Segir ekki langt eftir í líftauginni Óli Kristján Ármannsson skrifar 14. maí 2015 07:00 Guðný Tómasdóttir með grís í fanginu. Mynd/Ormsstaðir „Héðan í frá skiptir hver dagur máli upp á hvað við höldum lengi út og ekkert langt eftir í líftauginni,“ segir Guðný Tómasdóttir, bóndi á svínabúinu að Ormsstöðum í Grímsnesi, um stöðu svínabænda í verkfalli dýralækna. „Í dag er erfiðast hversu langur tími er síðan þetta byrjaði. Svínabændur eru vanir að reka sinn rekstur með vikulegum greiðslum og nú er þetta komið í fjórar vikur,“ segir Guðný og bætir við að þótt framleiðslan komist ekki á markað sé ekkert lát á þeim gjöldum sem reksturinn þarf að greiða. „Fóður þarf að greiða tvisvar í mánuði og svo kemur allt annað sem fylgir því að reka þetta bú.“ Guðný bendir á að staða svínabænda hafi ekki verið sterk áður en kom að verkfallsaðgerðum BHM og mörg bú hafi verið rekin nálægt núlli og hafi ekki mikla sjóði til að vinna úr. „En svo horfir maður á þjóðfélagið og þykist ekki geta barmað sér þegar allt er á hliðinni á spítölunum, en maður verður náttúrlega að hugsa um rassinn á sjálfum sér.“ Bú Guðnýjar er fjölskyldufyrirtæki þar sem allt snýst um reksturinn. „Þetta er landbúnaður og við búum hér á jörðinni. Bankinn gefur ekkert eftir og hér er allt undir, heimilið og allt. Þegar þetta fer þá fer allt með því, ekki bara fyrirtækið,“ segir Guðný sem óttast upplausnarástand hjá sér og börnum sínum fari allt á versta veg. „En svona er þetta kannski bara með verkföll að þriðji aðili komi alltaf verst út úr þeim.“Svínabú eru nú komin að þolmörkum vegna þess hve þrengir að rekstrinum þegar ekki er hægt að slátra.Fréttablaðið/AuðunnÁ Ormsstöðum er lítill hluti framleiðslunnar seldur beint en megnið hefur farið í vinnslu hjá Sláturfélagi Suðurlands. Á búinu eru um 200 gyltur sem Guðný segir að sé undir meðalstærð á svínabúi hér á landi. Veltutölurnar séu samt þannig að reksturinn megi illa við tímafrekri stöðvun eins og nú. Þannig sé venjuleg greiðsla sem búið hafi fengið fyrir svínakjöt í hverri viku í kring um þrjár milljónir króna. „Stærstu greiðslurnar eru svo um mánaðamót og þá er maður bara kominn upp á velvild banka og aðila í kringum mann hvað maður lifir.“ Guðný segir sem betur fer ekki enn kominn tíma á að leita á náðir bankans hjá henni, enn sem komið er. „Ég er náttúrlega búinn að tala við minn fóðursala, en tölurnar eru bara svo háar og þetta er fljótt að vinda upp á sig.“ Guðný segir líka ljóst að litlu breyti fyrir bú að framleiða í frysti, því salan sé töpuð eftir sem áður. „Þótt þig langi í kótelettu sem þú færð ekki í dag, þá borðar þú ekkert tvær á morgun,“ segir hún og kveðst ekki alveg viss um að sömu rólegheit væru yfir stöðunni ef verkföllin væru að trufla sláturtíð að hausti. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðir í gangi Í dag hefur hluti félagsmanna BHM verið 38 daga í ótímabundnuverkfalli. 36 daga þeir sem næstlengst hafa verið og nokkrir hópar, dýralæknar þar á meðal, í 25 daga. 14. maí 2015 07:00 Birgðasöfnun vegna verkfalls gæti leitt til gjaldþrots Uppsafnaðar birgðir af svínakjöti og alifuglakjöti vegna verkfalls dýralækna nema mörgum hundruðum tonna. 14. maí 2015 07:00 Þolmörkum náð vegna tekjutaps Bændur í frumframleiðslu hafa mjög takmarkaða möguleika til að bjarga sér segir formaður Samtaka svínabænda um þrönga stöðu þeirra vegna tekjumissis í verkfalli BHM. 14. maí 2015 07:00 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Héðan í frá skiptir hver dagur máli upp á hvað við höldum lengi út og ekkert langt eftir í líftauginni,“ segir Guðný Tómasdóttir, bóndi á svínabúinu að Ormsstöðum í Grímsnesi, um stöðu svínabænda í verkfalli dýralækna. „Í dag er erfiðast hversu langur tími er síðan þetta byrjaði. Svínabændur eru vanir að reka sinn rekstur með vikulegum greiðslum og nú er þetta komið í fjórar vikur,“ segir Guðný og bætir við að þótt framleiðslan komist ekki á markað sé ekkert lát á þeim gjöldum sem reksturinn þarf að greiða. „Fóður þarf að greiða tvisvar í mánuði og svo kemur allt annað sem fylgir því að reka þetta bú.