Var sjúkraliði en lærði hjúkrun og uppskar launalækkun Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 17. júlí 2015 20:00 Ungar konur undirbúa stofnun starfsmannaleigu fyrir hjúkrunarfræðinga til að bregðast við yfirlýsingum stjórnenda Landsspítalans um að leitað verði eftir erlendum starfskröftum vegna uppsagna hjúkrunarfræðing. Ein þeirra, Sóley Ósk Geirsdóttir hjúkrunarfræðingur, var áður sjúkraliði en segist hafa minna á milli handanna nú en þá. Afborganir af námslánum éti upp launahækkunina. Þær segja að starfsmannaleigan eigi ekki að vera rekin í hagnaðarskyni. Hún sé viðbragð við yfirlýsingum heilbrigðisráðherra um að reynt verði að fá hjúkrunarfræðinga til starfa frá útlöndum. Rósa Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur sem er í undirbúningshópi starfsmannaleigunnar segir að slíkt hafi verið reynt áður með slæmum árangri. Það skapi mikið álag og kalli á mistök. „Hverjir ætla að koma? Ekki hjúkrunarfræðingar frá Norðurlöndum. Kannski einhverjir frá Asíu. Þeir þurfa þá að læra íslensku. Þeir labba ekki bara inn á Landsspítalann fyrsta október og ætla að fara að hjúkra fólki,“ segir Rósa. Heildarlaun hjúkrunarfræðinga eru að meðaltali í kringum 580 þúsund krónur á mánuði í dag eða 440 þúsund fyrir dagvinnu. Flestar þeirra telja eðlilegt að bera úr býtum sex til sjöhundruð þúsund á mánuði fyrir dagvinnu. Þær leggja þó áherslu á að launakröfur hafi ekki verið ræddar í undirbúningshópnum. Tugir hjúkrunarfræðinga hafa skráð sig til leiks á lokaða Facebook síðu og enn fleiri íhuga að bætast í hópinn. Rósa Einarsdóttir segir að þótt það verði einungis 200 hjúkrunarfræðingar sem fari af stað, muni fleiri bætast í hópinn, þegar fram í sæki. Aðrar muni ekki sætta sig við lakari kjör og þessi hugmynd geti breytt vinnumarkaði hjúkrunarfræðinga til frambúðar. Tengdar fréttir Bálreiðir hjúkrunarfræðingar ætla að standa við uppsagnir Hjúkrunarfræðingar eru afar ósáttir við framkomu ráðamanna og segjast ætla að standa við uppsagnir. 16. júlí 2015 07:00 Hjúkrunarfræðingar leigi sig út sjálfir: Vinna hafin við stofnun hjúkrunarmiðlunar Hópur hjúkrunarfræðinga vinnur nú að því að koma á fót sjálfseignarstofnun þar sem þeir myndu leigja út starfsemi sína á eigin taxta. Segjast finna fyrir miklum meðbyr innan stéttarinnar. 16. júlí 2015 23:04 Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Ráðamenn segja niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning ekki koma á óvart miðað við umræðu að undanförnu. 15. júlí 2015 19:21 Gjörgæslan verður óstarfhæf 1. október Þriggja mánaða uppsagnarfrestur hjúkrunarfræðinganna rennur sitt skeið 1. október næstkomandi. 16. júlí 2015 13:01 Heilbrigðisráðherra gagnrýnir neikvæða umræðu í fjölmiðlum: „Fólk er skíthrætt við stöðuna í heilbrigðiskerfinu“ Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir neikvæða umræðu um heilbrigðiskerfið og spyr hversu lengi fyrirsagnir á borð við þær sem prýða forsíður blaðanna í dag hafi dunið á Íslendingum. 16. júlí 2015 11:48 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Ungar konur undirbúa stofnun starfsmannaleigu fyrir hjúkrunarfræðinga til að bregðast við yfirlýsingum stjórnenda Landsspítalans um að leitað verði eftir erlendum starfskröftum vegna uppsagna hjúkrunarfræðing. Ein þeirra, Sóley Ósk Geirsdóttir hjúkrunarfræðingur, var áður sjúkraliði en segist hafa minna á milli handanna nú en þá. Afborganir af námslánum éti upp launahækkunina. Þær segja að starfsmannaleigan eigi ekki að vera rekin í hagnaðarskyni. Hún sé viðbragð við yfirlýsingum heilbrigðisráðherra um að reynt verði að fá hjúkrunarfræðinga til starfa frá útlöndum. Rósa Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur sem er í undirbúningshópi starfsmannaleigunnar segir að slíkt hafi verið reynt áður með slæmum árangri. Það skapi mikið álag og kalli á mistök. „Hverjir ætla að koma? Ekki hjúkrunarfræðingar frá Norðurlöndum. Kannski einhverjir frá Asíu. Þeir þurfa þá að læra íslensku. Þeir labba ekki bara inn á Landsspítalann fyrsta október og ætla að fara að hjúkra fólki,“ segir Rósa. Heildarlaun hjúkrunarfræðinga eru að meðaltali í kringum 580 þúsund krónur á mánuði í dag eða 440 þúsund fyrir dagvinnu. Flestar þeirra telja eðlilegt að bera úr býtum sex til sjöhundruð þúsund á mánuði fyrir dagvinnu. Þær leggja þó áherslu á að launakröfur hafi ekki verið ræddar í undirbúningshópnum. Tugir hjúkrunarfræðinga hafa skráð sig til leiks á lokaða Facebook síðu og enn fleiri íhuga að bætast í hópinn. Rósa Einarsdóttir segir að þótt það verði einungis 200 hjúkrunarfræðingar sem fari af stað, muni fleiri bætast í hópinn, þegar fram í sæki. Aðrar muni ekki sætta sig við lakari kjör og þessi hugmynd geti breytt vinnumarkaði hjúkrunarfræðinga til frambúðar.
Tengdar fréttir Bálreiðir hjúkrunarfræðingar ætla að standa við uppsagnir Hjúkrunarfræðingar eru afar ósáttir við framkomu ráðamanna og segjast ætla að standa við uppsagnir. 16. júlí 2015 07:00 Hjúkrunarfræðingar leigi sig út sjálfir: Vinna hafin við stofnun hjúkrunarmiðlunar Hópur hjúkrunarfræðinga vinnur nú að því að koma á fót sjálfseignarstofnun þar sem þeir myndu leigja út starfsemi sína á eigin taxta. Segjast finna fyrir miklum meðbyr innan stéttarinnar. 16. júlí 2015 23:04 Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Ráðamenn segja niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning ekki koma á óvart miðað við umræðu að undanförnu. 15. júlí 2015 19:21 Gjörgæslan verður óstarfhæf 1. október Þriggja mánaða uppsagnarfrestur hjúkrunarfræðinganna rennur sitt skeið 1. október næstkomandi. 16. júlí 2015 13:01 Heilbrigðisráðherra gagnrýnir neikvæða umræðu í fjölmiðlum: „Fólk er skíthrætt við stöðuna í heilbrigðiskerfinu“ Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir neikvæða umræðu um heilbrigðiskerfið og spyr hversu lengi fyrirsagnir á borð við þær sem prýða forsíður blaðanna í dag hafi dunið á Íslendingum. 16. júlí 2015 11:48 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Bálreiðir hjúkrunarfræðingar ætla að standa við uppsagnir Hjúkrunarfræðingar eru afar ósáttir við framkomu ráðamanna og segjast ætla að standa við uppsagnir. 16. júlí 2015 07:00
Hjúkrunarfræðingar leigi sig út sjálfir: Vinna hafin við stofnun hjúkrunarmiðlunar Hópur hjúkrunarfræðinga vinnur nú að því að koma á fót sjálfseignarstofnun þar sem þeir myndu leigja út starfsemi sína á eigin taxta. Segjast finna fyrir miklum meðbyr innan stéttarinnar. 16. júlí 2015 23:04
Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Ráðamenn segja niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning ekki koma á óvart miðað við umræðu að undanförnu. 15. júlí 2015 19:21
Gjörgæslan verður óstarfhæf 1. október Þriggja mánaða uppsagnarfrestur hjúkrunarfræðinganna rennur sitt skeið 1. október næstkomandi. 16. júlí 2015 13:01
Heilbrigðisráðherra gagnrýnir neikvæða umræðu í fjölmiðlum: „Fólk er skíthrætt við stöðuna í heilbrigðiskerfinu“ Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir neikvæða umræðu um heilbrigðiskerfið og spyr hversu lengi fyrirsagnir á borð við þær sem prýða forsíður blaðanna í dag hafi dunið á Íslendingum. 16. júlí 2015 11:48