Slys af völdum flugelda María Soffía Gottfreðsdóttir skrifar 31. desember 2014 07:00 Þrátt fyrir aukna fræðslu og varúðarráðstafanir sýna tölur frá Landspítala að um hver áramót verða slys í tengslum við flugelda. Á Íslandi eru augnslys ein aðalorsök varanlegrar blindu hjá börnum. Að meðaltali hafa verið um tvö augnslys um hver áramót og geta áverkarnir verið allt frá smávægilegum bruna á augnlokum og yfirborði augans og yfir í alvarlegustu áverka þar sem augað hreinlega springur. Af og til hafa komið miklar slysahrinur þar sem margir einstaklingar hafa slasast. Slys vegna flugelda verða á tímabilinu frá því strax eftir jól og fram í janúar og því segja tölur frá gamlárskvöldi ekki alla söguna. Undanfarin ár hafa orðið slys langt fram í janúar þar sem börn hafa safnað púðurleifum og búið til sprengjur. Í þessum tilfellum hafa börnin hlotið misalvarlega áverka á augu, brennst í andliti, á hálsi og á höndum. Fórnarlömb augnslysa eru oftast drengir eða ungir menn á aldrinum10-20 ára. Samkvæmt íslenskum, sænskum og bandarískum tölum eru hinir slösuðu í yfir 80% tilfella drengir eða ungir menn, enda eru þeir öðrum skotglaðari eins og flestir vita. Aðrir einstaklingar eru vitaskuld einnig í hættu því nokkur hluti þeirra sem slasast af völdum flugelda eru áhorfendur þeirra. Áður fyrr urðu mörg augnslys af blysum og kraftlitlum flugeldum. Sum þessara slysa voru alvarleg en með aukinni notkun hlífðargleraugna hefur þeim fækkað. Hins vegar sýna tölur frá Augndeild Landspítala aukinn fjölda slysa vegna mjög kröftugra flugelda og virðist sem margir átti sig ekki á því hversu öflugir flugeldarnir eru orðnir. Í verstu slysunum vegna mjög kröftugra flugelda hafa hlífðargleraugu ekki mikið að segja og telja margir að takmarka beri aðgang almennings að allra kröftugustu flugeldunum. Víða erlendis gilda mun strangari reglur um meðhöndlun flugelda og eru þá eingöngu fagmenn sem skjóta kröftugum flugeldum. Í þessum löndum eru flugeldaslys mun fátíðari. Augnáverkar af völdum flugelda eru fyrst og fremst afleiðingar höggsins sem verður þegar flugeldur hittir augað auk bruna af völdum blysa. Þvermál flugelda er lítið og því ver augnumgjörðin ekki augað heldur tekur augað sjálft höggið. Eins og áður greindi getur áverkinn verið allt frá vægum bruna á augnlokum og yfirborði augans og til þess að augað hreinlega springur. Slíkir alvarlegir augnáverkar krefjast flókinna og jafnvel endurtekinna skurðaðgerða. Í verstu tilfellum missir fólk augað. Einnig eru síðkomnar afleiðingar, t.d. skýmyndun á augasteini og gláka. Varanleg sjónskerðing vegna þessara slysa er því miður of algeng. Við getum hins vegar gert ýmislegt til að koma í veg fyrir slysin. • Pössum vel upp á börnin og unglingana okkar. Flugeldar eru ekki leikföng. Ábyrgðin er hjá foreldrum. Reynslan sýnir að það er aðallega fólk undir tvítugu sem verður fyrir þessum slysum. • Notum hlífðargleraugu. Allir sem meðhöndla flugelda eða eru áhorfendur ættu að nota hlífðargleraugu. Einnig er mikilvægt að nota hanska til að koma í veg fyrir bruna á höndum. • Lesum leiðbeiningar framleiðenda og fylgjum þeim. Mjög varasamt er að taka flugeldana í sundur og safna púðrinu saman. Margir alvarlegir skaðar hafa hlotist af slíku. • Notum trygga undirstöðu fyrir flugeldana og hafið hugfast að gler-eða málmstandar sem ætlaðir eru til annarra nota, geta sprungið í tætlur. • Bogrum ekki yfir flugeldum þegar þeim er skotið upp. Hafa ber í huga að hiti sjóðandi vatns er 100°C en þegar flugeldum er skotið upp gefa þeir frá sér hita á bilinu 800-1200°C. • Hellið vatni á og hendið flugeldum sem ekki hafa farið í loftið. Slys verða oft með þeim hætti að bograð er yfir flugeldum eða blysi sem ekki hefur skotist upp eða brunnið. • Áfengisneysla og flugeldar fara illa saman. Augnabliks óvarkárni og óvitaskapur getur breytt lífi fólks ævilangt. Það er dapurleg upplifun fyrir foreldra að horfa á barnið sitt missa sjón á auga. Ég hvet alla til þess að fylgjast vel með hvað börnin okkar aðhafast þessa dagana um leið og ég óska öllum landsmönnum gleðiríkra og slysalausra áramóta. Höfundur er augnskurðlæknir á augndeild Landspítala-háskólasjúkrahúsi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun 15. maí 2023 - 75 ár frá upphafi Nakba Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir aukna fræðslu og varúðarráðstafanir sýna tölur frá Landspítala að um hver áramót verða slys í tengslum við flugelda. Á Íslandi eru augnslys ein aðalorsök varanlegrar blindu hjá börnum. Að meðaltali hafa verið um tvö augnslys um hver áramót og geta áverkarnir verið allt frá smávægilegum bruna á augnlokum og yfirborði augans og yfir í alvarlegustu áverka þar sem augað hreinlega springur. Af og til hafa komið miklar slysahrinur þar sem margir einstaklingar hafa slasast. Slys vegna flugelda verða á tímabilinu frá því strax eftir jól og fram í janúar og því segja tölur frá gamlárskvöldi ekki alla söguna. Undanfarin ár hafa orðið slys langt fram í janúar þar sem börn hafa safnað púðurleifum og búið til sprengjur. Í þessum tilfellum hafa börnin hlotið misalvarlega áverka á augu, brennst í andliti, á hálsi og á höndum. Fórnarlömb augnslysa eru oftast drengir eða ungir menn á aldrinum10-20 ára. Samkvæmt íslenskum, sænskum og bandarískum tölum eru hinir slösuðu í yfir 80% tilfella drengir eða ungir menn, enda eru þeir öðrum skotglaðari eins og flestir vita. Aðrir einstaklingar eru vitaskuld einnig í hættu því nokkur hluti þeirra sem slasast af völdum flugelda eru áhorfendur þeirra. Áður fyrr urðu mörg augnslys af blysum og kraftlitlum flugeldum. Sum þessara slysa voru alvarleg en með aukinni notkun hlífðargleraugna hefur þeim fækkað. Hins vegar sýna tölur frá Augndeild Landspítala aukinn fjölda slysa vegna mjög kröftugra flugelda og virðist sem margir átti sig ekki á því hversu öflugir flugeldarnir eru orðnir. Í verstu slysunum vegna mjög kröftugra flugelda hafa hlífðargleraugu ekki mikið að segja og telja margir að takmarka beri aðgang almennings að allra kröftugustu flugeldunum. Víða erlendis gilda mun strangari reglur um meðhöndlun flugelda og eru þá eingöngu fagmenn sem skjóta kröftugum flugeldum. Í þessum löndum eru flugeldaslys mun fátíðari. Augnáverkar af völdum flugelda eru fyrst og fremst afleiðingar höggsins sem verður þegar flugeldur hittir augað auk bruna af völdum blysa. Þvermál flugelda er lítið og því ver augnumgjörðin ekki augað heldur tekur augað sjálft höggið. Eins og áður greindi getur áverkinn verið allt frá vægum bruna á augnlokum og yfirborði augans og til þess að augað hreinlega springur. Slíkir alvarlegir augnáverkar krefjast flókinna og jafnvel endurtekinna skurðaðgerða. Í verstu tilfellum missir fólk augað. Einnig eru síðkomnar afleiðingar, t.d. skýmyndun á augasteini og gláka. Varanleg sjónskerðing vegna þessara slysa er því miður of algeng. Við getum hins vegar gert ýmislegt til að koma í veg fyrir slysin. • Pössum vel upp á börnin og unglingana okkar. Flugeldar eru ekki leikföng. Ábyrgðin er hjá foreldrum. Reynslan sýnir að það er aðallega fólk undir tvítugu sem verður fyrir þessum slysum. • Notum hlífðargleraugu. Allir sem meðhöndla flugelda eða eru áhorfendur ættu að nota hlífðargleraugu. Einnig er mikilvægt að nota hanska til að koma í veg fyrir bruna á höndum. • Lesum leiðbeiningar framleiðenda og fylgjum þeim. Mjög varasamt er að taka flugeldana í sundur og safna púðrinu saman. Margir alvarlegir skaðar hafa hlotist af slíku. • Notum trygga undirstöðu fyrir flugeldana og hafið hugfast að gler-eða málmstandar sem ætlaðir eru til annarra nota, geta sprungið í tætlur. • Bogrum ekki yfir flugeldum þegar þeim er skotið upp. Hafa ber í huga að hiti sjóðandi vatns er 100°C en þegar flugeldum er skotið upp gefa þeir frá sér hita á bilinu 800-1200°C. • Hellið vatni á og hendið flugeldum sem ekki hafa farið í loftið. Slys verða oft með þeim hætti að bograð er yfir flugeldum eða blysi sem ekki hefur skotist upp eða brunnið. • Áfengisneysla og flugeldar fara illa saman. Augnabliks óvarkárni og óvitaskapur getur breytt lífi fólks ævilangt. Það er dapurleg upplifun fyrir foreldra að horfa á barnið sitt missa sjón á auga. Ég hvet alla til þess að fylgjast vel með hvað börnin okkar aðhafast þessa dagana um leið og ég óska öllum landsmönnum gleðiríkra og slysalausra áramóta. Höfundur er augnskurðlæknir á augndeild Landspítala-háskólasjúkrahúsi
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun