Feitir borga ekki meira fyrir flugsæti hjá íslenskum flugfélögum Snærós Sindradóttir skrifar 17. júlí 2015 07:00 Fáum þykir þægilegt að ferðast lengi í flugvél. Sérstaklega ekki fólk sem er stórt á alla kanta. vísir/Vilhelm Íslenskir flugfarþegar, sem af einhverjum ástæðum komast ekki fyrir í einu flugsæti, þurfa ekki að búast við því að vera gert að borga fyrir annað sæti við innritun. Í Bandaríkjunum hefur lengi verið uppi umræða um hvað er sanngjarnt í þessum efnum. Fréttablaðið hafði samband við WOW air, Icelandair og Flugfélag Íslands og leitaði svara við því hvernig brugðist væri við fólki sem ekki væri sniðið í flugvélasæti. „Þetta kemur stundum til tals. Þegar þetta gerist er reynt að finna viðkomandi sæti þar sem er laust við hliðina. Þegar vélin er alveg sneisafull þá er fólk sett í gangsæti,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.Sigrún DaníelsdóttirHann bendir þó á að fleiri en feitt fólk taki mikið pláss í flugvélum. „Ég sá mynd sem var mjög sláandi. Þá voru kraftlyftingagaurar að fara út og þeir sátu sitthvorum megin við ganginn. Það var varla hægt að skjóta sér á milli þeirra þar sem þeir nánast snertust.“ Hann segir að þó flugfélagið skikki engan til að borga fyrir tvö sæti séu dæmi þess að fólk velji sjálft að borga fyrir meira pláss. „Ef það er einhver sem veit sjálfur að hann kemst ekki á milli, þá er búið að láta vita og jafnvel kaupa hliðarsæti.“ Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, tekur í sama streng og Guðjón. „Við leysum málin með framlengingu á belti. Hingað til hefur þetta alltaf verið leyst farsællega um borð.“ Aðspurð hvort farþegar flugfélagsins hafi verið beðnir um að borga fyrir annað sæti við innritun segir hún að það hafi ekki verið gert hingað til.Guðjón ArngrímssonÞað sama er uppi á teningnum hjá Flugfélagi Íslands. Reynt er að koma því þannig fyrir að fólk sem þarf tvö sæti fái tvö sæti. Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur er í forsvari fyrir Samtök um líkamsvirðingu. Henni þykir óeðlilegt ef farþegum er gert að borga fyrir tvö sæti. „Alveg eins og við framleiðum skó í mismunandi stærðum þurfum við að gera okkur grein fyrir því að fólk kemur í mismunandi stærðum.“ Hún bendir á að þrátt fyrir að mannkynið hafi breikkað og hækkað hafi flugsæti minnkað í sparnaðarskyni. „Mér finnst mjög eðlilegt að flugfélögin endurskoði þetta þannig að flugvélarnar séu betur í stakk búnar til að mæta farþegum af ólíkum stærðum.“ Fréttir af flugi Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Sjá meira
Íslenskir flugfarþegar, sem af einhverjum ástæðum komast ekki fyrir í einu flugsæti, þurfa ekki að búast við því að vera gert að borga fyrir annað sæti við innritun. Í Bandaríkjunum hefur lengi verið uppi umræða um hvað er sanngjarnt í þessum efnum. Fréttablaðið hafði samband við WOW air, Icelandair og Flugfélag Íslands og leitaði svara við því hvernig brugðist væri við fólki sem ekki væri sniðið í flugvélasæti. „Þetta kemur stundum til tals. Þegar þetta gerist er reynt að finna viðkomandi sæti þar sem er laust við hliðina. Þegar vélin er alveg sneisafull þá er fólk sett í gangsæti,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.Sigrún DaníelsdóttirHann bendir þó á að fleiri en feitt fólk taki mikið pláss í flugvélum. „Ég sá mynd sem var mjög sláandi. Þá voru kraftlyftingagaurar að fara út og þeir sátu sitthvorum megin við ganginn. Það var varla hægt að skjóta sér á milli þeirra þar sem þeir nánast snertust.“ Hann segir að þó flugfélagið skikki engan til að borga fyrir tvö sæti séu dæmi þess að fólk velji sjálft að borga fyrir meira pláss. „Ef það er einhver sem veit sjálfur að hann kemst ekki á milli, þá er búið að láta vita og jafnvel kaupa hliðarsæti.“ Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, tekur í sama streng og Guðjón. „Við leysum málin með framlengingu á belti. Hingað til hefur þetta alltaf verið leyst farsællega um borð.“ Aðspurð hvort farþegar flugfélagsins hafi verið beðnir um að borga fyrir annað sæti við innritun segir hún að það hafi ekki verið gert hingað til.Guðjón ArngrímssonÞað sama er uppi á teningnum hjá Flugfélagi Íslands. Reynt er að koma því þannig fyrir að fólk sem þarf tvö sæti fái tvö sæti. Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur er í forsvari fyrir Samtök um líkamsvirðingu. Henni þykir óeðlilegt ef farþegum er gert að borga fyrir tvö sæti. „Alveg eins og við framleiðum skó í mismunandi stærðum þurfum við að gera okkur grein fyrir því að fólk kemur í mismunandi stærðum.“ Hún bendir á að þrátt fyrir að mannkynið hafi breikkað og hækkað hafi flugsæti minnkað í sparnaðarskyni. „Mér finnst mjög eðlilegt að flugfélögin endurskoði þetta þannig að flugvélarnar séu betur í stakk búnar til að mæta farþegum af ólíkum stærðum.“
Fréttir af flugi Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Sjá meira