Hæfnispróf tekin upp í framhaldsskólum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 17. september 2015 07:00 Nemendur að hefja samræmd próf í Hlíðaskóla. Á skólaárinu verður viðamikil breyting á mælingu á frammistöðu þeirra. vísir/gva Menntamálastofnun stefnir að því að bjóða nýtt hæfnipróf næsta vor þannig að þeir framhaldsskólar sem það kjósa geti notað það við inntöku. Þetta staðfestir Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar. Þá verða lokaeinkunnir í grunnskólum gefnar í bókstöfum næsta vor og Menntamálastofnun er þessa dagana að þróa rafrænt prófskírteini fyrir lok grunnskóla fyrir tíu greinasvið þeirra. Þar verður stigagjöf tengd bókstafaeinkunnum þannig að hægt er að draga saman einkunnir á tölulegu formi. Þessi rafrænu prófskírteini eiga að veita fyllri upplýsingar um námsstöðu nemenda. Framhaldsskólum verður ekki heimilt að nýta niðurstöður samræmdra prófa vegna innritunar næsta vor. Þau verða hins vegar áfram haldin. Menntamálastofnun mun skoða samhengi skólaeinkunna og samræmduprófseinkunna bæði aftur í tímann og í tengslum við skólaeinkunnir næsta vor og kanna hvort mikil frávik séu í einkunnagjöf skóla.Arnór Guðmundsson forstjóri Menntamálastofnunar„Vegna þeirra breytinga sem eru að verða á námsmati með aukinni áherslu á hæfni frekar en bóklega þekkingu og upptöku einkunna í bókstöfum hefur Menntamálastofnun verið falið að skoða leiðir til að nemendur njóti jafnræðis þegar þeir sækja um í framhaldsskólum og að skólar fái viðeigandi stuðning varðandi einkunnagjöf og meðferð einkunna,“ segir Arnór. Ekki hefur verið endanlega ákveðið hvernig fyrirkomulag hæfniprófa verður en þau verða unnin og þeim stýrt af hálfu Menntamálastofnunar. „Framhaldsskólar geta ákveðið fyrirkomulag sinnar inntöku og hvort þeir styðjist við hæfnipróf eða ekki en þau eru ekki hugsuð sem inntökupróf. Allir nemendur eiga rétt á framhaldsskólavist hver svo sem niðurstaða þeirra verður á hæfniprófi.“ Arnór viðurkennir að breytingarnar séu umfangsmiklar og nú standa yfir viðræður við skólastjóra grunnskóla og framhaldsskóla. „Allt á þetta að stuðla að því að framhaldsskólar fái fyllri upplýsingar vegna innritunar og auðvelda þeim og grunnskólum að takast á við breytingar vegna nýrra bókastafaeinkunna.“ Tengdar fréttir Vill fá samræmd próf aftur Meðaleinkunn nemenda sem útskrifast úr grunnskólum landsins hefur hækkað ört frá því samræmd próf voru aflögð árið 2008. Skólameistari segir einkunnaverðbólgu eiga sér stað. Hann vill sjá samræmd próf á nýjan leik. 17. júní 2015 06:00 Einkunnaverðbólga á Íslandi? Verzló hafnaði 60 nemendum með níu eða yfir í meðaleinkunn Einkunnir nýnema við framhaldsskóla hafa snarhækkað frá því að samræmd próf voru aflögð. 16. júní 2015 19:45 Ekki verið rætt að taka aftur upp samræmd próf Einkunnir þeirra sem sótt hafa um skólavist í Verslunarskólanum hafa hækkað töluvert frá því að samræmd próf að vori voru afnumin árið 2008 og velta skólastjórnendur þar fyrir sér hvort verið sé að leggja réttan mælikvarða á hæfni nemenda við lok grunnskólans. Formaður skólamálanefndar segir ekki hafa komið til umræðu að breyta fyrirkomulaginu eins og það er. 17. júní 2015 18:48 Íhuga inntökupróf í Verzló strax næsta vor Skólameistari Verzlunarskólans segir nýtt einkunnakerfi sem tók við af samræmdum prófum hafa reynst illa og að alvarlega sé íhugað að taka upp inntökupróf strax næsta vor. 18. júní 2015 20:15 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Menntamálastofnun stefnir að því að bjóða nýtt hæfnipróf næsta vor þannig að þeir framhaldsskólar sem það kjósa geti notað það við inntöku. Þetta staðfestir Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar. Þá verða lokaeinkunnir í grunnskólum gefnar í bókstöfum næsta vor og Menntamálastofnun er þessa dagana að þróa rafrænt prófskírteini fyrir lok grunnskóla fyrir tíu greinasvið þeirra. Þar verður stigagjöf tengd bókstafaeinkunnum þannig að hægt er að draga saman einkunnir á tölulegu formi. Þessi rafrænu prófskírteini eiga að veita fyllri upplýsingar um námsstöðu nemenda. Framhaldsskólum verður ekki heimilt að nýta niðurstöður samræmdra prófa vegna innritunar næsta vor. Þau verða hins vegar áfram haldin. Menntamálastofnun mun skoða samhengi skólaeinkunna og samræmduprófseinkunna bæði aftur í tímann og í tengslum við skólaeinkunnir næsta vor og kanna hvort mikil frávik séu í einkunnagjöf skóla.Arnór Guðmundsson forstjóri Menntamálastofnunar„Vegna þeirra breytinga sem eru að verða á námsmati með aukinni áherslu á hæfni frekar en bóklega þekkingu og upptöku einkunna í bókstöfum hefur Menntamálastofnun verið falið að skoða leiðir til að nemendur njóti jafnræðis þegar þeir sækja um í framhaldsskólum og að skólar fái viðeigandi stuðning varðandi einkunnagjöf og meðferð einkunna,“ segir Arnór. Ekki hefur verið endanlega ákveðið hvernig fyrirkomulag hæfniprófa verður en þau verða unnin og þeim stýrt af hálfu Menntamálastofnunar. „Framhaldsskólar geta ákveðið fyrirkomulag sinnar inntöku og hvort þeir styðjist við hæfnipróf eða ekki en þau eru ekki hugsuð sem inntökupróf. Allir nemendur eiga rétt á framhaldsskólavist hver svo sem niðurstaða þeirra verður á hæfniprófi.“ Arnór viðurkennir að breytingarnar séu umfangsmiklar og nú standa yfir viðræður við skólastjóra grunnskóla og framhaldsskóla. „Allt á þetta að stuðla að því að framhaldsskólar fái fyllri upplýsingar vegna innritunar og auðvelda þeim og grunnskólum að takast á við breytingar vegna nýrra bókastafaeinkunna.“
Tengdar fréttir Vill fá samræmd próf aftur Meðaleinkunn nemenda sem útskrifast úr grunnskólum landsins hefur hækkað ört frá því samræmd próf voru aflögð árið 2008. Skólameistari segir einkunnaverðbólgu eiga sér stað. Hann vill sjá samræmd próf á nýjan leik. 17. júní 2015 06:00 Einkunnaverðbólga á Íslandi? Verzló hafnaði 60 nemendum með níu eða yfir í meðaleinkunn Einkunnir nýnema við framhaldsskóla hafa snarhækkað frá því að samræmd próf voru aflögð. 16. júní 2015 19:45 Ekki verið rætt að taka aftur upp samræmd próf Einkunnir þeirra sem sótt hafa um skólavist í Verslunarskólanum hafa hækkað töluvert frá því að samræmd próf að vori voru afnumin árið 2008 og velta skólastjórnendur þar fyrir sér hvort verið sé að leggja réttan mælikvarða á hæfni nemenda við lok grunnskólans. Formaður skólamálanefndar segir ekki hafa komið til umræðu að breyta fyrirkomulaginu eins og það er. 17. júní 2015 18:48 Íhuga inntökupróf í Verzló strax næsta vor Skólameistari Verzlunarskólans segir nýtt einkunnakerfi sem tók við af samræmdum prófum hafa reynst illa og að alvarlega sé íhugað að taka upp inntökupróf strax næsta vor. 18. júní 2015 20:15 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Vill fá samræmd próf aftur Meðaleinkunn nemenda sem útskrifast úr grunnskólum landsins hefur hækkað ört frá því samræmd próf voru aflögð árið 2008. Skólameistari segir einkunnaverðbólgu eiga sér stað. Hann vill sjá samræmd próf á nýjan leik. 17. júní 2015 06:00
Einkunnaverðbólga á Íslandi? Verzló hafnaði 60 nemendum með níu eða yfir í meðaleinkunn Einkunnir nýnema við framhaldsskóla hafa snarhækkað frá því að samræmd próf voru aflögð. 16. júní 2015 19:45
Ekki verið rætt að taka aftur upp samræmd próf Einkunnir þeirra sem sótt hafa um skólavist í Verslunarskólanum hafa hækkað töluvert frá því að samræmd próf að vori voru afnumin árið 2008 og velta skólastjórnendur þar fyrir sér hvort verið sé að leggja réttan mælikvarða á hæfni nemenda við lok grunnskólans. Formaður skólamálanefndar segir ekki hafa komið til umræðu að breyta fyrirkomulaginu eins og það er. 17. júní 2015 18:48
Íhuga inntökupróf í Verzló strax næsta vor Skólameistari Verzlunarskólans segir nýtt einkunnakerfi sem tók við af samræmdum prófum hafa reynst illa og að alvarlega sé íhugað að taka upp inntökupróf strax næsta vor. 18. júní 2015 20:15