Yfirlæknir á LSH: Óásættanlegt og á sér ekki hliðstæðu í nágrannalöndunum Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 3. maí 2015 18:54 Sigurður Ólafsson yfirlæknir og sérfræðingur í meltingarsjúkdómum segir algerlega óásættanlegt að fólk með lifrarbólgu C fái ekki tilskilin lyf og það eigi sér enga hliðstæðu í nágrannalöndunum. Þarna séu í sumum tilfellum sjúklingar með alvarlegan lifrarsjúkdóm sem fái ekki viðeigandi meðferð. Eins og Stöð 2 sagði frá í gær standa 200 sjúklingum sem hafa greinst með lifrarbólgu einungis til boða lyf sem þykja úrelt í Evrópu og Bandaríkjunum. Þau eru ódýrari í innkaupum en hafa miklar aukaverkanir og miklu minni svörun. Hluti þessa hóps er mjög veikur og getur vart beðið miklu lengur. Sigurður bendir á að lifrarbólga c sé algengasti lifrarsjúkdómur á Vesturlöndum og ein algengasta ástæða skorpulifrar og lifrarbilunar og algeng orsök lifrarígræðslu. „Það er ekki eins og við séum að tala um sjaldgæft fyrirbæri og það er algerlega óásættanlegt ástand að við getum ekki veitt þessum sjúklingum bestu meðferð,“ segir hann. Ólafur Baldursson lækningaforstjóri Landsspítalans sagði í gær að sérfræðingar spítalans vildu kaupa lyfin en Sjúkratryggingar segðu nei. „Það sem skiptir mestu máli núna er að það fáist lausn og hún fáist strax. Fyrir mig sem lækni og sjúklingana mína skiptir ekki mestu máli úr hvaða vasa innan heilbrigðiskerfisins, peningarnir koma, þeir þurfa bara að koma og það fljótlega,“ segir Sigurður Ólafsson. Jakob Falur Garðarsson framkvæmdastjóri Frumtaks, samtaka frumlyfjaframleiðenda segir að lyfin séu notuð í öllum nágrannalöndum okkar. Hann segir að fjárveiting til innkaupa á sjúkrahúslyfjum dugi ekki fyrir lyfjum sem þurfi að nota í ár. Nú hafi heilbrigðisyfirvöld staðfest að engin ný sjúkrahúslyf verði keypt á þessu ári. „Það er því miður bara mjög alvarlegt staða,“ segir Jakob. Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Sigurður Ólafsson yfirlæknir og sérfræðingur í meltingarsjúkdómum segir algerlega óásættanlegt að fólk með lifrarbólgu C fái ekki tilskilin lyf og það eigi sér enga hliðstæðu í nágrannalöndunum. Þarna séu í sumum tilfellum sjúklingar með alvarlegan lifrarsjúkdóm sem fái ekki viðeigandi meðferð. Eins og Stöð 2 sagði frá í gær standa 200 sjúklingum sem hafa greinst með lifrarbólgu einungis til boða lyf sem þykja úrelt í Evrópu og Bandaríkjunum. Þau eru ódýrari í innkaupum en hafa miklar aukaverkanir og miklu minni svörun. Hluti þessa hóps er mjög veikur og getur vart beðið miklu lengur. Sigurður bendir á að lifrarbólga c sé algengasti lifrarsjúkdómur á Vesturlöndum og ein algengasta ástæða skorpulifrar og lifrarbilunar og algeng orsök lifrarígræðslu. „Það er ekki eins og við séum að tala um sjaldgæft fyrirbæri og það er algerlega óásættanlegt ástand að við getum ekki veitt þessum sjúklingum bestu meðferð,“ segir hann. Ólafur Baldursson lækningaforstjóri Landsspítalans sagði í gær að sérfræðingar spítalans vildu kaupa lyfin en Sjúkratryggingar segðu nei. „Það sem skiptir mestu máli núna er að það fáist lausn og hún fáist strax. Fyrir mig sem lækni og sjúklingana mína skiptir ekki mestu máli úr hvaða vasa innan heilbrigðiskerfisins, peningarnir koma, þeir þurfa bara að koma og það fljótlega,“ segir Sigurður Ólafsson. Jakob Falur Garðarsson framkvæmdastjóri Frumtaks, samtaka frumlyfjaframleiðenda segir að lyfin séu notuð í öllum nágrannalöndum okkar. Hann segir að fjárveiting til innkaupa á sjúkrahúslyfjum dugi ekki fyrir lyfjum sem þurfi að nota í ár. Nú hafi heilbrigðisyfirvöld staðfest að engin ný sjúkrahúslyf verði keypt á þessu ári. „Það er því miður bara mjög alvarlegt staða,“ segir Jakob.
Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira