„Okkur finnst við sitja eftir“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. október 2015 21:42 Loka þarf deildum á Landspítalanum ef til verkfalls sjúkraliða og SFR kemur. Starfsmenn á leið í verkfall segjast tilbúnir í hörku þar sem ríkisstjórnin hlusti ekki á þá. Rétt tæpur sólarhringur er í að verkfallsaðgerðir fimm þúsund og fimm hundruð ríkisstarfsstarfsmanna í Sjúkraliðafélagi Íslands og SFR-stéttarfélagi í almannaþjónustu hefjist. Stór hluti þeirra starfa á Landspítalanum eða 1.600 manns. „Við höfum miklar áhyggjur af þessum verkföllum og teljum að þau muni hafa mjög truflandi áhrif strax frá upphafi,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans. Sjúkraliðar starfa víða á spítalanum og það sama á við um SFR félagsmenn. Þeir sinna meðal annars flutningum sjúklinga, starfa í eldhúsi spítalans og þvottahúsi. „Við munum þurfa að loka einhverjum deildum en reynum að komast hjá því eins og mest er hægt. Þetta mun hafa truflandi áhrif á aðgerðir,“ segir Páll og að biðlistar eftir skurðaðgerðum komi því til með að halda áfram að lengjast. Gísli Helgason hefur starfað á spítalanum í hátt í sautján ár en hann er félagi í SFR. Hann vinnur á flutningadeild spítalans sem meðal annars sér um að flytja sjúklinga, fer með sýni í rannsóknir og dreifir pósti. Hann er nú á leið í verkfall. „Eitthvað verður að gera. Ekki er hlustað á okkur. Ekki gerir ríkisstjórnin það,“ segir Gísli Helgason. Hann segir félagsmenn ósátta við kjör sín. „Við erum alveg á lægstu töxtum sem hægt er að finna hjá SFR,“ segir Gísli. Lægstu laun SFR félaga sem starfa á spítalanum er um 230 þúsund krónur fyrir skatta. Hann segir flesta í deildinni fá útborgað um 220 þúsund krónur eftir skatta. „Þeir eru búnir að semja við læknana, hjúkrunarfræðingana, röntgentæknana og allt svona þannig að okkur finnst við sitja eftir og eigum bara að sitja þar,“ segir Gísli. Verkfall 2016 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Sjá meira
Loka þarf deildum á Landspítalanum ef til verkfalls sjúkraliða og SFR kemur. Starfsmenn á leið í verkfall segjast tilbúnir í hörku þar sem ríkisstjórnin hlusti ekki á þá. Rétt tæpur sólarhringur er í að verkfallsaðgerðir fimm þúsund og fimm hundruð ríkisstarfsstarfsmanna í Sjúkraliðafélagi Íslands og SFR-stéttarfélagi í almannaþjónustu hefjist. Stór hluti þeirra starfa á Landspítalanum eða 1.600 manns. „Við höfum miklar áhyggjur af þessum verkföllum og teljum að þau muni hafa mjög truflandi áhrif strax frá upphafi,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans. Sjúkraliðar starfa víða á spítalanum og það sama á við um SFR félagsmenn. Þeir sinna meðal annars flutningum sjúklinga, starfa í eldhúsi spítalans og þvottahúsi. „Við munum þurfa að loka einhverjum deildum en reynum að komast hjá því eins og mest er hægt. Þetta mun hafa truflandi áhrif á aðgerðir,“ segir Páll og að biðlistar eftir skurðaðgerðum komi því til með að halda áfram að lengjast. Gísli Helgason hefur starfað á spítalanum í hátt í sautján ár en hann er félagi í SFR. Hann vinnur á flutningadeild spítalans sem meðal annars sér um að flytja sjúklinga, fer með sýni í rannsóknir og dreifir pósti. Hann er nú á leið í verkfall. „Eitthvað verður að gera. Ekki er hlustað á okkur. Ekki gerir ríkisstjórnin það,“ segir Gísli Helgason. Hann segir félagsmenn ósátta við kjör sín. „Við erum alveg á lægstu töxtum sem hægt er að finna hjá SFR,“ segir Gísli. Lægstu laun SFR félaga sem starfa á spítalanum er um 230 þúsund krónur fyrir skatta. Hann segir flesta í deildinni fá útborgað um 220 þúsund krónur eftir skatta. „Þeir eru búnir að semja við læknana, hjúkrunarfræðingana, röntgentæknana og allt svona þannig að okkur finnst við sitja eftir og eigum bara að sitja þar,“ segir Gísli.
Verkfall 2016 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Sjá meira