Stærstu flugeldarnir of stórir og hættulegir almenningi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. janúar 2015 19:52 Herða á reglur um flugelda hér á landi en í innanríkisráðuneytinu er unnið að breytingum sem fela í sér að ekki verður hægt að flytja inn jafn kraftmikla flugelda og áður. Töluverð umræða hefur verið eftir áramótin um flugelda og slys tengd þeim. Í kvöldfréttum okkar í gær sögðum við frá þriggja ára stúlku sem slasaðist eftir eftir að hafa fengið flugeld í andlitið á gamlárskvöld þegar flugeldaterta féll á hliðina. Móðir stúlkunnar kallaði eftir því að lög og reglur um flugelda verði endurskoðaðar. Þá sprakk flugeldaterta með miklum látum í miðbæ Reykjavíkur um áramótin. Karlmaður skarst í andliti auk þess sem tjón varð á nærliggjandi húsum og bílum. Flugeldatertan var nokkuð stór eða um 25 kíló. Í helgarblaði Fréttablaðsins er haft eftir Herdísi Storgaard, verkefnastjóra slysavarna hjá Miðstöð um slysavarnir barna, að stærstu flugeldarnir sem seldir séu til almennings hér á landi séu of stórir og hættulegir almenningi. Sú reglugerð sem í gildi sé um flugelda sé úr sér gengin. Þannig eru reglur Evrópusambandsins mun harðari þegar kemur að flugeldum en þær reglur sem gilda hér. Fréttastofa óskaði eftir svari frá innanríkisráðuneytinu um það hvort til standi að breyta reglum um flugelda á Íslandi. Í svari ráðuneytisins kemur fram að það sé í vinnslu. Til standi að leggja fram breytingar og taka upp reglur Evrópusambandsins um skotelda. Það feli í sér að reglur um skotelda verði hertar á Íslandi og þar með dregið úr krafti þeirra flugelda sem leyfðir verða. Tengdar fréttir Nokkuð um að kveikt sé í flugeldum innandyra Lögregla brýnir fyrir fólki að fara varlega með flugelda. 4. janúar 2015 08:59 Flugeldar á Íslandi sprengja ESB-reglur Verkefnisstjóri um slysavarnir barna segir nauðsynlegt að minnka púðurmagn í stærstu flugeldunum. 3. janúar 2015 08:00 Mögnuð flugeldamyndbönd: Reykvíkingar fóru mikinn Landsmenn tóku á móti nýju áru á miðnætti í gær og rétt eins og á árunum áður fóru þó nokkrir flugeldar á loft. 1. janúar 2015 16:42 Slys af völdum flugelda Þrátt fyrir aukna fræðslu og varúðarráðstafanir sýna tölur frá Landspítala að um hver áramót verða slys í tengslum við flugelda. 31. desember 2014 07:00 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Herða á reglur um flugelda hér á landi en í innanríkisráðuneytinu er unnið að breytingum sem fela í sér að ekki verður hægt að flytja inn jafn kraftmikla flugelda og áður. Töluverð umræða hefur verið eftir áramótin um flugelda og slys tengd þeim. Í kvöldfréttum okkar í gær sögðum við frá þriggja ára stúlku sem slasaðist eftir eftir að hafa fengið flugeld í andlitið á gamlárskvöld þegar flugeldaterta féll á hliðina. Móðir stúlkunnar kallaði eftir því að lög og reglur um flugelda verði endurskoðaðar. Þá sprakk flugeldaterta með miklum látum í miðbæ Reykjavíkur um áramótin. Karlmaður skarst í andliti auk þess sem tjón varð á nærliggjandi húsum og bílum. Flugeldatertan var nokkuð stór eða um 25 kíló. Í helgarblaði Fréttablaðsins er haft eftir Herdísi Storgaard, verkefnastjóra slysavarna hjá Miðstöð um slysavarnir barna, að stærstu flugeldarnir sem seldir séu til almennings hér á landi séu of stórir og hættulegir almenningi. Sú reglugerð sem í gildi sé um flugelda sé úr sér gengin. Þannig eru reglur Evrópusambandsins mun harðari þegar kemur að flugeldum en þær reglur sem gilda hér. Fréttastofa óskaði eftir svari frá innanríkisráðuneytinu um það hvort til standi að breyta reglum um flugelda á Íslandi. Í svari ráðuneytisins kemur fram að það sé í vinnslu. Til standi að leggja fram breytingar og taka upp reglur Evrópusambandsins um skotelda. Það feli í sér að reglur um skotelda verði hertar á Íslandi og þar með dregið úr krafti þeirra flugelda sem leyfðir verða.
Tengdar fréttir Nokkuð um að kveikt sé í flugeldum innandyra Lögregla brýnir fyrir fólki að fara varlega með flugelda. 4. janúar 2015 08:59 Flugeldar á Íslandi sprengja ESB-reglur Verkefnisstjóri um slysavarnir barna segir nauðsynlegt að minnka púðurmagn í stærstu flugeldunum. 3. janúar 2015 08:00 Mögnuð flugeldamyndbönd: Reykvíkingar fóru mikinn Landsmenn tóku á móti nýju áru á miðnætti í gær og rétt eins og á árunum áður fóru þó nokkrir flugeldar á loft. 1. janúar 2015 16:42 Slys af völdum flugelda Þrátt fyrir aukna fræðslu og varúðarráðstafanir sýna tölur frá Landspítala að um hver áramót verða slys í tengslum við flugelda. 31. desember 2014 07:00 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Nokkuð um að kveikt sé í flugeldum innandyra Lögregla brýnir fyrir fólki að fara varlega með flugelda. 4. janúar 2015 08:59
Flugeldar á Íslandi sprengja ESB-reglur Verkefnisstjóri um slysavarnir barna segir nauðsynlegt að minnka púðurmagn í stærstu flugeldunum. 3. janúar 2015 08:00
Mögnuð flugeldamyndbönd: Reykvíkingar fóru mikinn Landsmenn tóku á móti nýju áru á miðnætti í gær og rétt eins og á árunum áður fóru þó nokkrir flugeldar á loft. 1. janúar 2015 16:42
Slys af völdum flugelda Þrátt fyrir aukna fræðslu og varúðarráðstafanir sýna tölur frá Landspítala að um hver áramót verða slys í tengslum við flugelda. 31. desember 2014 07:00