Hólmar: Tekur á sálina að vera alltaf í botnbaráttu Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. október 2015 15:00 Hólmar Örn á æfingunni fyrr í dag. Vísir/Vilhelm „Tilfinningin er frábær, maður er búinn að stefna að þessu lengi og það er frábært að vera kominn aftur inn í hópinn,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson, leikmaður íslenska landsliðsins og Rosenborg, á landsliðsæfingu í dag. „Þetta tímabil er búið að ganga hrikalega vel hjá okkur í Rosenborg og mér hefur sennilega aldrei liðið jafn vel sem atvinnumaður svo ég kem inn í þetta fullur sjálfstrausts.“ Ísland hefur þegar tryggt sér sæti á EM en framundan eru tveir leikir gegn Lettlandi og Tyrklandi. Þrátt fyrir það eru allir leikmenn liðsins einbeittir á að ná sex stigum.Hólmar í æfingarleik gegn Belgíu.Vísir/getty„Þetta eru mikilvægir leikir upp á styrkleikaflokkana fyrir næsta sumar og við ætlum okkur að taka sex stig úr þessum leikjum. Við viljum vera eins ofarlega og hægt er þegar dregið verður í riðlana í von um að fá kannski auðveldari andstæðinga næsta sumar.“ Hólmar vonast til þess að fá einhver tækifæri í leikjunum en hann hefur leikið einn leik fyrir íslenska landsliðið. „Ég vonast til þess að fá tækifæri til að sýna mig og sanna en þeir eru ekkert að fara út í einhverja tilraunastarfsemi. Þeir munu væntanlega spila á svipuðu liði en vonandi fær maður tækifæri.“Hólmar Örn í æfingarleik gegn Dortmund er hann var í herbúðum Bochum.Vísir/GettyTekur á sálina að vera í fallbaráttu Hólmar Örn er á sínu öðru tímabili í herbúðum Rosenborg en hann gekk til liðs við norska félagið frá þýska félaginu Bochum. „Þetta er þvílíkur munur, þetta er í fyrsta sinn á ferlinum sem ég er að berjast um titla. Ég hef verið mikið í fallbaráttu og það tekur á sálina en pressan hjá Rosenborg er önnur og betri. Það er ætlast til að maður vinni alla leiki og það smitast út í alla í liðinu. Það eru allir að stefna að því sama er hrikalega gaman að taka þátt í þessu.“ Hólmar sagði að dvölin í Noregi hefði gengið betur en hann hefði þorað að vona. „Þegar ég kem til Noregs í fyrra er félagið í 5. sæti á miklu vonbrigða tímabili en við náðum að vinna 10 af 11 síðustu leikjunum og náðum Evrópusæti. Við það kom mikil eftirvænting fyrir næsta tímabili sem við byrjuðum mjög vel og hefur gengið vel. Við erum í toppsætinu, í úrslitum bikarsins og í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem er betra en ég þorði að vona.“Hólmar og félagar í Rosenborg mættu KR í sumar.Vísir/ValliEnga trú á öðru en að við klárum þetta Rosenborg getur tryggt titilinn í næstu umferð fari svo að Stabæk tapi á sama tíma og Rosenborg vinnur en Rosenborg þarf aðeins 5 stig úr síðustu 4 leikjunum. „Við þurfum að tapa þremur leikjum af fjórum til þess að tapa þessu. Það er ekki annað hægt að segja en að þetta sé notaleg staða og ég hef enga trú á öðru en að við klárum þetta.“ Matthías Vilhjálmsson hefur komið af krafti inn í lið Rosenborg eftir að hafa gengið til liðs við félagið frá Start. „Hann hefur verið óheppinn að þurfa mikið að spila út úr stöðu en hann hefur leyst það vel. Hann hefur verið fremstur, á miðjunni og í hafsentinum með mér og hann hefur leyst það vel. Hann verður lykilmaður í Rosenborg á næstu árum,“ sagði Hólmar sem segir Matthías stefna á landsliðið. „Hann vill vera hérna, það er ekkert leyndarmál en hann var ánægður fyrir mína hönd og ætlar að koma sér inn í þetta seinna,“ sagði Hólmar. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Sjá meira
„Tilfinningin er frábær, maður er búinn að stefna að þessu lengi og það er frábært að vera kominn aftur inn í hópinn,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson, leikmaður íslenska landsliðsins og Rosenborg, á landsliðsæfingu í dag. „Þetta tímabil er búið að ganga hrikalega vel hjá okkur í Rosenborg og mér hefur sennilega aldrei liðið jafn vel sem atvinnumaður svo ég kem inn í þetta fullur sjálfstrausts.“ Ísland hefur þegar tryggt sér sæti á EM en framundan eru tveir leikir gegn Lettlandi og Tyrklandi. Þrátt fyrir það eru allir leikmenn liðsins einbeittir á að ná sex stigum.Hólmar í æfingarleik gegn Belgíu.Vísir/getty„Þetta eru mikilvægir leikir upp á styrkleikaflokkana fyrir næsta sumar og við ætlum okkur að taka sex stig úr þessum leikjum. Við viljum vera eins ofarlega og hægt er þegar dregið verður í riðlana í von um að fá kannski auðveldari andstæðinga næsta sumar.“ Hólmar vonast til þess að fá einhver tækifæri í leikjunum en hann hefur leikið einn leik fyrir íslenska landsliðið. „Ég vonast til þess að fá tækifæri til að sýna mig og sanna en þeir eru ekkert að fara út í einhverja tilraunastarfsemi. Þeir munu væntanlega spila á svipuðu liði en vonandi fær maður tækifæri.“Hólmar Örn í æfingarleik gegn Dortmund er hann var í herbúðum Bochum.Vísir/GettyTekur á sálina að vera í fallbaráttu Hólmar Örn er á sínu öðru tímabili í herbúðum Rosenborg en hann gekk til liðs við norska félagið frá þýska félaginu Bochum. „Þetta er þvílíkur munur, þetta er í fyrsta sinn á ferlinum sem ég er að berjast um titla. Ég hef verið mikið í fallbaráttu og það tekur á sálina en pressan hjá Rosenborg er önnur og betri. Það er ætlast til að maður vinni alla leiki og það smitast út í alla í liðinu. Það eru allir að stefna að því sama er hrikalega gaman að taka þátt í þessu.“ Hólmar sagði að dvölin í Noregi hefði gengið betur en hann hefði þorað að vona. „Þegar ég kem til Noregs í fyrra er félagið í 5. sæti á miklu vonbrigða tímabili en við náðum að vinna 10 af 11 síðustu leikjunum og náðum Evrópusæti. Við það kom mikil eftirvænting fyrir næsta tímabili sem við byrjuðum mjög vel og hefur gengið vel. Við erum í toppsætinu, í úrslitum bikarsins og í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem er betra en ég þorði að vona.“Hólmar og félagar í Rosenborg mættu KR í sumar.Vísir/ValliEnga trú á öðru en að við klárum þetta Rosenborg getur tryggt titilinn í næstu umferð fari svo að Stabæk tapi á sama tíma og Rosenborg vinnur en Rosenborg þarf aðeins 5 stig úr síðustu 4 leikjunum. „Við þurfum að tapa þremur leikjum af fjórum til þess að tapa þessu. Það er ekki annað hægt að segja en að þetta sé notaleg staða og ég hef enga trú á öðru en að við klárum þetta.“ Matthías Vilhjálmsson hefur komið af krafti inn í lið Rosenborg eftir að hafa gengið til liðs við félagið frá Start. „Hann hefur verið óheppinn að þurfa mikið að spila út úr stöðu en hann hefur leyst það vel. Hann hefur verið fremstur, á miðjunni og í hafsentinum með mér og hann hefur leyst það vel. Hann verður lykilmaður í Rosenborg á næstu árum,“ sagði Hólmar sem segir Matthías stefna á landsliðið. „Hann vill vera hérna, það er ekkert leyndarmál en hann var ánægður fyrir mína hönd og ætlar að koma sér inn í þetta seinna,“ sagði Hólmar.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Sjá meira