Enski boltinn

Hiddink kominn til Lundúna

Hiddink var síðast stjóri Chelsea árið 2009.
Hiddink var síðast stjóri Chelsea árið 2009. Vísir/Getty
Sky Sports greinir frá því á vefsíðu sinni að Guus Hiddink sé kominn til Lundúna til að ræða við forráðamenn Chelsea.

Hiddink hefur verið sterklega orðaður við félagið eftir að Jose Mourinho var sagt upp störfum í gær.

Sjá einnig: Mourinho rekinn frá Chelsea

Talið er líklegt að Hiddink muni taka við Chelsea og stýra liðinu til loka tímabilsins. Chelsea er ríkjandi Englandsmeistari en aðeins einu stigi frá fallsæti sem stendur.

Hiddink var síðast landsliðsþjálfari Hollands en hann stýrði Chelsea tímabundið árið 2009 og varð enskur bikarmeistari með liðinu.

Sjá einnig: Tilkynnt um ráðningu Hiddink í Ástralíu?


Tengdar fréttir

Chelsea leitar aftur til Hiddink

The Telegraph fullyrðir að Chelsea sé búið að ganga frá skammtímasamningi við Hollendinginn Guus Hiddink.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×