Hæfnispróf tekin upp í framhaldsskólum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 17. september 2015 07:00 Nemendur að hefja samræmd próf í Hlíðaskóla. Á skólaárinu verður viðamikil breyting á mælingu á frammistöðu þeirra. vísir/gva Menntamálastofnun stefnir að því að bjóða nýtt hæfnipróf næsta vor þannig að þeir framhaldsskólar sem það kjósa geti notað það við inntöku. Þetta staðfestir Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar. Þá verða lokaeinkunnir í grunnskólum gefnar í bókstöfum næsta vor og Menntamálastofnun er þessa dagana að þróa rafrænt prófskírteini fyrir lok grunnskóla fyrir tíu greinasvið þeirra. Þar verður stigagjöf tengd bókstafaeinkunnum þannig að hægt er að draga saman einkunnir á tölulegu formi. Þessi rafrænu prófskírteini eiga að veita fyllri upplýsingar um námsstöðu nemenda. Framhaldsskólum verður ekki heimilt að nýta niðurstöður samræmdra prófa vegna innritunar næsta vor. Þau verða hins vegar áfram haldin. Menntamálastofnun mun skoða samhengi skólaeinkunna og samræmduprófseinkunna bæði aftur í tímann og í tengslum við skólaeinkunnir næsta vor og kanna hvort mikil frávik séu í einkunnagjöf skóla.Arnór Guðmundsson forstjóri Menntamálastofnunar„Vegna þeirra breytinga sem eru að verða á námsmati með aukinni áherslu á hæfni frekar en bóklega þekkingu og upptöku einkunna í bókstöfum hefur Menntamálastofnun verið falið að skoða leiðir til að nemendur njóti jafnræðis þegar þeir sækja um í framhaldsskólum og að skólar fái viðeigandi stuðning varðandi einkunnagjöf og meðferð einkunna,“ segir Arnór. Ekki hefur verið endanlega ákveðið hvernig fyrirkomulag hæfniprófa verður en þau verða unnin og þeim stýrt af hálfu Menntamálastofnunar. „Framhaldsskólar geta ákveðið fyrirkomulag sinnar inntöku og hvort þeir styðjist við hæfnipróf eða ekki en þau eru ekki hugsuð sem inntökupróf. Allir nemendur eiga rétt á framhaldsskólavist hver svo sem niðurstaða þeirra verður á hæfniprófi.“ Arnór viðurkennir að breytingarnar séu umfangsmiklar og nú standa yfir viðræður við skólastjóra grunnskóla og framhaldsskóla. „Allt á þetta að stuðla að því að framhaldsskólar fái fyllri upplýsingar vegna innritunar og auðvelda þeim og grunnskólum að takast á við breytingar vegna nýrra bókastafaeinkunna.“ Tengdar fréttir Vill fá samræmd próf aftur Meðaleinkunn nemenda sem útskrifast úr grunnskólum landsins hefur hækkað ört frá því samræmd próf voru aflögð árið 2008. Skólameistari segir einkunnaverðbólgu eiga sér stað. Hann vill sjá samræmd próf á nýjan leik. 17. júní 2015 06:00 Einkunnaverðbólga á Íslandi? Verzló hafnaði 60 nemendum með níu eða yfir í meðaleinkunn Einkunnir nýnema við framhaldsskóla hafa snarhækkað frá því að samræmd próf voru aflögð. 16. júní 2015 19:45 Ekki verið rætt að taka aftur upp samræmd próf Einkunnir þeirra sem sótt hafa um skólavist í Verslunarskólanum hafa hækkað töluvert frá því að samræmd próf að vori voru afnumin árið 2008 og velta skólastjórnendur þar fyrir sér hvort verið sé að leggja réttan mælikvarða á hæfni nemenda við lok grunnskólans. Formaður skólamálanefndar segir ekki hafa komið til umræðu að breyta fyrirkomulaginu eins og það er. 17. júní 2015 18:48 Íhuga inntökupróf í Verzló strax næsta vor Skólameistari Verzlunarskólans segir nýtt einkunnakerfi sem tók við af samræmdum prófum hafa reynst illa og að alvarlega sé íhugað að taka upp inntökupróf strax næsta vor. 18. júní 2015 20:15 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir „Loforð er loforð og við vonum að þær standi við það“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Sjá meira
Menntamálastofnun stefnir að því að bjóða nýtt hæfnipróf næsta vor þannig að þeir framhaldsskólar sem það kjósa geti notað það við inntöku. Þetta staðfestir Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar. Þá verða lokaeinkunnir í grunnskólum gefnar í bókstöfum næsta vor og Menntamálastofnun er þessa dagana að þróa rafrænt prófskírteini fyrir lok grunnskóla fyrir tíu greinasvið þeirra. Þar verður stigagjöf tengd bókstafaeinkunnum þannig að hægt er að draga saman einkunnir á tölulegu formi. Þessi rafrænu prófskírteini eiga að veita fyllri upplýsingar um námsstöðu nemenda. Framhaldsskólum verður ekki heimilt að nýta niðurstöður samræmdra prófa vegna innritunar næsta vor. Þau verða hins vegar áfram haldin. Menntamálastofnun mun skoða samhengi skólaeinkunna og samræmduprófseinkunna bæði aftur í tímann og í tengslum við skólaeinkunnir næsta vor og kanna hvort mikil frávik séu í einkunnagjöf skóla.Arnór Guðmundsson forstjóri Menntamálastofnunar„Vegna þeirra breytinga sem eru að verða á námsmati með aukinni áherslu á hæfni frekar en bóklega þekkingu og upptöku einkunna í bókstöfum hefur Menntamálastofnun verið falið að skoða leiðir til að nemendur njóti jafnræðis þegar þeir sækja um í framhaldsskólum og að skólar fái viðeigandi stuðning varðandi einkunnagjöf og meðferð einkunna,“ segir Arnór. Ekki hefur verið endanlega ákveðið hvernig fyrirkomulag hæfniprófa verður en þau verða unnin og þeim stýrt af hálfu Menntamálastofnunar. „Framhaldsskólar geta ákveðið fyrirkomulag sinnar inntöku og hvort þeir styðjist við hæfnipróf eða ekki en þau eru ekki hugsuð sem inntökupróf. Allir nemendur eiga rétt á framhaldsskólavist hver svo sem niðurstaða þeirra verður á hæfniprófi.“ Arnór viðurkennir að breytingarnar séu umfangsmiklar og nú standa yfir viðræður við skólastjóra grunnskóla og framhaldsskóla. „Allt á þetta að stuðla að því að framhaldsskólar fái fyllri upplýsingar vegna innritunar og auðvelda þeim og grunnskólum að takast á við breytingar vegna nýrra bókastafaeinkunna.“
Tengdar fréttir Vill fá samræmd próf aftur Meðaleinkunn nemenda sem útskrifast úr grunnskólum landsins hefur hækkað ört frá því samræmd próf voru aflögð árið 2008. Skólameistari segir einkunnaverðbólgu eiga sér stað. Hann vill sjá samræmd próf á nýjan leik. 17. júní 2015 06:00 Einkunnaverðbólga á Íslandi? Verzló hafnaði 60 nemendum með níu eða yfir í meðaleinkunn Einkunnir nýnema við framhaldsskóla hafa snarhækkað frá því að samræmd próf voru aflögð. 16. júní 2015 19:45 Ekki verið rætt að taka aftur upp samræmd próf Einkunnir þeirra sem sótt hafa um skólavist í Verslunarskólanum hafa hækkað töluvert frá því að samræmd próf að vori voru afnumin árið 2008 og velta skólastjórnendur þar fyrir sér hvort verið sé að leggja réttan mælikvarða á hæfni nemenda við lok grunnskólans. Formaður skólamálanefndar segir ekki hafa komið til umræðu að breyta fyrirkomulaginu eins og það er. 17. júní 2015 18:48 Íhuga inntökupróf í Verzló strax næsta vor Skólameistari Verzlunarskólans segir nýtt einkunnakerfi sem tók við af samræmdum prófum hafa reynst illa og að alvarlega sé íhugað að taka upp inntökupróf strax næsta vor. 18. júní 2015 20:15 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir „Loforð er loforð og við vonum að þær standi við það“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Sjá meira
Vill fá samræmd próf aftur Meðaleinkunn nemenda sem útskrifast úr grunnskólum landsins hefur hækkað ört frá því samræmd próf voru aflögð árið 2008. Skólameistari segir einkunnaverðbólgu eiga sér stað. Hann vill sjá samræmd próf á nýjan leik. 17. júní 2015 06:00
Einkunnaverðbólga á Íslandi? Verzló hafnaði 60 nemendum með níu eða yfir í meðaleinkunn Einkunnir nýnema við framhaldsskóla hafa snarhækkað frá því að samræmd próf voru aflögð. 16. júní 2015 19:45
Ekki verið rætt að taka aftur upp samræmd próf Einkunnir þeirra sem sótt hafa um skólavist í Verslunarskólanum hafa hækkað töluvert frá því að samræmd próf að vori voru afnumin árið 2008 og velta skólastjórnendur þar fyrir sér hvort verið sé að leggja réttan mælikvarða á hæfni nemenda við lok grunnskólans. Formaður skólamálanefndar segir ekki hafa komið til umræðu að breyta fyrirkomulaginu eins og það er. 17. júní 2015 18:48
Íhuga inntökupróf í Verzló strax næsta vor Skólameistari Verzlunarskólans segir nýtt einkunnakerfi sem tók við af samræmdum prófum hafa reynst illa og að alvarlega sé íhugað að taka upp inntökupróf strax næsta vor. 18. júní 2015 20:15