Forsætisráðherra ítrekar ásakanir um mistök við endurreisn bankanna Heimir Már Pétursson skrifar 18. febrúar 2015 18:45 Forsætisráðherra segir að skýrsla Brynjars Níelssonar staðfesti að frekari rannsókn verði að fara fram á pólitískum mistökum sem fyrri ríkisstjórn gerði við stofnun nýju bankanna. Þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segir að svo virðist sem forsætisráðherra hafi lesið aðra skýrslu en hann. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra hvert álit hans væri á ásökunum Víglundar Þorsteinssonar um að ráðherrar fyrri ríkisstjórnar hefðu gerst brotlegir við lög og kostað almenning í landinu stórar fjárhæðir vegna þess hvernig þeir hafi hyglt erlendum kröfuhöfum við stofnun nýju bankanna nú þegar Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefði skilað skýrslu um málið. Í henni kæmi fram að engin brot hefðu verið framin og sú leið sem stjórnvöld fóru hefði sparað ríkissjóði stórar fjárhæðir. En forsætisráðherra hefði tekið undir ásakanir Víglundar með stóryrtum yfirlýsingum í fjölmiðlum. „Virðulegur forseti. Ég er sammála því mati háttvirts þingmanns Brynjars Níelssonar að tilefni sé til að kanna þessi mál áfram. Tilefni sé til að rannsaka þau. Á nákvæmlega sama hátt og ég hef áður lýst því að tilefni væri til slíks,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í svari sínu til Árna Páls. Forsætisráðherra segir mistök fyrri ríkisstjórnar meðal annars birtast í 300 milljarða króna hagnaði nýju bankanna frá því þeir voru stofnaðir, m.a. vegna þess afsláttar sem þeir fengu á lánasöfnum gömlu bankanna. Afsláttar sem ekki hefði skilað sér til fólksins í landinu. Hann hafi hins vegar ekki haldið því fram að lög hafi verið brotin. Málið snérist um pólitískar ákvarðanir. „Rangar og skaðlegar pólitískar ákvarðanir. Ákvarðanir sem miðuðu að því að koma til móts við kröfur kröfuhafa bankanna,“ áréttaði Sigmundur Davíð. „Svo virðist sem að hæstvirtur forsætisráðherra hafi heyrt í einhverjum öðrum Brynjari Níelssyni en ég,“ sagði Róbert Marshall þingflokksformaður Bjartrar framtíðar sem gekk á forsætisráðherra með hvers konar rannsókn hann vildi að færi fram. En Sigmundur Davíð sagði aðalatriðið að menn lærðu af fyrri mistökum og tiltók enga sérstaka rannsóknaraðferð. Róbert kannaðist ekki við þær niðurstöður Brynjars sem forsætisráðherra tiltók. „Vegna þess að mér fannst hann hafa komist að þeirri niðurstöðu að það væri útilokað að taka undir sjónarmið Víglundar. Og ekkert benti til svika og blekkinga við endurreisn bankanna,“ sagði Róbert Marshall á Alþingi í dag. Alþingi Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Sjá meira
Forsætisráðherra segir að skýrsla Brynjars Níelssonar staðfesti að frekari rannsókn verði að fara fram á pólitískum mistökum sem fyrri ríkisstjórn gerði við stofnun nýju bankanna. Þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segir að svo virðist sem forsætisráðherra hafi lesið aðra skýrslu en hann. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra hvert álit hans væri á ásökunum Víglundar Þorsteinssonar um að ráðherrar fyrri ríkisstjórnar hefðu gerst brotlegir við lög og kostað almenning í landinu stórar fjárhæðir vegna þess hvernig þeir hafi hyglt erlendum kröfuhöfum við stofnun nýju bankanna nú þegar Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefði skilað skýrslu um málið. Í henni kæmi fram að engin brot hefðu verið framin og sú leið sem stjórnvöld fóru hefði sparað ríkissjóði stórar fjárhæðir. En forsætisráðherra hefði tekið undir ásakanir Víglundar með stóryrtum yfirlýsingum í fjölmiðlum. „Virðulegur forseti. Ég er sammála því mati háttvirts þingmanns Brynjars Níelssonar að tilefni sé til að kanna þessi mál áfram. Tilefni sé til að rannsaka þau. Á nákvæmlega sama hátt og ég hef áður lýst því að tilefni væri til slíks,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í svari sínu til Árna Páls. Forsætisráðherra segir mistök fyrri ríkisstjórnar meðal annars birtast í 300 milljarða króna hagnaði nýju bankanna frá því þeir voru stofnaðir, m.a. vegna þess afsláttar sem þeir fengu á lánasöfnum gömlu bankanna. Afsláttar sem ekki hefði skilað sér til fólksins í landinu. Hann hafi hins vegar ekki haldið því fram að lög hafi verið brotin. Málið snérist um pólitískar ákvarðanir. „Rangar og skaðlegar pólitískar ákvarðanir. Ákvarðanir sem miðuðu að því að koma til móts við kröfur kröfuhafa bankanna,“ áréttaði Sigmundur Davíð. „Svo virðist sem að hæstvirtur forsætisráðherra hafi heyrt í einhverjum öðrum Brynjari Níelssyni en ég,“ sagði Róbert Marshall þingflokksformaður Bjartrar framtíðar sem gekk á forsætisráðherra með hvers konar rannsókn hann vildi að færi fram. En Sigmundur Davíð sagði aðalatriðið að menn lærðu af fyrri mistökum og tiltók enga sérstaka rannsóknaraðferð. Róbert kannaðist ekki við þær niðurstöður Brynjars sem forsætisráðherra tiltók. „Vegna þess að mér fannst hann hafa komist að þeirri niðurstöðu að það væri útilokað að taka undir sjónarmið Víglundar. Og ekkert benti til svika og blekkinga við endurreisn bankanna,“ sagði Róbert Marshall á Alþingi í dag.
Alþingi Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Sjá meira