Launaseðill Illuga frá Orku Energy birtur Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. október 2015 10:44 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fékk 5,6 milljónir króna í laun frá Orku Energy í febrúar 2012. Tæplega 2.950.000 kr. voru vegna fyrirframgreiddra launa. Um var að ræða uppgjör vegna launa á árinu 2011, að sögn Illuga. Illugi hafnar því að hafa fengið lán frá Orku Energy en Stundin greindi frá því að hann hefði fengið 3 milljóna króna lán frá fyrirtækinu. Illugi sagði í samtali við Stöð 2 að ekki hefði verið um lán að ræða heldur fyrirframgreidd laun. Í viðtalinu afhenti hann fréttamanni afrit af launaseðli sínum frá Orku Energy í febrúar 2012 og má nálgast launaseðililnn hér neðar. Á seðlinum kemur fram að heildarlaun og hlunnindi Illuga frá Orku Energy vegna launauppgjörs í umrætt sinn hafi numið rúmlega 5,6 milljónum króna. Þar af séu fyrirframgreidd laun upp á 2.950.000 kr. Launaseðill Illuga Gunnarssonar frá Orku Energy í febrúar 2012. Illugi fékk 2.950 þúsund krónur í fyrirframgreidd laun frá fyrirtækinu en launaseðillinn var gefinn út í tengslum við uppgjör á þeim.Meðan Illugi var í leyfi frá þingstörfum á síðasta kjörtímabili sinnti hann ráðgjafarstörfum fyrir Orku Energy. Eftir að hann varð menntamálaráðherra eftir síðustu þingkosningar árið 2013 seldi hann Hauki Harðarsyni stjórnarformanni Orku Energy íbúð sína á Ránargötu á 53,5 milljónir króna. Illugi og eiginkona hans leigja nú íbúðina af Hauki á 230 þúsund krónur á mánuði, án hita og rafmagns. Illugi hefur sjálfur upplýst að hann hafi gripið til þessara ráðstafana vegna fjárhagserfiðleika en hann og Haukur eru nánir vinir. Sjá má viðtal við Illuga í meðfylgjandi myndskeiði þar sem hann svarar fyrir fjárhagsleg tengsl sín og Orku Energy. Illugi hafnar því að hafa verið „fjárhagslega háður“ Hauki Harðarsyni þegar Haukur og fjórir aðrir starfsmenn Orku Energy fóru í opinbera heimsókn með ráðherranum og öðrum starfsmönnum mennta- og menningarmálaráðuneytisins til Kína í mars á þessu ári en Orka Energy kemur að umfangsmiklum jarðhitaverkefnum í Kína. Með í för til Kína voru einnig þrír starfsmenn Marel og rektorar Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Listaháskóla Íslands og forstjóri Rannís. Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Illugi Gunnarsson spurður út í meint lán frá Orku Energy í beinni útsendingu Þorbjörn Þórðarson, frétttamaður Stöðvar 2, spyr ráðherrann spjörunum úr í beinni útsendingu klukkan 18:30. 9. október 2015 17:31 Illugi segir milljónirnar þrjár hafa verið launagreiðslu Menntamálaráðherra segir fráleitt að hann sé fjárhagslega háður stjórnarformanni Orku Energy. 9. október 2015 18:50 Mistök að upplýsa ekki allt strax Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, í ítarlegu viðtali. 9. október 2015 06:00 Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fékk 5,6 milljónir króna í laun frá Orku Energy í febrúar 2012. Tæplega 2.950.000 kr. voru vegna fyrirframgreiddra launa. Um var að ræða uppgjör vegna launa á árinu 2011, að sögn Illuga. Illugi hafnar því að hafa fengið lán frá Orku Energy en Stundin greindi frá því að hann hefði fengið 3 milljóna króna lán frá fyrirtækinu. Illugi sagði í samtali við Stöð 2 að ekki hefði verið um lán að ræða heldur fyrirframgreidd laun. Í viðtalinu afhenti hann fréttamanni afrit af launaseðli sínum frá Orku Energy í febrúar 2012 og má nálgast launaseðililnn hér neðar. Á seðlinum kemur fram að heildarlaun og hlunnindi Illuga frá Orku Energy vegna launauppgjörs í umrætt sinn hafi numið rúmlega 5,6 milljónum króna. Þar af séu fyrirframgreidd laun upp á 2.950.000 kr. Launaseðill Illuga Gunnarssonar frá Orku Energy í febrúar 2012. Illugi fékk 2.950 þúsund krónur í fyrirframgreidd laun frá fyrirtækinu en launaseðillinn var gefinn út í tengslum við uppgjör á þeim.Meðan Illugi var í leyfi frá þingstörfum á síðasta kjörtímabili sinnti hann ráðgjafarstörfum fyrir Orku Energy. Eftir að hann varð menntamálaráðherra eftir síðustu þingkosningar árið 2013 seldi hann Hauki Harðarsyni stjórnarformanni Orku Energy íbúð sína á Ránargötu á 53,5 milljónir króna. Illugi og eiginkona hans leigja nú íbúðina af Hauki á 230 þúsund krónur á mánuði, án hita og rafmagns. Illugi hefur sjálfur upplýst að hann hafi gripið til þessara ráðstafana vegna fjárhagserfiðleika en hann og Haukur eru nánir vinir. Sjá má viðtal við Illuga í meðfylgjandi myndskeiði þar sem hann svarar fyrir fjárhagsleg tengsl sín og Orku Energy. Illugi hafnar því að hafa verið „fjárhagslega háður“ Hauki Harðarsyni þegar Haukur og fjórir aðrir starfsmenn Orku Energy fóru í opinbera heimsókn með ráðherranum og öðrum starfsmönnum mennta- og menningarmálaráðuneytisins til Kína í mars á þessu ári en Orka Energy kemur að umfangsmiklum jarðhitaverkefnum í Kína. Með í för til Kína voru einnig þrír starfsmenn Marel og rektorar Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Listaháskóla Íslands og forstjóri Rannís.
Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Illugi Gunnarsson spurður út í meint lán frá Orku Energy í beinni útsendingu Þorbjörn Þórðarson, frétttamaður Stöðvar 2, spyr ráðherrann spjörunum úr í beinni útsendingu klukkan 18:30. 9. október 2015 17:31 Illugi segir milljónirnar þrjár hafa verið launagreiðslu Menntamálaráðherra segir fráleitt að hann sé fjárhagslega háður stjórnarformanni Orku Energy. 9. október 2015 18:50 Mistök að upplýsa ekki allt strax Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, í ítarlegu viðtali. 9. október 2015 06:00 Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira
Illugi Gunnarsson spurður út í meint lán frá Orku Energy í beinni útsendingu Þorbjörn Þórðarson, frétttamaður Stöðvar 2, spyr ráðherrann spjörunum úr í beinni útsendingu klukkan 18:30. 9. október 2015 17:31
Illugi segir milljónirnar þrjár hafa verið launagreiðslu Menntamálaráðherra segir fráleitt að hann sé fjárhagslega háður stjórnarformanni Orku Energy. 9. október 2015 18:50
Mistök að upplýsa ekki allt strax Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, í ítarlegu viðtali. 9. október 2015 06:00