Innlent

Lögðu hald á umtalsvert magn fíkniefna í Norrænu

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Seyðisfirði.
Frá Seyðisfirði. Mynd/Andrea Harris
Tollverðir á Austurlandi lögðu hald á mikið magn fíkniefna við komu Norrænu til landsins á Seyðisfirði í gær. Lögreglan á Austurlandi var með í þeim aðgerðum en samkvæmt heimildum Vísis er talið að gerð hafi verið upptæk um þrjátíu kíló af hvítu efni.

Hvorki fulltrúar á tollstöðinni á Seyðisfirði né lögreglan á Austurlandi vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Rannsókn málsins er sögð á frumstigi en samkvæmt heimildum Vísis voru fleiri en einn hnepptir í gæsluvarðhald vegna málsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.