Minntust Árna Steinars Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. nóvember 2015 14:28 Árni Steinar Jóhannsson. Þingmenn minntust Árna Steinars Jóhannssonar, fyrrverandi alþingismanns, á þingfundi í dag. Árni Steinn lést síðla sunnudags á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík. Hann var aðeins 62 ára að aldri, en hafði um nokkur misseri barist við krabbamein.Einar Kr. Guðfinsson, forseti Alþingis, minntist Árna í ræðu sem lesa má hér að neðan. Að henni lokinni risu þingmenn úr sætum til að votta honum virðingu sína og minnast hans.Árni Steinar Jóhannsson var fæddur á Dalvík 12. júní 1953. Foreldrar voru Jóhann Ásgrímsson Helgason sjómaður og kona hans, Valrós Árnadóttir verslunarmaður.Árni Steinar lauk gagnfræðaprófi á Dalvík 1969. Eftir árs nám í framhaldsskóla í Bandaríkjunum fór hann í Garðyrkjuskóla ríkisins og lauk prófi þaðan árið 1974 og framhaldsnám stundaði hann í Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn í fimm ár, til ársins 1979. Þá fluttist hann til Akureyrar og varð garðyrkjustjóri þar og síðar umhverfisstjóri fram til 1999 er hann var kosinn á Alþingi. Að lokinni þingmennsku var Árni Steinar um tíma sjálfstætt starfandi ráðgjafi í umhverfismálum en síðar var hann ráðinn umhverfisstjóri Fjarðabyggðar og gegndi því starfi meðan kraftar entust. Árni Steinar sat í stjórnum félaga og stofnana á sérsviði sínu og tók þátt í alþjóðlegri samvinnu garðyrkju- og skógræktarmanna. Hann sat í stjórn Rariks frá árinu 2008 til 2014, og sem stjórnarformaður frá því í maí 2009.Sem ungur maður var Árni Steinar Jóhannsson mjög áhugasamur um þjóðmál, hafði róttækar skoðanir og barðist ekki hvað síst fyrir sjónarmiðum landsbyggðar og valddreifingar. Gætti þess mjög í málflutningi hans og verkum innan þings og utan. Hann leiddi lista Þjóðarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra 1991 og náði athyglisverðum árangri, skorti lítið á til að hljóta þingsæti. Hann var síðar í framboði fyrir Alþýðubandalagið og óháða, og árið 1999 var hann í 2. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og var kosinn þingmaður það kjörtímabil, til vors 2003. Hann hafði áður verið varaþingmaður tvívegis og tvisvar sinnum síðar tók hann sæti varamanns. Hann sat á níu þingum alls. Árni Steinar var einn af varaforsetum Alþingis meðan hann átti hér fast sæti og var þar dugmikill, vel látinn og mikill mannasættir. Fyrir vikið varð hann vinmargur og skipti þá engu hvort í hlut áttu pólitískir samherjar eða andstæðingar.Árni Steinar Jóhannsson verður þeim sem með honum störfuðu á Alþingi, svo og öðrum sem honum kynntust, minnisstæður fyrir hve hreinskiptinn hann var, glaðlyndur og gamansamur, en jafnframt skyldurækinn, vandvirkur fagmaður og metnaðarfullur við störf sín. Hann hafði græna fingur og vann brautryðjendastörf í umhverfismálum víða um land. Hann naut vinsælda hvar sem hann starfaði fyrir einlægni sína, þekkingu og áhuga á verkefnum sínum og skilur eftir í hugum samferðamanna hugljúfa mynd af drengskaparmanni. Alþingi Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Þingmenn minntust Árna Steinars Jóhannssonar, fyrrverandi alþingismanns, á þingfundi í dag. Árni Steinn lést síðla sunnudags á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík. Hann var aðeins 62 ára að aldri, en hafði um nokkur misseri barist við krabbamein.Einar Kr. Guðfinsson, forseti Alþingis, minntist Árna í ræðu sem lesa má hér að neðan. Að henni lokinni risu þingmenn úr sætum til að votta honum virðingu sína og minnast hans.Árni Steinar Jóhannsson var fæddur á Dalvík 12. júní 1953. Foreldrar voru Jóhann Ásgrímsson Helgason sjómaður og kona hans, Valrós Árnadóttir verslunarmaður.Árni Steinar lauk gagnfræðaprófi á Dalvík 1969. Eftir árs nám í framhaldsskóla í Bandaríkjunum fór hann í Garðyrkjuskóla ríkisins og lauk prófi þaðan árið 1974 og framhaldsnám stundaði hann í Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn í fimm ár, til ársins 1979. Þá fluttist hann til Akureyrar og varð garðyrkjustjóri þar og síðar umhverfisstjóri fram til 1999 er hann var kosinn á Alþingi. Að lokinni þingmennsku var Árni Steinar um tíma sjálfstætt starfandi ráðgjafi í umhverfismálum en síðar var hann ráðinn umhverfisstjóri Fjarðabyggðar og gegndi því starfi meðan kraftar entust. Árni Steinar sat í stjórnum félaga og stofnana á sérsviði sínu og tók þátt í alþjóðlegri samvinnu garðyrkju- og skógræktarmanna. Hann sat í stjórn Rariks frá árinu 2008 til 2014, og sem stjórnarformaður frá því í maí 2009.Sem ungur maður var Árni Steinar Jóhannsson mjög áhugasamur um þjóðmál, hafði róttækar skoðanir og barðist ekki hvað síst fyrir sjónarmiðum landsbyggðar og valddreifingar. Gætti þess mjög í málflutningi hans og verkum innan þings og utan. Hann leiddi lista Þjóðarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra 1991 og náði athyglisverðum árangri, skorti lítið á til að hljóta þingsæti. Hann var síðar í framboði fyrir Alþýðubandalagið og óháða, og árið 1999 var hann í 2. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og var kosinn þingmaður það kjörtímabil, til vors 2003. Hann hafði áður verið varaþingmaður tvívegis og tvisvar sinnum síðar tók hann sæti varamanns. Hann sat á níu þingum alls. Árni Steinar var einn af varaforsetum Alþingis meðan hann átti hér fast sæti og var þar dugmikill, vel látinn og mikill mannasættir. Fyrir vikið varð hann vinmargur og skipti þá engu hvort í hlut áttu pólitískir samherjar eða andstæðingar.Árni Steinar Jóhannsson verður þeim sem með honum störfuðu á Alþingi, svo og öðrum sem honum kynntust, minnisstæður fyrir hve hreinskiptinn hann var, glaðlyndur og gamansamur, en jafnframt skyldurækinn, vandvirkur fagmaður og metnaðarfullur við störf sín. Hann hafði græna fingur og vann brautryðjendastörf í umhverfismálum víða um land. Hann naut vinsælda hvar sem hann starfaði fyrir einlægni sína, þekkingu og áhuga á verkefnum sínum og skilur eftir í hugum samferðamanna hugljúfa mynd af drengskaparmanni.
Alþingi Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira