Samkvæmt heimildum íþróttadeildar 365 mun Jón Daði Böðvarsson vera í byrjunarliði íslenska landsliðsins í dag við hlið Kolbeins Sigþórssonar. Er það eina breytingin á byrjunarliði íslenska liðsins frá leiknum gegn Tékklandi í júní.
Mun varnarlínan sem hefur staðið sig vel í undanförnum leikjum halda áfram. Þýðir það að Birkir Már Sævarsson er í hægri bakverðinum en ekki Theódór Elmar Bjarnason sem stóð vaktina í fyrri leik Íslands og Hollands.
Á miðjunni verða þeir Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson og á köntunum verða þeir Jóhann Berg Guðmundsson og Birkir Bjarnason.
Í fremstu víglínu verða síðan þeir Kolbeinn og Jón Daði en gera má ráð fyrir að Jón Daði verði örlítið aftan en Kolbeinn.
Byrjunarlið Íslands:
Hannes Þór Halldórsson
Birkir Már Sævarsson
Ragnar Sigurðsson
Kári Árnason
Ari Freyr Skúlason
Jóhann Berg Guðmundsson
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði
Gylfi Þór Sigurðsson
Birkir Bjarnason
Jón Daði Böðvarsson
Kolbeinn Sigþórsson
Jón Daði byrjar við hlið Kolbeins í fremstu víglínu
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
