftir að uppgötva að þetta er að mörgu leyti íþyngjandi. Þetta er ekki bara dans á rósum. Ég er alveg sannfærður um að hann uppgötvar að það eru allskonar tilfinningar sem fara í gang sem hann hafði ekki fundið áður. Það kemur væntanlega í ljós þegar hann fer að gera upp þetta verkefni að hann raunverulega upplifði einhverja veggi og hvort hann ætti ekki að hætta þessu,“ segir Helgi. Hann segir Almar þó í ákveðnu stjörnuhlutverki inni í kassanum. Þessum gjörningi er streymt í beinni útsendingu á myndbandavefnum YouTube og er mikil umræðu um Almar í samfélagi og segir Helgi að þessi fimmtán mínútna frægð muni hjálpa honum í gegnum þessa veru í kassanum og að Almar muni þrauka út þessa viku. „Samt er ég alveg viss um að hann upplifi tilfinningar sem hann hefur ekki fundið áður og spurningar hvort hann eigi að fara alveg í gegnum þetta ferli. En ég held að stundarfrægðin gæti hjálpað honum alla leið í gegnum þetta verkefni, að fá svona mikla frægð og athygli út á þetta,“ segir Helgi sem og bætir við í lokin að þessi gjörningur Almars sé afar áhugaverður.#nakinnikassa Tweets Bein útsending Tengdar fréttir Mismunandi stellingar Almars - GIF Almar Atlason, 23 ára myndlistarnemi, hefur núna verið í þrjá sólahringa inni í glerkassa í húsakynnum Listaháskóla Íslands. 3. desember 2015 14:30 Sjúkraþjálfari um Almar: „Engum kroppi hollt" „Hann verður eflaust lemstraður og aumur þegar hann kemur úr kassanum.“ 2. desember 2015 22:56 Könnun: Hvað endist Almar lengi í kassanum? Almar Atlason, 23 ára myndlistarnemi, hefur núna verið í tvo sólahringa inni í glerkassa í húsakynnum Listaháskóla Íslands. 2. desember 2015 16:30 Mamma Almars: „Ég er auðvitað mamma hans og hef áhyggjur“ Fagnaði því þegar Almar fékk gulrætur og mandarínur í kvöld. „Ég hef bara séð hann borða snakk“ 2. desember 2015 21:42 Goddur segir #nakinníkassa segja ýmislegt um ungt fólk: Höfðu engan áhuga á að sjá hann með berum augum Goddur veitti hópi nemenda sem sátu nærri Almari áhuga. 1. desember 2015 22:13 Konan hans Almars: „Ég hef ekki áhyggjur af honum“ Hinn nakti Almar Atlason hefur fangað hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar. 30. nóvember 2015 23:39 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Myndlistarneminn Almar Atlason er á sínum fjórða degi í glerkassanum góða þar sem hann ætlar að dvelja nakinn í heila viku. Hafa margir velt fyrir sér hvort að Almar muni endast heila viku í kassanum en afbrotafræðingurinn og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, Helgi Gunnlaugsson, er sannfærður um að Almar muni halda þetta út. Hins vegar segist Helgi alveg vissum að Almar eigi eftir að upplifa tilfinningar innra með sér í kassanum sem hann hann hefur ekki fundið áður. Helgi er margfróður um einangrunarvist sem afbrotafræðingur en þá í sambandi við gæsluvarðhald og einangrun fanga, sem hann segir brjóta manneskjur hægt og rólega niður. „Sumir brotna niður eftir örfáa daga en það getur liðið lengri tími hjá öðrum. Menn brotna alveg saman og játa á sig hvað sem er. Yfirleitt er einangrunarvist í fangelsi bundin við menn sem eru ásakaðir um alvarlegan glæp og menn í rauninni játa á sig hvað sem er, jafnvel Njálsbrennu ef út í það er farið, eftir, ekki marga daga. Þetta er alveg vitað og hefur verið rannsakað ofan í kjölinn,“ segir Helgi.Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Vísir/PjeturSlík einangrunarvist er að sjálfsögðu þvinguð á menn, henni fylgir skömm og niðurlæging og hugsanir um að lífinu sé lokið. Hún verður því aldrei borin saman við þá einangrun sem Almar hefur sjálfur sett sig í, þar sem hann hann er þokkalega vel haldinn, með fæði og leiðir til að losa sig við úrgang. Einnig getur hann átt í samskiptum við fólk þó svo að hann tjái sig ekki með orðum. Helgi bendir þó á að fangar í einangrun hafi meira rými en Almar, geta gengið um og teygt úr sér og fá auk þess klukkutíma á dag í útivista. Almar leyfir sér það hins vegar ekki og er auk þess í rými á stærð við fiskabúr. Vísi lá forvitni á að vita hvað áhrif svona einangrun hefur á andlega ástand Almars, og þekkir Helgi vel inn á slíkt. „Ég held að hann eigi eftir að uppgötva að þetta er að mörgu leyti íþyngjandi. Þetta er ekki bara dans á rósum. Ég er alveg sannfærður um að hann uppgötvar að það eru allskonar tilfinningar sem fara í gang sem hann hafði ekki fundið áður. Það kemur væntanlega í ljós þegar hann fer að gera upp þetta verkefni að hann raunverulega upplifði einhverja veggi og hvort hann ætti ekki að hætta þessu,“ segir Helgi. Hann segir Almar þó í ákveðnu stjörnuhlutverki inni í kassanum. Þessum gjörningi er streymt í beinni útsendingu á myndbandavefnum YouTube og er mikil umræðu um Almar í samfélagi og segir Helgi að þessi fimmtán mínútna frægð muni hjálpa honum í gegnum þessa veru í kassanum og að Almar muni þrauka út þessa viku. „Samt er ég alveg viss um að hann upplifi tilfinningar sem hann hefur ekki fundið áður og spurningar hvort hann eigi að fara alveg í gegnum þetta ferli. En ég held að stundarfrægðin gæti hjálpað honum alla leið í gegnum þetta verkefni, að fá svona mikla frægð og athygli út á þetta,“ segir Helgi sem og bætir við í lokin að þessi gjörningur Almars sé afar áhugaverður.#nakinnikassa Tweets Bein útsending
Tengdar fréttir Mismunandi stellingar Almars - GIF Almar Atlason, 23 ára myndlistarnemi, hefur núna verið í þrjá sólahringa inni í glerkassa í húsakynnum Listaháskóla Íslands. 3. desember 2015 14:30 Sjúkraþjálfari um Almar: „Engum kroppi hollt" „Hann verður eflaust lemstraður og aumur þegar hann kemur úr kassanum.“ 2. desember 2015 22:56 Könnun: Hvað endist Almar lengi í kassanum? Almar Atlason, 23 ára myndlistarnemi, hefur núna verið í tvo sólahringa inni í glerkassa í húsakynnum Listaháskóla Íslands. 2. desember 2015 16:30 Mamma Almars: „Ég er auðvitað mamma hans og hef áhyggjur“ Fagnaði því þegar Almar fékk gulrætur og mandarínur í kvöld. „Ég hef bara séð hann borða snakk“ 2. desember 2015 21:42 Goddur segir #nakinníkassa segja ýmislegt um ungt fólk: Höfðu engan áhuga á að sjá hann með berum augum Goddur veitti hópi nemenda sem sátu nærri Almari áhuga. 1. desember 2015 22:13 Konan hans Almars: „Ég hef ekki áhyggjur af honum“ Hinn nakti Almar Atlason hefur fangað hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar. 30. nóvember 2015 23:39 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Mismunandi stellingar Almars - GIF Almar Atlason, 23 ára myndlistarnemi, hefur núna verið í þrjá sólahringa inni í glerkassa í húsakynnum Listaháskóla Íslands. 3. desember 2015 14:30
Sjúkraþjálfari um Almar: „Engum kroppi hollt" „Hann verður eflaust lemstraður og aumur þegar hann kemur úr kassanum.“ 2. desember 2015 22:56
Könnun: Hvað endist Almar lengi í kassanum? Almar Atlason, 23 ára myndlistarnemi, hefur núna verið í tvo sólahringa inni í glerkassa í húsakynnum Listaháskóla Íslands. 2. desember 2015 16:30
Mamma Almars: „Ég er auðvitað mamma hans og hef áhyggjur“ Fagnaði því þegar Almar fékk gulrætur og mandarínur í kvöld. „Ég hef bara séð hann borða snakk“ 2. desember 2015 21:42
Goddur segir #nakinníkassa segja ýmislegt um ungt fólk: Höfðu engan áhuga á að sjá hann með berum augum Goddur veitti hópi nemenda sem sátu nærri Almari áhuga. 1. desember 2015 22:13
Konan hans Almars: „Ég hef ekki áhyggjur af honum“ Hinn nakti Almar Atlason hefur fangað hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar. 30. nóvember 2015 23:39