María og hennar fólk kom til Vínar í gærkvöldi eftir langt ferðalag en hópurinn þurfti að millilenda í Kaupmannahöfn. Okkar fólk þurfti þó að fara snemma á fætur því þau þurftu að mæta á sína fyrstu æfingu í höllinni fyrir hádegi í dag.

Það er þó ekkert grín að komast inn í höllina í Vín og upp á svið. „Maður þarf að fara í gegnum mjög mikið svona security og alls konar hljóðherbergi til að athuga hvort allt sé í lagi áður en maður fer á sjálft sviðið,“ bætir María við.
Fæturnir á Maríu hafa fengið talsverða athygli en þeir eru gulllitaðir þegar hún stígur á sviðið. „Æji þetta er bara partur af laginu, ég er að labba í gylltum sandi og við viljum að lappirnar séu partur af þessu líka,“ segir María og hlær. Dagurinn í dag er þétt bókaður hjá Maríu og hennar fólki, æfingin tekur sinn tíma og svo eru blaðamannafundir og annað slíkt á dagskránni fram eftir degi.
Hér fyrir neðan er svo myndband frá fyrstu æfingunni og viðbrögðum blaðamanna.
