Með gítarinn í Asíu Magnús Guðmundsson skrifar 8. maí 2015 12:30 Ögmundur Þór Jóhannesson stendur fyrir Midnight Sun Guitar Festival ásamt félaga sínum, Svani Vilbergssyni. Í dag hefst gítarhátíðin Midnight Sun Guitar Festival sem er nú haldin í þriðja sinn hér í Reykjavík og stendur yfir helgina. Að baki hátíðinni standa félagarnir Svanur Vilbergsson og Ögmundur Þór Jóhannesson. Ögmundur Þór er klassískur gítarleikari sem hefur á undanförnum árum einkum starfað utan Íslands og það reyndar furðu víða um veröldina. „Ég bý nú eiginlega í ferðatösku um þessar mundir. Ég er búinn að vera mikið á Indlandi og víða um SA-Asíu og núna síðast í Kína. Er reyndar mest þar sem stendur en þar er mikill áhugi og eftirspurn eftir klassískum gítarleikurum. Svo er ég ásamt vinum mínum að vinna að stofnun fyrirtækisins Global Guitar Industries sem kemur til með að vera með höfuðstöðvar í Indónesíu. Við verðum með útflutning á gítarleikurum og í að efla tengsl svo eitthvað sé nefnt. Annars á gítarhátíðin hér heima eiginlega hug minn allan um þessar mundir. Hátíðin er mjög alþjóðleg og erlendir gestir að þessu sinni eru vinur minn Tal Hurwitz frá Ísrael og svo Duo Amythis sem samanstendur af Véronique van Duurling frá Belgíu og Harold Gretton frá Ástralíu.“ Auk tónleikahalds, verður boðið upp á námskeið í samstarfi við LHÍ, og munu Véronique van Duurling, Harold Gretton, Ögmundur Þór Jóhannesson og Tal Hurwitz bjóða upp á námskeið. Hátíðin fer öll fram í Sölvhóli LHÍ og hefst í kvöld kl. 20 en miðar verða seldir við dyrnar og er miðaverð 2.500 kr. Hátíðin hefst með tónleikum Ögmundar Þórs og Tal Hurwitz en þar ætla þeir að láta þann draum rætast að spila saman dúett. Á laugardagskvöldið kl. 20 mun svo Duo Amythis efna til sinna tónleika en hátíðinni lýkur svo með galakvöldi á sunnudagskvöldið einnig kl. 20. Á galakvöldinu geta nemendur af námskeiðinu komið fram auk listamanna hátíðarinnar. Ögmundur Þór byrjaði að læra á gítar ellefu ára gamall og hann segir að klassíska leiðin hafi legið fyrir nánast frá upphafi. „Ég var svo sem eins og aðrir ungir gítarleikarar spenntur fyrir rafmagninu. Bubbi Morthens var mikil hetja og Metallica aðalhljómsveitin. En svo var ég eitt sinn staddur hjá frænda mínum sem skellti John Williams á fóninn og það var alveg rosalegt. Ég gjörsamlega heillaðist þar og þá og eftir það varð ekki aftur snúið.“ Menning Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Í dag hefst gítarhátíðin Midnight Sun Guitar Festival sem er nú haldin í þriðja sinn hér í Reykjavík og stendur yfir helgina. Að baki hátíðinni standa félagarnir Svanur Vilbergsson og Ögmundur Þór Jóhannesson. Ögmundur Þór er klassískur gítarleikari sem hefur á undanförnum árum einkum starfað utan Íslands og það reyndar furðu víða um veröldina. „Ég bý nú eiginlega í ferðatösku um þessar mundir. Ég er búinn að vera mikið á Indlandi og víða um SA-Asíu og núna síðast í Kína. Er reyndar mest þar sem stendur en þar er mikill áhugi og eftirspurn eftir klassískum gítarleikurum. Svo er ég ásamt vinum mínum að vinna að stofnun fyrirtækisins Global Guitar Industries sem kemur til með að vera með höfuðstöðvar í Indónesíu. Við verðum með útflutning á gítarleikurum og í að efla tengsl svo eitthvað sé nefnt. Annars á gítarhátíðin hér heima eiginlega hug minn allan um þessar mundir. Hátíðin er mjög alþjóðleg og erlendir gestir að þessu sinni eru vinur minn Tal Hurwitz frá Ísrael og svo Duo Amythis sem samanstendur af Véronique van Duurling frá Belgíu og Harold Gretton frá Ástralíu.“ Auk tónleikahalds, verður boðið upp á námskeið í samstarfi við LHÍ, og munu Véronique van Duurling, Harold Gretton, Ögmundur Þór Jóhannesson og Tal Hurwitz bjóða upp á námskeið. Hátíðin fer öll fram í Sölvhóli LHÍ og hefst í kvöld kl. 20 en miðar verða seldir við dyrnar og er miðaverð 2.500 kr. Hátíðin hefst með tónleikum Ögmundar Þórs og Tal Hurwitz en þar ætla þeir að láta þann draum rætast að spila saman dúett. Á laugardagskvöldið kl. 20 mun svo Duo Amythis efna til sinna tónleika en hátíðinni lýkur svo með galakvöldi á sunnudagskvöldið einnig kl. 20. Á galakvöldinu geta nemendur af námskeiðinu komið fram auk listamanna hátíðarinnar. Ögmundur Þór byrjaði að læra á gítar ellefu ára gamall og hann segir að klassíska leiðin hafi legið fyrir nánast frá upphafi. „Ég var svo sem eins og aðrir ungir gítarleikarar spenntur fyrir rafmagninu. Bubbi Morthens var mikil hetja og Metallica aðalhljómsveitin. En svo var ég eitt sinn staddur hjá frænda mínum sem skellti John Williams á fóninn og það var alveg rosalegt. Ég gjörsamlega heillaðist þar og þá og eftir það varð ekki aftur snúið.“
Menning Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira