„Erfitt að skynja ekki þöggunarmynstur í tengslum við þjóðhátíð“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júlí 2015 22:52 #Þöggunar-myndirnar hafa vart farið fram hjá íslenskum Facebook-notendum. vísir „Tilmæli um að upplýsa ekki um kynferðisbrot, jafnvel þótt eftir verði spurt, virðast í raun tilraun til að breiða yfir þá staðreynd að á Þjóðhátíð er kynferðisofbeldi viðvarandi vandamál og að hátíðarstjórnendur hafa aldrei gert nóg, né virst hafa áhuga á að gera nóg, til að vernda gesti sína gegn ofbeldismönnum.” Þetta segja aðstandendur feminíska vefritsins Knúz ásamt meðlimum hópsins Aktivismi gegn nauðgunarmenningu í harðorðri yfirlýsingu sem birtist í kvöld á heimasíðu fyrrnefnds vefrits.Tilefnið er fréttaflutningur Vísis af bréfi Páleyjar Borgþórsdóttur til viðbragðsaðila á Þjóðhátíð þar sem hún beindi þeim tilmælum til þeirra um að halda að sér upplýsingum um kynferðisbrot sem hugsanlega verði framin yfir hátíðina frá fjölmiðlum. Þetta sagði lögreglustjórinn vera á þeim fosendum að það sé „þungbært fyrir aðila kynferðisbrots að málið sé á forsíðum blaðanna“.Sjá einnig: Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Þetta telja bréfritararnir vera „undarlega stjórnsýsluákvörðun“ í ljósi umræðu síðustu mánaða. „Þolendur hafa rofið þögnina undir myllumerkjunum #þöggun og #konurtala og sagt frá kynferðisofbeldi sem samfélagið hefur ítrekað þaggað niður og reynt að hunsa,” segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að þessi röksemdafærsla lögreglustjórans verði að „teljast veik“ í ljósi þess að þarna virðist „enn eiga að reyna að sópa kynferðisofbeldi, umfangi þess og afleiðingum, undir teppið,“ eins og komist er að orði. Þá segja þeir sem undirrita yfirlýsinguna að það sé erfitt að „erfitt að skynja ekki þöggunarmynstur í tengslum við Þjóðhátíð, sérstaklega eftir að stjórn hátíðarinnar lýsti því yfir fyrir nokkrum árum að starfsemi Stígamóta væru ekki lengur velkomin.”Sjá einnig: Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Knúz og Aktivismi gegn nauðgunarmenningu krefst þess að lögreglan í Vestmannaeyjum og viðbragðsaðilar á Þjóðhátíð þaggi ekki niður umræðu um kynferðisofbeldi sem og að sagt verði satt og rétt frá ef kynferðisbrotamál koma upp um helgina. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa með því að smella hér en þar er meðal annars vísað til orða rithöfundarins Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur, sem lesa má hér að neðan. Hér eru skýlausir þöggunartilburðir settir fram með þeim rökum að það sé þolendum fyrir bestu, annað sé svo 'íþyngjandi“...Posted by Þórdís Elva Þorvaldsdóttir on Wednesday, 29 July 2015 Tengdar fréttir Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Ráðgjafi hjá Stígamótum spyr hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir þau þess virði að þagga niður. Þolendur séu einnig að öðrum brotum sem kunna koma upp á útihátíðum. 29. júlí 2015 18:13 Telur bréfið í takt við kröfu Druslugöngunnar Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir það að kynferðisbrotamál fari í fjölmiðla eigi ekkert skylt við það hvernig tekið er á þeim innan kerfisins. 29. júlí 2015 20:00 Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
„Tilmæli um að upplýsa ekki um kynferðisbrot, jafnvel þótt eftir verði spurt, virðast í raun tilraun til að breiða yfir þá staðreynd að á Þjóðhátíð er kynferðisofbeldi viðvarandi vandamál og að hátíðarstjórnendur hafa aldrei gert nóg, né virst hafa áhuga á að gera nóg, til að vernda gesti sína gegn ofbeldismönnum.” Þetta segja aðstandendur feminíska vefritsins Knúz ásamt meðlimum hópsins Aktivismi gegn nauðgunarmenningu í harðorðri yfirlýsingu sem birtist í kvöld á heimasíðu fyrrnefnds vefrits.Tilefnið er fréttaflutningur Vísis af bréfi Páleyjar Borgþórsdóttur til viðbragðsaðila á Þjóðhátíð þar sem hún beindi þeim tilmælum til þeirra um að halda að sér upplýsingum um kynferðisbrot sem hugsanlega verði framin yfir hátíðina frá fjölmiðlum. Þetta sagði lögreglustjórinn vera á þeim fosendum að það sé „þungbært fyrir aðila kynferðisbrots að málið sé á forsíðum blaðanna“.Sjá einnig: Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Þetta telja bréfritararnir vera „undarlega stjórnsýsluákvörðun“ í ljósi umræðu síðustu mánaða. „Þolendur hafa rofið þögnina undir myllumerkjunum #þöggun og #konurtala og sagt frá kynferðisofbeldi sem samfélagið hefur ítrekað þaggað niður og reynt að hunsa,” segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að þessi röksemdafærsla lögreglustjórans verði að „teljast veik“ í ljósi þess að þarna virðist „enn eiga að reyna að sópa kynferðisofbeldi, umfangi þess og afleiðingum, undir teppið,“ eins og komist er að orði. Þá segja þeir sem undirrita yfirlýsinguna að það sé erfitt að „erfitt að skynja ekki þöggunarmynstur í tengslum við Þjóðhátíð, sérstaklega eftir að stjórn hátíðarinnar lýsti því yfir fyrir nokkrum árum að starfsemi Stígamóta væru ekki lengur velkomin.”Sjá einnig: Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Knúz og Aktivismi gegn nauðgunarmenningu krefst þess að lögreglan í Vestmannaeyjum og viðbragðsaðilar á Þjóðhátíð þaggi ekki niður umræðu um kynferðisofbeldi sem og að sagt verði satt og rétt frá ef kynferðisbrotamál koma upp um helgina. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa með því að smella hér en þar er meðal annars vísað til orða rithöfundarins Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur, sem lesa má hér að neðan. Hér eru skýlausir þöggunartilburðir settir fram með þeim rökum að það sé þolendum fyrir bestu, annað sé svo 'íþyngjandi“...Posted by Þórdís Elva Þorvaldsdóttir on Wednesday, 29 July 2015
Tengdar fréttir Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Ráðgjafi hjá Stígamótum spyr hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir þau þess virði að þagga niður. Þolendur séu einnig að öðrum brotum sem kunna koma upp á útihátíðum. 29. júlí 2015 18:13 Telur bréfið í takt við kröfu Druslugöngunnar Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir það að kynferðisbrotamál fari í fjölmiðla eigi ekkert skylt við það hvernig tekið er á þeim innan kerfisins. 29. júlí 2015 20:00 Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Ráðgjafi hjá Stígamótum spyr hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir þau þess virði að þagga niður. Þolendur séu einnig að öðrum brotum sem kunna koma upp á útihátíðum. 29. júlí 2015 18:13
Telur bréfið í takt við kröfu Druslugöngunnar Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir það að kynferðisbrotamál fari í fjölmiðla eigi ekkert skylt við það hvernig tekið er á þeim innan kerfisins. 29. júlí 2015 20:00
Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48