Rodgers gagnrýnir hegðun Balotelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. febrúar 2015 19:00 Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, var spurður um umdeilt atvik sem átti sér stað í leik Liverpool og Besiktas í Evrópudeild UEFA á blaðamannafundi í dag. Mario Balotelli tryggði Liverpool 1-0 sigur með marki úr vítaspyrnu en svo virtist sem að hann væri að taka spyrnuna í leyfisleysi. Hann gaf sig ekki þrátt fyrir rifrildi við Jordan Henderson sem var fyriliði Liverpool í fjarveru hins meidda Steven Gerrard.Sjá einnig: Henderson: Ég vildi taka vítið „Það eina sem ég vil segja er að þetta er hegðun sem ég er ekki hrifin af,“ sagði Rodgers um málið í dag. „Hvort sem þetta er mitt lið eða eitthvert annað lið. Flestir þjálfarar eru búnir að ákveða fyrirfram hverjir taka vítin.“ „Maður vill ekki sjá 4-5 leikmenn rífast um hver eigi að taka vítið. Það er því hegðunin sem var fyrst og fremst ekki góð en við unnum leikinn og það skipti mestu máli.“ Gerrard sagði eftir leikinn að Balotelli hafi sýnt Henderson og liðsfélögum sínum óvirðingu og fjölmargir hafa tekið undir þau orð. Rodgers telur ekki að orð hans muni valda sundrun í leikmannahópnum.Sjá einnig: Gerrard: Mario sýndi Henderson smá óvirðingu „Maður reynir að stýra svona hlutum á bak við tjöldin á hverjum degi. Maður vill sjá að leikmenn séu með rétt hugarfar og beri virðingu fyrir liðsfélögunum. Ég tel að þetta sé alls ekkert vandamál.“Daniel Sturridge og Jordan Henderson reyna að tjónka við Mario Balotelli í gær.Vísir/GettyRodgers segir að Gerrard sé öllu jöfnu vítaskytta liðsins þegar hann spilar. Balotelli tekur vítin í fjarveru hans en miðiða við byrjunarliðsuppstillinguna í gær var Henderson vítaskytta liðsins, þar sem Balotelli kom inn á sem varamaður í leiknum.Sjá einnig: Balotelli þakkaði Henderson fyrir að leyfa sér að taka vítið „Þegar þeir eru allir þrír inni á vellinum þá taka Steven og Mario venjulega vítin. Þannig að þetta er breytilegt. Jordan ber þá virðingu fyrir Mario að hann er frábær vítaskytta og leyfði honum glaður að taka vítið.“ „Það hefur verið mun meiri dramatík í kringum þetta mál hjá ykkur fjölmiðlum en okkur í liðinu,“ bætti hann svo við.Sjá einnig: Vítaspyrna Balotelli tryggði sigurinn Jamie Redknapp, sérfræðingur á Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool, var ekki hrifinn af framkomu Balotelli. „Allir þeir stjórar sem hafa starfað með honum hafa reynt sitt besta en hann virðist ekki bera virðingu fyrir neinum - ekki einu sinni liðsfélögum sínum. Allir hjá Liverpool hafa reynt að koma honum í gang og vonandi tekst það. En ég tel ekki að eigi sér ekki langa framtíð hjá félaginu.“ „Ég held að hann verði ekki í byrjunarliðinu um helgina og ég held að í sumar verði hann farinn frá félaginu,“ sagði Redknapp. Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Sjá meira
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, var spurður um umdeilt atvik sem átti sér stað í leik Liverpool og Besiktas í Evrópudeild UEFA á blaðamannafundi í dag. Mario Balotelli tryggði Liverpool 1-0 sigur með marki úr vítaspyrnu en svo virtist sem að hann væri að taka spyrnuna í leyfisleysi. Hann gaf sig ekki þrátt fyrir rifrildi við Jordan Henderson sem var fyriliði Liverpool í fjarveru hins meidda Steven Gerrard.Sjá einnig: Henderson: Ég vildi taka vítið „Það eina sem ég vil segja er að þetta er hegðun sem ég er ekki hrifin af,“ sagði Rodgers um málið í dag. „Hvort sem þetta er mitt lið eða eitthvert annað lið. Flestir þjálfarar eru búnir að ákveða fyrirfram hverjir taka vítin.“ „Maður vill ekki sjá 4-5 leikmenn rífast um hver eigi að taka vítið. Það er því hegðunin sem var fyrst og fremst ekki góð en við unnum leikinn og það skipti mestu máli.“ Gerrard sagði eftir leikinn að Balotelli hafi sýnt Henderson og liðsfélögum sínum óvirðingu og fjölmargir hafa tekið undir þau orð. Rodgers telur ekki að orð hans muni valda sundrun í leikmannahópnum.Sjá einnig: Gerrard: Mario sýndi Henderson smá óvirðingu „Maður reynir að stýra svona hlutum á bak við tjöldin á hverjum degi. Maður vill sjá að leikmenn séu með rétt hugarfar og beri virðingu fyrir liðsfélögunum. Ég tel að þetta sé alls ekkert vandamál.“Daniel Sturridge og Jordan Henderson reyna að tjónka við Mario Balotelli í gær.Vísir/GettyRodgers segir að Gerrard sé öllu jöfnu vítaskytta liðsins þegar hann spilar. Balotelli tekur vítin í fjarveru hans en miðiða við byrjunarliðsuppstillinguna í gær var Henderson vítaskytta liðsins, þar sem Balotelli kom inn á sem varamaður í leiknum.Sjá einnig: Balotelli þakkaði Henderson fyrir að leyfa sér að taka vítið „Þegar þeir eru allir þrír inni á vellinum þá taka Steven og Mario venjulega vítin. Þannig að þetta er breytilegt. Jordan ber þá virðingu fyrir Mario að hann er frábær vítaskytta og leyfði honum glaður að taka vítið.“ „Það hefur verið mun meiri dramatík í kringum þetta mál hjá ykkur fjölmiðlum en okkur í liðinu,“ bætti hann svo við.Sjá einnig: Vítaspyrna Balotelli tryggði sigurinn Jamie Redknapp, sérfræðingur á Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool, var ekki hrifinn af framkomu Balotelli. „Allir þeir stjórar sem hafa starfað með honum hafa reynt sitt besta en hann virðist ekki bera virðingu fyrir neinum - ekki einu sinni liðsfélögum sínum. Allir hjá Liverpool hafa reynt að koma honum í gang og vonandi tekst það. En ég tel ekki að eigi sér ekki langa framtíð hjá félaginu.“ „Ég held að hann verði ekki í byrjunarliðinu um helgina og ég held að í sumar verði hann farinn frá félaginu,“ sagði Redknapp.
Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Sjá meira