“ Guðný bendir á að staða svínabænda hafi ekki verið sterk áður en kom að verkfallsaðgerðum BHM og mörg bú hafi verið rekin nálægt núlli og hafi ekki mikla sjóði til að vinna úr. „En svo horfir maður á þjóðfélagið og þykist ekki geta barmað sér þegar allt er á hliðinni á spítölunum, en maður verður náttúrlega að hugsa um rassinn á sjálfum sér.“ Bú Guðnýjar er fjölskyldufyrirtæki þar sem allt snýst um reksturinn. „Þetta er landbúnaður og við búum hér á jörðinni. Bankinn gefur ekkert eftir og hér er allt undir, heimilið og allt. Þegar þetta fer þá fer allt með því, ekki bara fyrirtækið,“ segir Guðný sem óttast upplausnarástand hjá sér og börnum sínum fari allt á versta veg. „En svona er þetta kannski bara með verkföll að þriðji aðili komi alltaf verst út úr þeim.“Svínabú eru nú komin að þolmörkum vegna þess hve þrengir að rekstrinum þegar ekki er hægt að slátra.Fréttablaðið/AuðunnÁ Ormsstöðum er lítill hluti framleiðslunnar seldur beint en megnið hefur farið í vinnslu hjá Sláturfélagi Suðurlands. Á búinu eru um 200 gyltur sem Guðný segir að sé undir meðalstærð á svínabúi hér á landi. Veltutölurnar séu samt þannig að reksturinn megi illa við tímafrekri stöðvun eins og nú. Þannig sé venjuleg greiðsla sem búið hafi fengið fyrir svínakjöt í hverri viku í kring um þrjár milljónir króna. „Stærstu greiðslurnar eru svo um mánaðamót og þá er maður bara kominn upp á velvild banka og aðila í kringum mann hvað maður lifir.“ Guðný segir sem betur fer ekki enn kominn tíma á að leita á náðir bankans hjá henni, enn sem komið er. „Ég er náttúrlega búinn að tala við minn fóðursala, en tölurnar eru bara svo háar og þetta er fljótt að vinda upp á sig.“ Guðný segir líka ljóst að litlu breyti fyrir bú að framleiða í frysti, því salan sé töpuð eftir sem áður. „Þótt þig langi í kótelettu sem þú færð ekki í dag, þá borðar þú ekkert tvær á morgun,“ segir hún og kveðst ekki alveg viss um að sömu rólegheit væru yfir stöðunni ef verkföllin væru að trufla sláturtíð að hausti.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðir í gangi Í dag hefur hluti félagsmanna BHM verið 38 daga í ótímabundnuverkfalli. 36 daga þeir sem næstlengst hafa verið og nokkrir hópar, dýralæknar þar á meðal, í 25 daga. 14. maí 2015 07:00 Birgðasöfnun vegna verkfalls gæti leitt til gjaldþrots Uppsafnaðar birgðir af svínakjöti og alifuglakjöti vegna verkfalls dýralækna nema mörgum hundruðum tonna. 14. maí 2015 07:00 Þolmörkum náð vegna tekjutaps Bændur í frumframleiðslu hafa mjög takmarkaða möguleika til að bjarga sér segir formaður Samtaka svínabænda um þrönga stöðu þeirra vegna tekjumissis í verkfalli BHM. 14. maí 2015 07:00 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Verkfallsaðgerðir í gangi Í dag hefur hluti félagsmanna BHM verið 38 daga í ótímabundnuverkfalli. 36 daga þeir sem næstlengst hafa verið og nokkrir hópar, dýralæknar þar á meðal, í 25 daga. 14. maí 2015 07:00
Birgðasöfnun vegna verkfalls gæti leitt til gjaldþrots Uppsafnaðar birgðir af svínakjöti og alifuglakjöti vegna verkfalls dýralækna nema mörgum hundruðum tonna. 14. maí 2015 07:00
Þolmörkum náð vegna tekjutaps Bændur í frumframleiðslu hafa mjög takmarkaða möguleika til að bjarga sér segir formaður Samtaka svínabænda um þrönga stöðu þeirra vegna tekjumissis í verkfalli BHM. 14. maí 2015 07:00