Varasamt að innleiða tvöfalt heilbrigðiskerfi Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 5. ágúst 2015 20:15 Engin fordæmi eru fyrir því á Landspítalanum að sjúklingar geti fengið ávísað sjúkrahúslyfjum sem lyfjagreiðslunefnd hefur ekki samþykkt að greiða fyrir. Birgir Jakobsson landlæknir segist ekki hlynntur því að fjársterkir aðilar geti keypt sig fram fyrir röðina. Lögmaður Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur sem hefur stefnt ríkinu eftir að henni var synjað um nýja lyfjameðferð við lifrarbólgu sagði í fréttum Stöðvar tvö í gær að samkvæmt greinargerð ríkisins í málinu væri verið að innleiða tvöfalt heilbrigðiskerfi, eitt fyrir ríka og annað fyrir venjulegt fólk. Í greinargerðinni kemur fram að ekki sé útilokað að fólk geti fengið lyfið ef það greiði fyrir þau sjálft.Varasamt að fara inn á þessa braut Hlíf Steingrímsdóttir starfandi forstjóri Landspítalans staðfestir að engin fordæmi séu fyrir því á landsspítalanum og segir að sé um stefnubreytingu að ræða verði heilbrigðisráðherra að svara fyrir hana. Birgir Jakobsson landlæknir segist ekki hafa heyrt um neina stefnubreytingu. Það sé varasamt að fara inn á slíka braut. Þjónusta sem sé fjármögnuð af opinberu fé eigi ekki að veita þjónustu framhjá kerfinu. Þá sé komið tvöfalt kerfi. Landspítalinn ætlar að meðhöndla þrjátíu sjúklinga í brýnni þörf fyrir lifrarbólgulyf, eftir hörð tilmæli Landlæknis þar sem kom fram að það væri skylda spítalans að veita þessa meðferð. Fanney Björk Ásbjörnsdóttir sem hefur fengið flýtimeðferð í málaferlum sínum við ríkið er ekki í þeim hópi.Valkostur miklar þjáningar eða dauði Hlíf Steingrímsdóttir segir að um áttahundruð manns séu með lifrarbólgu c. Þeir sem fái að hefja meðferð núna séu með bandvefsbreytingar í lifur eða skorpulifur. Þar með sé ekki sagt að aðrir þurfi ekki á þessari meðferð að halda. Landlæknir segist ánægður með að meðferðin verði hafin. Þetta sé í samræmi við það sem sjúklingarnir eigi rétt á. Valkosturinn sé miklar þjáningar eða dauði. Hann segist telja að Landsspítalinn beri ábyrgð á því að veita bestu fáanlegu meðferð hverju sinni en Landlæknisembættið taki ekki afstöðu til þess hver borgi reikninginn. Tengdar fréttir Spurning um líf eða dauða: Skorar á ráðherra að leyfa kaup á lyfjum við lifrarbólgu C Einstæð móðir skrifar bréf til heilbrigðisráðherra. Hún er komin á örorku vegna lifrarbólgu c og svarar ekki meðferð með gömlu lyfjunum. 7. maí 2015 19:30 Fær ekki nauðsynleg lyf til að ná bata af lifrarbólgu C Fanney Björk smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983 en greindist ekki fyrr en árið 2010. Hún hefur fengið neitun um að fá lyf sem myndu líklega hjálpa henni að ná bata af sjúkdóminum. 10. júní 2015 07:00 Yfirlæknir á LSH: Óásættanlegt og á sér ekki hliðstæðu í nágrannalöndunum Sjúklingar með alvarlegan lifrarsjúkdóm fá ekki viðeigandi meðferð. 3. maí 2015 18:54 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Engin fordæmi eru fyrir því á Landspítalanum að sjúklingar geti fengið ávísað sjúkrahúslyfjum sem lyfjagreiðslunefnd hefur ekki samþykkt að greiða fyrir. Birgir Jakobsson landlæknir segist ekki hlynntur því að fjársterkir aðilar geti keypt sig fram fyrir röðina. Lögmaður Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur sem hefur stefnt ríkinu eftir að henni var synjað um nýja lyfjameðferð við lifrarbólgu sagði í fréttum Stöðvar tvö í gær að samkvæmt greinargerð ríkisins í málinu væri verið að innleiða tvöfalt heilbrigðiskerfi, eitt fyrir ríka og annað fyrir venjulegt fólk. Í greinargerðinni kemur fram að ekki sé útilokað að fólk geti fengið lyfið ef það greiði fyrir þau sjálft.Varasamt að fara inn á þessa braut Hlíf Steingrímsdóttir starfandi forstjóri Landspítalans staðfestir að engin fordæmi séu fyrir því á landsspítalanum og segir að sé um stefnubreytingu að ræða verði heilbrigðisráðherra að svara fyrir hana. Birgir Jakobsson landlæknir segist ekki hafa heyrt um neina stefnubreytingu. Það sé varasamt að fara inn á slíka braut. Þjónusta sem sé fjármögnuð af opinberu fé eigi ekki að veita þjónustu framhjá kerfinu. Þá sé komið tvöfalt kerfi. Landspítalinn ætlar að meðhöndla þrjátíu sjúklinga í brýnni þörf fyrir lifrarbólgulyf, eftir hörð tilmæli Landlæknis þar sem kom fram að það væri skylda spítalans að veita þessa meðferð. Fanney Björk Ásbjörnsdóttir sem hefur fengið flýtimeðferð í málaferlum sínum við ríkið er ekki í þeim hópi.Valkostur miklar þjáningar eða dauði Hlíf Steingrímsdóttir segir að um áttahundruð manns séu með lifrarbólgu c. Þeir sem fái að hefja meðferð núna séu með bandvefsbreytingar í lifur eða skorpulifur. Þar með sé ekki sagt að aðrir þurfi ekki á þessari meðferð að halda. Landlæknir segist ánægður með að meðferðin verði hafin. Þetta sé í samræmi við það sem sjúklingarnir eigi rétt á. Valkosturinn sé miklar þjáningar eða dauði. Hann segist telja að Landsspítalinn beri ábyrgð á því að veita bestu fáanlegu meðferð hverju sinni en Landlæknisembættið taki ekki afstöðu til þess hver borgi reikninginn.
Tengdar fréttir Spurning um líf eða dauða: Skorar á ráðherra að leyfa kaup á lyfjum við lifrarbólgu C Einstæð móðir skrifar bréf til heilbrigðisráðherra. Hún er komin á örorku vegna lifrarbólgu c og svarar ekki meðferð með gömlu lyfjunum. 7. maí 2015 19:30 Fær ekki nauðsynleg lyf til að ná bata af lifrarbólgu C Fanney Björk smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983 en greindist ekki fyrr en árið 2010. Hún hefur fengið neitun um að fá lyf sem myndu líklega hjálpa henni að ná bata af sjúkdóminum. 10. júní 2015 07:00 Yfirlæknir á LSH: Óásættanlegt og á sér ekki hliðstæðu í nágrannalöndunum Sjúklingar með alvarlegan lifrarsjúkdóm fá ekki viðeigandi meðferð. 3. maí 2015 18:54 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Spurning um líf eða dauða: Skorar á ráðherra að leyfa kaup á lyfjum við lifrarbólgu C Einstæð móðir skrifar bréf til heilbrigðisráðherra. Hún er komin á örorku vegna lifrarbólgu c og svarar ekki meðferð með gömlu lyfjunum. 7. maí 2015 19:30
Fær ekki nauðsynleg lyf til að ná bata af lifrarbólgu C Fanney Björk smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983 en greindist ekki fyrr en árið 2010. Hún hefur fengið neitun um að fá lyf sem myndu líklega hjálpa henni að ná bata af sjúkdóminum. 10. júní 2015 07:00
Yfirlæknir á LSH: Óásættanlegt og á sér ekki hliðstæðu í nágrannalöndunum Sjúklingar með alvarlegan lifrarsjúkdóm fá ekki viðeigandi meðferð. 3. maí 2015 18:54