Innlent

Reykjavíkurborg sektuð vegna sundlauga

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nýi heiti potturinn í Vesturbæjarlaug.
Nýi heiti potturinn í Vesturbæjarlaug.
Neytendastofa hefur í kjölfar eftirlits með verðmerkingum í sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu sektað Reykjavíkurborg vegna ástands verðmerkinga hjá tveimur sundlaugum í Reykjavík.

Eftirlit Neytendastofu fólst í því að skoða allar verðmerkingar í sundlaugunum, þ.e. fyrir gjald í sundlaugina og verðmerkingar á söluvörum. Eftir fyrri heimsókn voru gerðar athugasemdir við verðmerkingar í fimm sundlaugum en þrjár þeirri fóru að fyrirmælum Neytendastofu og höfðu bætt merkingar sínar þegar eftirlitinu var fylgt eftir.

Í Vesturbæjarlaug og Árbæjarlaug vantaði verðmerkingar á söluvörur þegar farið var í seinni heimsókn og því lagði Neytendastofa 100.000 kr. stjórnvaldssekt á Reykjavíkurborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×