Reggí tekur yfir Gamla bíó Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. ágúst 2015 09:00 Rocky Dawuni kemur fram í Gamla bíói 30. ágúst. Heimsþekktur reggílistamaður, Rocky Dawuni, er væntanlegur til landsins í lok þessa mánaðar og mun halda tónleika ásamt hljómsveit sinni í Gamla bíói sunnudaginn 30. ágúst næst komandi. Rocky er uppalinn í Ghana en þrátt fyrir að vera nú búsettur í Los Angeles þá er hans helsta markmið að vinna að mannréttindamálum og friðaruppbyggingu í Afríku og vill hann nota tónlist sína til þess koma skilaboðum sínum á framfæri og tengja saman fólk úr ólíkum menningarheimum. Hann er talsmaður margra mannúðarsamtaka eins og UNICEF og Carter Center og hefur m.a. leitt verkefni, stofnað af Hillary Clinton á vegum Sameinuðu þjóðanna með leikkonunni Juliu Roberts og fleirum, sem snýst um að bæta eldunaraðstöðu fólks í Afríku, en yfir tvær milljónir manna látast á hverju ári vegna slæmrar eldunaraðstöðu. Rocky Dawuni gaf út sína fyrstu plötu árið 1996 og hefur síðan þá gefið út alls 6 plötur, sú nýjasta er Branches of the Same Tree og kom út í mars 2015. Rocky hefur deilt sviði með stjörnum eins og Stevie Wonder, Peter Gabriel, Bono, Jason Mraz og fleirum og hefur CNN sett hann á lista yfir 10 bestu tónlistarmenn frá Afríku. Tónlist hans hefur einnig hljómað í sjónvarpsþáttunum ER, Weeds og Dexter sem og í tölvuleikjum FIFA. Í tilefni af komu Rocky Dawuni ætlar Gamla bíó að efna til reggídags 30. ágúst sem mun hefjast á fjölskyldutónleikum þar sem AmabAdamA mun spila en hún mun líka sjá um að skapa réttu stemninguna um kvöldið áður en Rocky Dawuni og hljómsveit stíga á svið. Forsala á tónleika Rocky Dawuni hefst á midi.is á hádegi í dag og mun miðinn verða á sérstöku tilboði fram á sunnudag.Hér má nálgast hans heitasta lag í dag. Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Heimsþekktur reggílistamaður, Rocky Dawuni, er væntanlegur til landsins í lok þessa mánaðar og mun halda tónleika ásamt hljómsveit sinni í Gamla bíói sunnudaginn 30. ágúst næst komandi. Rocky er uppalinn í Ghana en þrátt fyrir að vera nú búsettur í Los Angeles þá er hans helsta markmið að vinna að mannréttindamálum og friðaruppbyggingu í Afríku og vill hann nota tónlist sína til þess koma skilaboðum sínum á framfæri og tengja saman fólk úr ólíkum menningarheimum. Hann er talsmaður margra mannúðarsamtaka eins og UNICEF og Carter Center og hefur m.a. leitt verkefni, stofnað af Hillary Clinton á vegum Sameinuðu þjóðanna með leikkonunni Juliu Roberts og fleirum, sem snýst um að bæta eldunaraðstöðu fólks í Afríku, en yfir tvær milljónir manna látast á hverju ári vegna slæmrar eldunaraðstöðu. Rocky Dawuni gaf út sína fyrstu plötu árið 1996 og hefur síðan þá gefið út alls 6 plötur, sú nýjasta er Branches of the Same Tree og kom út í mars 2015. Rocky hefur deilt sviði með stjörnum eins og Stevie Wonder, Peter Gabriel, Bono, Jason Mraz og fleirum og hefur CNN sett hann á lista yfir 10 bestu tónlistarmenn frá Afríku. Tónlist hans hefur einnig hljómað í sjónvarpsþáttunum ER, Weeds og Dexter sem og í tölvuleikjum FIFA. Í tilefni af komu Rocky Dawuni ætlar Gamla bíó að efna til reggídags 30. ágúst sem mun hefjast á fjölskyldutónleikum þar sem AmabAdamA mun spila en hún mun líka sjá um að skapa réttu stemninguna um kvöldið áður en Rocky Dawuni og hljómsveit stíga á svið. Forsala á tónleika Rocky Dawuni hefst á midi.is á hádegi í dag og mun miðinn verða á sérstöku tilboði fram á sunnudag.Hér má nálgast hans heitasta lag í dag.
Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira