Enski boltinn

Evra gæti verið á leiðinni í ensku deildina í janúar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Evra í leik með Man. Utd.
Evra í leik með Man. Utd. vísir/getty
Patrice Evra, leikmaður Juventus, gæti verið á leiðinni aftur í ensku úrvalsdeildina í knattspyrnu í janúar.

Samningur hans við Juve rennur út í sumar og segja ítalskir miðlar að forsvarsmenn Juventus hafi ekki áhuga á því að framlengja við hann. Þessi franski landsliðsmaður var hjá Manchester United frá árunum 2006-2014 og spilaði um 400 leiki fyrir félagið.

Fjölmiðlar greina frá því að nokkur lið hafi áhuga á því að fá Evra til liðs við sig í janúar. Forráðarmenn Manchester United ætla sér að fá vinstri bakvörð til liðsins í janúar vegna meiðsla og gæti Evra hæglega verið á leiðinni til liðsins á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×