„Ef samstaða næst ekki, þá leggst byggð líklega af í eynni“ Sveinn Arnarsson skrifar 16. janúar 2015 08:00 Íslandsbanki hefur að margra mati líf Grímseyjar í höndum sér og getur ákveðið hvort byggð verði í eynni eða ekki. Fréttablaðið/Pjetur Boðað hefur verið til íbúafundar í Grímsey þann 28. janúar næstkomandi til að ræða framtíð byggðarinnar í eynni. Staða áframhaldandi byggðar er óviss þar sem útgerðaraðilar eru í greiðsluvandræðum og gætu þurft að selja frá sér aflaheimildir til þess að standa í skilum við fjármálastofnanir.Sjá einnig: Óvissa um framtíð byggðar í Grímsey Gunnar Hannesson, útgerðarmaður í Grímsey, telur að íþyngjandi aðgerðir Íslandsbanka geti endað byggð í eynni. „Það er alveg ljóst að þeir vilja fá borgað. Við erum að berjast við vanda sem varð til í hruninu og því er þetta afar erfitt. Við eigum fyrir skuldum og vel það, það er ekki málið, en Íslandsbanki vill fara að fá greitt og vill að við seljum. Ef enginn er kvótinn í eynni þá verður engin byggð heldur í eynni,“ segir Gunnar. Að mati Gunnars mun framtíð byggðar í Grímsey verða rædd á íbúafundi sem er boðaður þann 28. janúar. „Þá mun þetta allt verða orðið ljóst, bærinn mun koma á fundinn og sjá til hvað hægt er að gera.“Þóroddur Bjarnason, formaður stjórnar ByggðastofnunarMynd/Völundur JónssonÞóroddur Bjarnason, formaður stjórnar Byggðastofnunar, telur stöðuna sem upp er komin varðandi kvótamál í Grímsey alvarlega. „Lítil sjávarþorp sem byggja alfarið á sjávarútvegi hafa átt undir högg að sækja. Aflamark Byggðastofnunar miðar sérstaklega að því að styðja við slík bæjarfélög í samvinnu við útgerðaraðila, vinnslu og samfélagið. Tíu sveitarfélög falla undir skilgreiningar Byggðastofnunar og hefur stofnunin verið með sértækan byggðakvóta í tíu þeirra. Grímsey hefur ekki þurft á aðstoð að halda vegna ágætrar stöðu útgerðar og vinnslu en nú er önnur staða uppi. Nú þarf Byggðastofnun að skoða hvort hún geti komið að lausninni, en það aflamark verður aldrei eina lausnin. Það verður aldrei hægt að reka útgerð á aflamarki Byggðastofnunar einvörðungu,“ segir Þóroddur. „Grímsey á sér langa sögu, byggð hefur verið í eynni í um 800 ár og það yrði hörmulegt ef hún endar svona, með að útgerð leggist af og byggðin þar af leiðandi líka.“„Það er hægt að viðhalda byggð í Grímsey ef allir leggjast á árarnar og hjálpast að; útgerðarmenn, íbúar, fjármálastofnanir og landshlutasamtök. Ef samstaða næst ekki, þá leggst byggð líklega af í eynni.“ Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrarkaupstaðar, segir bæjaryfirvöld róa öllum árum að því að viðhalda byggð í eynni. „Það yrði dapurlegt ef byggð legðist af í Grímsey. Við erum nú að vinna að því að finna lausnir með Byggðastofnun og Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar. Það er keppikefli okkar að áfram verði byggð í Grímsey. Tengdar fréttir Bjargfuglar eiga mjög undir högg að sækja Rannsóknir Náttúrustofu Norðausturlands á ástandi sjófuglastofna sýna óheillaþróun, bæði til skamms og lengri tíma litið. Fækkun einstakra tegunda er slík að búast má við að þær hverfi með öllu í stórum sjófuglabyggðum. 17. nóvember 2014 07:00 Heimskautsbaugurinn í Grímsey fær nýtt kennileiti Kennileitinu er ætlað að vekja athygli á Grímsey sem ferðamannastað. Kennileitið á að styrkja Grímsey og stöðu hennar sem nyrsta odda íslands, á heimskautsbaugnum. 11. mars 2014 11:26 Kynferðisbrotamál í Grímsey Rannsókn málsins er lokið og það komið til ríkissaksóknara. 15. janúar 2015 13:04 Þríburaeyjan Grímsey: Þríburarnir sem fæddust um helgina skyldir öðrum eineggja þríburum Þríeykin tvö eiga ættir sínar að rekja til Ingu Jóhannesdóttur, sem bjó stærstan hluta ævi sinnar í Grímsey. Hún er langalangamma þríbura frá Grímsey, sem fæddust árið 1977 og langalangalangamma þríburanna sem fæddust í Danmörku á sunnudaginn. 11. ágúst 2014 15:37 Óvissa um framtíð byggðar í Grímsey Íslandsbanki hefur viðrað þá hugmynd að kvóti verði seldur úr eynni svo útgerðarmenn geti greitt skuldir sínar. 14. janúar 2015 22:35 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Boðað hefur verið til íbúafundar í Grímsey þann 28. janúar næstkomandi til að ræða framtíð byggðarinnar í eynni. Staða áframhaldandi byggðar er óviss þar sem útgerðaraðilar eru í greiðsluvandræðum og gætu þurft að selja frá sér aflaheimildir til þess að standa í skilum við fjármálastofnanir.Sjá einnig: Óvissa um framtíð byggðar í Grímsey Gunnar Hannesson, útgerðarmaður í Grímsey, telur að íþyngjandi aðgerðir Íslandsbanka geti endað byggð í eynni. „Það er alveg ljóst að þeir vilja fá borgað. Við erum að berjast við vanda sem varð til í hruninu og því er þetta afar erfitt. Við eigum fyrir skuldum og vel það, það er ekki málið, en Íslandsbanki vill fara að fá greitt og vill að við seljum. Ef enginn er kvótinn í eynni þá verður engin byggð heldur í eynni,“ segir Gunnar. Að mati Gunnars mun framtíð byggðar í Grímsey verða rædd á íbúafundi sem er boðaður þann 28. janúar. „Þá mun þetta allt verða orðið ljóst, bærinn mun koma á fundinn og sjá til hvað hægt er að gera.“Þóroddur Bjarnason, formaður stjórnar ByggðastofnunarMynd/Völundur JónssonÞóroddur Bjarnason, formaður stjórnar Byggðastofnunar, telur stöðuna sem upp er komin varðandi kvótamál í Grímsey alvarlega. „Lítil sjávarþorp sem byggja alfarið á sjávarútvegi hafa átt undir högg að sækja. Aflamark Byggðastofnunar miðar sérstaklega að því að styðja við slík bæjarfélög í samvinnu við útgerðaraðila, vinnslu og samfélagið. Tíu sveitarfélög falla undir skilgreiningar Byggðastofnunar og hefur stofnunin verið með sértækan byggðakvóta í tíu þeirra. Grímsey hefur ekki þurft á aðstoð að halda vegna ágætrar stöðu útgerðar og vinnslu en nú er önnur staða uppi. Nú þarf Byggðastofnun að skoða hvort hún geti komið að lausninni, en það aflamark verður aldrei eina lausnin. Það verður aldrei hægt að reka útgerð á aflamarki Byggðastofnunar einvörðungu,“ segir Þóroddur. „Grímsey á sér langa sögu, byggð hefur verið í eynni í um 800 ár og það yrði hörmulegt ef hún endar svona, með að útgerð leggist af og byggðin þar af leiðandi líka.“„Það er hægt að viðhalda byggð í Grímsey ef allir leggjast á árarnar og hjálpast að; útgerðarmenn, íbúar, fjármálastofnanir og landshlutasamtök. Ef samstaða næst ekki, þá leggst byggð líklega af í eynni.“ Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrarkaupstaðar, segir bæjaryfirvöld róa öllum árum að því að viðhalda byggð í eynni. „Það yrði dapurlegt ef byggð legðist af í Grímsey. Við erum nú að vinna að því að finna lausnir með Byggðastofnun og Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar. Það er keppikefli okkar að áfram verði byggð í Grímsey.
Tengdar fréttir Bjargfuglar eiga mjög undir högg að sækja Rannsóknir Náttúrustofu Norðausturlands á ástandi sjófuglastofna sýna óheillaþróun, bæði til skamms og lengri tíma litið. Fækkun einstakra tegunda er slík að búast má við að þær hverfi með öllu í stórum sjófuglabyggðum. 17. nóvember 2014 07:00 Heimskautsbaugurinn í Grímsey fær nýtt kennileiti Kennileitinu er ætlað að vekja athygli á Grímsey sem ferðamannastað. Kennileitið á að styrkja Grímsey og stöðu hennar sem nyrsta odda íslands, á heimskautsbaugnum. 11. mars 2014 11:26 Kynferðisbrotamál í Grímsey Rannsókn málsins er lokið og það komið til ríkissaksóknara. 15. janúar 2015 13:04 Þríburaeyjan Grímsey: Þríburarnir sem fæddust um helgina skyldir öðrum eineggja þríburum Þríeykin tvö eiga ættir sínar að rekja til Ingu Jóhannesdóttur, sem bjó stærstan hluta ævi sinnar í Grímsey. Hún er langalangamma þríbura frá Grímsey, sem fæddust árið 1977 og langalangalangamma þríburanna sem fæddust í Danmörku á sunnudaginn. 11. ágúst 2014 15:37 Óvissa um framtíð byggðar í Grímsey Íslandsbanki hefur viðrað þá hugmynd að kvóti verði seldur úr eynni svo útgerðarmenn geti greitt skuldir sínar. 14. janúar 2015 22:35 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Bjargfuglar eiga mjög undir högg að sækja Rannsóknir Náttúrustofu Norðausturlands á ástandi sjófuglastofna sýna óheillaþróun, bæði til skamms og lengri tíma litið. Fækkun einstakra tegunda er slík að búast má við að þær hverfi með öllu í stórum sjófuglabyggðum. 17. nóvember 2014 07:00
Heimskautsbaugurinn í Grímsey fær nýtt kennileiti Kennileitinu er ætlað að vekja athygli á Grímsey sem ferðamannastað. Kennileitið á að styrkja Grímsey og stöðu hennar sem nyrsta odda íslands, á heimskautsbaugnum. 11. mars 2014 11:26
Kynferðisbrotamál í Grímsey Rannsókn málsins er lokið og það komið til ríkissaksóknara. 15. janúar 2015 13:04
Þríburaeyjan Grímsey: Þríburarnir sem fæddust um helgina skyldir öðrum eineggja þríburum Þríeykin tvö eiga ættir sínar að rekja til Ingu Jóhannesdóttur, sem bjó stærstan hluta ævi sinnar í Grímsey. Hún er langalangamma þríbura frá Grímsey, sem fæddust árið 1977 og langalangalangamma þríburanna sem fæddust í Danmörku á sunnudaginn. 11. ágúst 2014 15:37
Óvissa um framtíð byggðar í Grímsey Íslandsbanki hefur viðrað þá hugmynd að kvóti verði seldur úr eynni svo útgerðarmenn geti greitt skuldir sínar. 14. janúar 2015 22:35