Biskupar segja að okkur beri að taka með kærleika á móti flóttafólki í neyð Atli Ísleifsson skrifar 17. september 2015 16:33 Agnes M. Sigurðardóttir biskup. Vísir/GVA Biskupar Þjóðkirkjunnar hvetja allt kirkjufólk til að bregðast fljótt og af hlýju við þeim mikla vanda er við blasir varðandi flótta fólks frá heimalandi sínu. „Okkur ber að taka með kærleika á móti flóttafólki í neyð þeirra, hver svo sem staða þeirra er, aldur kyn eða trú. Þau eru að kristnum skilningi okkar eigin systkin; öll elskuð af Guði sem skapaði þau eins og hann skapaði okkur, segir í sameiginlegri tilkynningu frá þeim Agnesi M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, Kristjáni Vali Ingólfssyni, vígslubiskup í Skálholti, og Solveigu Láru Guðmundsdóttur, vígslubiskup á Hólum. „Hin kristna köllun gagnvart náunga okkar birtist í orðum Jesú þar sem hann segir: “Því að hungraður var ég og þið gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þið gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þið hýstuð mig, nakinn og þið klædduð mig, sjúkur var ég og þið vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þið komuð til mín. Allt sem þið gerið einum minna minnstu bræðra og systra það gerið þið mér.” (Matt. 25. 35-36, 40b) Móðir Teresa hafði þessi orð í huga þegar hún gekk um á milli hinna fátæku í Kalkútta. Hún sá ásjónu Jesú í andlitum hinna stéttlausu sem lágu í göturæsinu. Sem aldrei fyrr beinast þessi orð beinlínis að okkur. Tugþúsundir eru á flótta og í leit að nýjum heimkynnum. Það er þakkar - og gleðiefni að meiri hluti þjóðarinnar vill bregðast vel við og taka vel á móti þeim sem hingað leita. Okkur ber að taka með kærleika á móti flóttafólki í neyð þeirra, hver svo sem staða þeirra er, aldur kyn eða trú. Þau eru að kristnum skilningi okkar eigin systkin; öll elskuð af Guði sem skapaði þau eins og hann skapaði okkur. Því viljum við hvetja söfnuði landsins til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma flóttafólki til hjálpar eftir þeim mætti sem þeir ráða við, hver á sínum stað. Söfnuðir eru hvattir til að vinna með sveitastjórnum sínum, og hjálparsamtökum sem skipuleggja móttöku flóttafólksins, en einnig að taka frumkvæði í að styðja einstaklinga, börn og aldraða sem orðið hafa fyrir ólýsanlegum hremmingum. Sýnum kærleikann í verki og verum öll með í þessari stóru köllun samtímans,“ segir í tilkynningunni. Flóttamenn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Sjá meira
Biskupar Þjóðkirkjunnar hvetja allt kirkjufólk til að bregðast fljótt og af hlýju við þeim mikla vanda er við blasir varðandi flótta fólks frá heimalandi sínu. „Okkur ber að taka með kærleika á móti flóttafólki í neyð þeirra, hver svo sem staða þeirra er, aldur kyn eða trú. Þau eru að kristnum skilningi okkar eigin systkin; öll elskuð af Guði sem skapaði þau eins og hann skapaði okkur, segir í sameiginlegri tilkynningu frá þeim Agnesi M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, Kristjáni Vali Ingólfssyni, vígslubiskup í Skálholti, og Solveigu Láru Guðmundsdóttur, vígslubiskup á Hólum. „Hin kristna köllun gagnvart náunga okkar birtist í orðum Jesú þar sem hann segir: “Því að hungraður var ég og þið gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þið gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þið hýstuð mig, nakinn og þið klædduð mig, sjúkur var ég og þið vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þið komuð til mín. Allt sem þið gerið einum minna minnstu bræðra og systra það gerið þið mér.” (Matt. 25. 35-36, 40b) Móðir Teresa hafði þessi orð í huga þegar hún gekk um á milli hinna fátæku í Kalkútta. Hún sá ásjónu Jesú í andlitum hinna stéttlausu sem lágu í göturæsinu. Sem aldrei fyrr beinast þessi orð beinlínis að okkur. Tugþúsundir eru á flótta og í leit að nýjum heimkynnum. Það er þakkar - og gleðiefni að meiri hluti þjóðarinnar vill bregðast vel við og taka vel á móti þeim sem hingað leita. Okkur ber að taka með kærleika á móti flóttafólki í neyð þeirra, hver svo sem staða þeirra er, aldur kyn eða trú. Þau eru að kristnum skilningi okkar eigin systkin; öll elskuð af Guði sem skapaði þau eins og hann skapaði okkur. Því viljum við hvetja söfnuði landsins til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma flóttafólki til hjálpar eftir þeim mætti sem þeir ráða við, hver á sínum stað. Söfnuðir eru hvattir til að vinna með sveitastjórnum sínum, og hjálparsamtökum sem skipuleggja móttöku flóttafólksins, en einnig að taka frumkvæði í að styðja einstaklinga, börn og aldraða sem orðið hafa fyrir ólýsanlegum hremmingum. Sýnum kærleikann í verki og verum öll með í þessari stóru köllun samtímans,“ segir í tilkynningunni.
Flóttamenn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Sjá meira