Enski boltinn

Martial valinn besti ungi leikmaður Evrópu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Martial.
Martial. vísir/getty
Anthony Martial, leikmaður Manchester United, hefur verið valinn besti ungi leikmaður Evrópu og því verið útnefndur Golden Boy 2015.

Þrjátíu dagblöð víðsvegar um Evrópu stóðu að valinu en aðeins mátti velja leikmenn undir 21 árs. Kingsley Coman, hjá FC Bayern og Hector Bellerin hjá Arsenal komu einnig til greina.

Þessi franski landsliðsmaður kom til Manchester United á lokadegi félagaskiptagluggans í september og fór vel af stað með félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×