Innlent

Innkalla fæðubótarefni

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Yggdrasil hefur ákveðið að innkalla tvö vörunúmer af „Now Ocu Support“ fæðubótarefninu. Ákvörðunin var tekin í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarjarðar- og Kópavogssvæðið. Um er að ræða dósir með 60 hylkjum og 120 hylkjum.

Ástæða innköllunarinnar er að varan inniheldur N-Acetyl Cystein, sem er á lista Lyfjastofnunar yfir lyf með markaðsleyfi á Íslandi. Því er ekki leyfilegt að selja og dreifa því eins og um venjuleg matvæli sé að ræða.

Samkvæmt tilkynningu hafa vörurnar verið fjarlægðar úr hillum verslana en þeir neytendur sem eiga þessa vöru heima hjá sér eru vinsamlegast beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila vörunni í þeirri verslun sem hún var keypt í og fá hana bætta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×