Enski boltinn

Chelsea rúllaði yfir Swansea | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Diego Costa skorar annað mark Chelsea.
Diego Costa skorar annað mark Chelsea. vísir/getty
Chelsea náði fimm stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með stórsigri, 0-5, á Swansea á Liberty-vellinum í Wales í dag.

Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.

Oscar kom Chelsea yfir strax á 1. mínútu leiksins með skoti fyrir utan vítateig eftir misheppnaða sendingu Gylfa Þórs Sigurðssonar.

Íslenski landsliðsmaðurinn var nálægt því að bæta fyrir mistökin nokkrum mínútum síðar þegar hann átti skot sem fór rétt framhjá.

Á 20. mínútu kom Diego Costa Chelsea í 0-2 eftir frábæra sókn og sendingu frá Cesc Fábregas. Fjórtán mínútum síðar skoraði Costa sitt annað mark eftir slæm mistök hjá Federico Fernández.

Costa var svo enn og aftur á ferðinni á 36. mínútu þegar hann lagði upp mark fyrir Oscar.

Staðan var 0-4 í hálfleik og allt þar til á 80. mínútu þegar varamaðurinn André Schürrle skoraði fimmta mark Chelsea eftir sendingu frá Branislav Ivanovic. Fleiri urðu mörkin ekki og Chelsea fagnaði sínum öðrum sigri í röð.

Swansea 0-1 Chelsea Swansea 0-3 Chelsea Swansea 0-4 Chelsea Swansea 0-5 Chelsea



Fleiri fréttir

Sjá meira


×