SGS boðar hertar aðgerðir Samúel Karl Ólason skrifar 9. apríl 2015 15:19 Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Vísir/Auðunn Starfsgreinasambandið segir að farið verði í víðtækar verkfallsaðgerðir í lok þessa mánaðar og í maímánuði, verði ekki búið að semja fyrir þann tíma. Aðgerðirnar verða umfangsmeiri og harðari en þær sem áður höfðu verið kynntar og munu ná til yfir tíu þúsund félagsmanna. Í tilkynningu frá SGS segir að aðgerðirnar muni hafa mikil áhrif á fjölda vinnustaða um land allt. Ástæða þessara hertu aðgerða eru meðal annars sagðar vera tilraunir Samtaka atvinnulífsins til að tefja fyrir atkvæðagreiðslum launþegasamtaka og mikill baráttuvilji meðal félagsmanna aðildarfélaga SGS. Meginkrafan af hálfu SGS hefur verið hækkun grunnlauna sem liggja nú í rúmum 200 þúsund krónum fyrir fulla vinnu og að lágmarkslaun fari þannig upp í 300 þúsund krónur innan þriggja ára. Krafan er sett fram meðal annars í ljósi mikils hagnaðar fyrirtækja og hækkana til hinna hæst launuðu í þjóðfélaginu. „Fólk er bara orðið reitt,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, „Það er ekki hægt að lifa sómasamlegu lífi á þessum launum. Þegar við bætast hækkanir á matarskatti og hærri húsnæðiskostnaður þá er ljóst að staða verkafólks er orðin óviðunandi og það nær einfaldlega ekki að framfleyta fjölskyldum sínum. Félagsmenn okkar eru harðduglegt fólk sem gengur óþreytt til sinna verka gegn því að fá sanngjörn laun.“ Björn segir almenning vera á þeirra bandi um að rúmar tvö hundruð þúsund krónur á mánuði séu ekki boðleg laun fyrir fulla vinnu. „Miðað við forsendur þær sem atvinnurekendur hafa sett fram þá er verið að bjóða þessu fólki upp á nokkra þúsund kalla í hækkun. Það sættir sig enginn við í okkar hópi og við erum því nauðbeygð að grípa til þessara aðgerða. Við vonum auðvitað í lengstu lög að það megi forða verkföllum. Þau eiga alltaf að vera neyðarúrræði. Það er hins vegar enginn bilbugur á okkar fólki og við erum búin undir að þetta geti orðið löng orrusta.“Verkfallsaðgerðirnar eru skipulagðar svona: 30. apríl 2015 - Allsherjar vinnustöðvun frá klukkan 12:00 á hádegi til miðnættis sama dag. 6. maí 2015 - Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 6. maí). 7. maí 2015 - Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 7. maí). 19. maí 2015 - Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 19. maí). 20. maí 2015 - Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 20. maí). 26. maí 2015 - Ótímabundin vinnustöðvun hefst á miðnætti aðfaranótt 26. maí 2015. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Starfsgreinasambandið segir að farið verði í víðtækar verkfallsaðgerðir í lok þessa mánaðar og í maímánuði, verði ekki búið að semja fyrir þann tíma. Aðgerðirnar verða umfangsmeiri og harðari en þær sem áður höfðu verið kynntar og munu ná til yfir tíu þúsund félagsmanna. Í tilkynningu frá SGS segir að aðgerðirnar muni hafa mikil áhrif á fjölda vinnustaða um land allt. Ástæða þessara hertu aðgerða eru meðal annars sagðar vera tilraunir Samtaka atvinnulífsins til að tefja fyrir atkvæðagreiðslum launþegasamtaka og mikill baráttuvilji meðal félagsmanna aðildarfélaga SGS. Meginkrafan af hálfu SGS hefur verið hækkun grunnlauna sem liggja nú í rúmum 200 þúsund krónum fyrir fulla vinnu og að lágmarkslaun fari þannig upp í 300 þúsund krónur innan þriggja ára. Krafan er sett fram meðal annars í ljósi mikils hagnaðar fyrirtækja og hækkana til hinna hæst launuðu í þjóðfélaginu. „Fólk er bara orðið reitt,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, „Það er ekki hægt að lifa sómasamlegu lífi á þessum launum. Þegar við bætast hækkanir á matarskatti og hærri húsnæðiskostnaður þá er ljóst að staða verkafólks er orðin óviðunandi og það nær einfaldlega ekki að framfleyta fjölskyldum sínum. Félagsmenn okkar eru harðduglegt fólk sem gengur óþreytt til sinna verka gegn því að fá sanngjörn laun.“ Björn segir almenning vera á þeirra bandi um að rúmar tvö hundruð þúsund krónur á mánuði séu ekki boðleg laun fyrir fulla vinnu. „Miðað við forsendur þær sem atvinnurekendur hafa sett fram þá er verið að bjóða þessu fólki upp á nokkra þúsund kalla í hækkun. Það sættir sig enginn við í okkar hópi og við erum því nauðbeygð að grípa til þessara aðgerða. Við vonum auðvitað í lengstu lög að það megi forða verkföllum. Þau eiga alltaf að vera neyðarúrræði. Það er hins vegar enginn bilbugur á okkar fólki og við erum búin undir að þetta geti orðið löng orrusta.“Verkfallsaðgerðirnar eru skipulagðar svona: 30. apríl 2015 - Allsherjar vinnustöðvun frá klukkan 12:00 á hádegi til miðnættis sama dag. 6. maí 2015 - Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 6. maí). 7. maí 2015 - Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 7. maí). 19. maí 2015 - Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 19. maí). 20. maí 2015 - Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 20. maí). 26. maí 2015 - Ótímabundin vinnustöðvun hefst á miðnætti aðfaranótt 26. maí 2015.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira