Fær ekki nauðsynleg lyf til að ná bata af lifrarbólgu C Viktoría Hermannsdóttir skrifar 10. júní 2015 07:00 Fanney var ekki greind með sjúkdóminn fyrr en árið 2010. Hún gekk á milli lækna til þess að reyna fá greiningu á því sem amaði að henni. Fréttablaðið/Stefán „Ég varð fyrir miklu áfalli þegar ég komst að því að ég myndi ekki fá lyf á þessu ári,“ segir Fanney Björk Ásbjörnsdóttir sem smitaðist af lifrarbólgu C árið 1983 við blóðgjöf sem hún fékk eftir barnsburð. Fanney vissi hins vegar ekki fyrr en árið 2010 að hún væri smituð af veirunni en hafði um árabil farið á milli lækna til þess að reyna að finna hvað amaði að henni en hún hafði verið mjög heilsuveil. Lýsa veikindin sér meðal annars í þróttleysi, liðverkjum, höfuðverk, slæmu munnangri auk þess sem hún fær mjög oft hita. Þrátt fyrir að hafa farið í allavega 26 blóðprufur á þeim 27 árum sem hún var ógreind þá fann engin út úr því raunverulega amaði að fyrr en heimilislæknir á vakt í Vestmannaeyjum, þar sem Fanney býr, einsetti sér að finna út hvað hrjáði hana. „Hann spurði mig hvort ég hefði einhvern tímann fengið blóð og þá mundi ég að ég hafði fengið blóðgjöf eftir að ég átti annað barnið mitt. Ég vildi ekki fá blóðgjöf, vildi bara jafna mig sjálf því ég hafði farið í keisaraskurð áður en læknirinn vildi að ég fengi blóð. Ég fékk tvo poka og annar var sýktur af lifrarbólgu C en það hefur verið staðfest af Blóðbankanum.“ Ekki var byrjað að skima eftir lifrarbólgu í Blóðbankanum fyrr en árið 1992 og vitað er um á þriðja tug blóðþega sem smituðust af lifrarbólgu fyrir þann tíma. Þegar upp komst um smitin var þó ekki leitað að þeim sjúklingum sem kynnu að hafa fengið smitað blóð. Eftir að Fanney var greind með veiruna kom í ljós að dóttir hennar, sem er fædd árið 1989, hafði einnig smitast af lifrarbólgu, annaðhvort í móðurkviði eða við fæðingu. Mæðgurnar fóru í lyfjameðferð við veirunni árið 2012 sem dóttir hennar komst í gegnum við illan leik en Fanney varð að hætta á lyfjunum þar sem þau höfðu afar slæm áhrif á hana. „Sú lyfjameðferð tekur 48 vikur og það fylgja henni miklar aukaverkanir. Ég var tvisvar sinnum næstum dáin við þá meðferð. Í annað skipti var ég á bráðamótttöku í sólarhring og í hitt skiptið þurfti að fljúga með mig í sjúkraflugi frá Eyjum. Ég var í lífshættu í bæði skiptin þannig að meðferðinni var hætt hjá mér,“ segir Fanney. Í fréttum Stöðvar 2 á dögunum þar sem fjallað var um mál lifrarsjúklinga kom fram að á Íslandi eru notuð lyfin Interferon og Ribavirin við lifrarbólgu C en þau lyf eru talin úrelt í nágrannalöndum okkar. Meðferðin er sem fyrr segir 48 vikur, er afar erfið og hefur í för með sér miklar aukaverkanir líkt og var í tilfelli Fanneyjar. „Ég var búin að lifa í voninni eftir að ég fór í þessa hræðilegu lyfjameðferð að það væru lyf hinum megin við hornið en það skaut mig í kaf að það væri ekki í boði,“ segir Fanney sem undrar sig á því að ekki sé komið til móts við þarfir sjúklinga. Hún hefur borið veiruna í sér í tæp 32 ár og segir að talað sé um að sjúklingar fari að veikjast enn meir þegar veiran hefur verið þennan tíma í líkamanum. „Ég er alveg sannfærð um að það væri dýrara fyrir ríkið ef ég myndi þurfa að fara í lifrarígræðslu.“ Lyfjameðferðin sem Fanney vill fara í tekur átta vikur og það eru um 95 prósenta líkur á því að læknast af sjúkdómnum en af hinum lyfjunum eru líkurnar 70 prósent. Fanney hefur verið í sambandi við lækni í Svíþjóð og komist að því að lyfin kosti 7-10 milljónir. Auk þess er meðferðin laus við aukaverkanir. Fanney segir erfitt að sætta sig við þá staðreynd að hægt hefði verið að finna út úr því fyrr að hún væri með lifrarbólgu hefði Blóðbankinn reynt að hafa uppi á þeim sem smitast höfðu. Það sé því talsverður skellur að þurfa að upplifa það líka að fá ekki þau lyf sem geta hjálpað henni að læknast en fleiri sjúklingar eru í sömu sporum. „Þetta hefur verið mjög erfitt og leiðinlegt ferli að standa í. Ég vil bara fá þessi lyf þar sem ég þarf að losna við þessa veiru." Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira
„Ég varð fyrir miklu áfalli þegar ég komst að því að ég myndi ekki fá lyf á þessu ári,“ segir Fanney Björk Ásbjörnsdóttir sem smitaðist af lifrarbólgu C árið 1983 við blóðgjöf sem hún fékk eftir barnsburð. Fanney vissi hins vegar ekki fyrr en árið 2010 að hún væri smituð af veirunni en hafði um árabil farið á milli lækna til þess að reyna að finna hvað amaði að henni en hún hafði verið mjög heilsuveil. Lýsa veikindin sér meðal annars í þróttleysi, liðverkjum, höfuðverk, slæmu munnangri auk þess sem hún fær mjög oft hita. Þrátt fyrir að hafa farið í allavega 26 blóðprufur á þeim 27 árum sem hún var ógreind þá fann engin út úr því raunverulega amaði að fyrr en heimilislæknir á vakt í Vestmannaeyjum, þar sem Fanney býr, einsetti sér að finna út hvað hrjáði hana. „Hann spurði mig hvort ég hefði einhvern tímann fengið blóð og þá mundi ég að ég hafði fengið blóðgjöf eftir að ég átti annað barnið mitt. Ég vildi ekki fá blóðgjöf, vildi bara jafna mig sjálf því ég hafði farið í keisaraskurð áður en læknirinn vildi að ég fengi blóð. Ég fékk tvo poka og annar var sýktur af lifrarbólgu C en það hefur verið staðfest af Blóðbankanum.“ Ekki var byrjað að skima eftir lifrarbólgu í Blóðbankanum fyrr en árið 1992 og vitað er um á þriðja tug blóðþega sem smituðust af lifrarbólgu fyrir þann tíma. Þegar upp komst um smitin var þó ekki leitað að þeim sjúklingum sem kynnu að hafa fengið smitað blóð. Eftir að Fanney var greind með veiruna kom í ljós að dóttir hennar, sem er fædd árið 1989, hafði einnig smitast af lifrarbólgu, annaðhvort í móðurkviði eða við fæðingu. Mæðgurnar fóru í lyfjameðferð við veirunni árið 2012 sem dóttir hennar komst í gegnum við illan leik en Fanney varð að hætta á lyfjunum þar sem þau höfðu afar slæm áhrif á hana. „Sú lyfjameðferð tekur 48 vikur og það fylgja henni miklar aukaverkanir. Ég var tvisvar sinnum næstum dáin við þá meðferð. Í annað skipti var ég á bráðamótttöku í sólarhring og í hitt skiptið þurfti að fljúga með mig í sjúkraflugi frá Eyjum. Ég var í lífshættu í bæði skiptin þannig að meðferðinni var hætt hjá mér,“ segir Fanney. Í fréttum Stöðvar 2 á dögunum þar sem fjallað var um mál lifrarsjúklinga kom fram að á Íslandi eru notuð lyfin Interferon og Ribavirin við lifrarbólgu C en þau lyf eru talin úrelt í nágrannalöndum okkar. Meðferðin er sem fyrr segir 48 vikur, er afar erfið og hefur í för með sér miklar aukaverkanir líkt og var í tilfelli Fanneyjar. „Ég var búin að lifa í voninni eftir að ég fór í þessa hræðilegu lyfjameðferð að það væru lyf hinum megin við hornið en það skaut mig í kaf að það væri ekki í boði,“ segir Fanney sem undrar sig á því að ekki sé komið til móts við þarfir sjúklinga. Hún hefur borið veiruna í sér í tæp 32 ár og segir að talað sé um að sjúklingar fari að veikjast enn meir þegar veiran hefur verið þennan tíma í líkamanum. „Ég er alveg sannfærð um að það væri dýrara fyrir ríkið ef ég myndi þurfa að fara í lifrarígræðslu.“ Lyfjameðferðin sem Fanney vill fara í tekur átta vikur og það eru um 95 prósenta líkur á því að læknast af sjúkdómnum en af hinum lyfjunum eru líkurnar 70 prósent. Fanney hefur verið í sambandi við lækni í Svíþjóð og komist að því að lyfin kosti 7-10 milljónir. Auk þess er meðferðin laus við aukaverkanir. Fanney segir erfitt að sætta sig við þá staðreynd að hægt hefði verið að finna út úr því fyrr að hún væri með lifrarbólgu hefði Blóðbankinn reynt að hafa uppi á þeim sem smitast höfðu. Það sé því talsverður skellur að þurfa að upplifa það líka að fá ekki þau lyf sem geta hjálpað henni að læknast en fleiri sjúklingar eru í sömu sporum. „Þetta hefur verið mjög erfitt og leiðinlegt ferli að standa í. Ég vil bara fá þessi lyf þar sem ég þarf að losna við þessa veiru."
Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira