Siggi Sigurjóns: „Ég á allt eins von á því að Rolling Stones hringi í mig" Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2015 07:43 Siggi Sigurjóns hefur slegið í gegn í myndbandinu við lagið Crystals með Of Monsters and Men. Það má með sanni segja að leikarinn Siggi Sigurjóns hafi slegið í gegn í myndbandi við nýjasta lag hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, Crystals. Siggi er með reynslumeiri leikurum þjóðarinnar en þrátt fyrir það átti hann ekki von á þeim sterku viðbrögðum sem hann hefur fengið fyrir túlkun sína í myndbandi Of Monsters and Men. „Þau höfðu bara samband við mig, krakkarnir í bandinu og umboðsmaður þeirra, og spurðu mig hvort að ég væri til í að flytja þetta lag í vídjói. Mér vafðist auðvitað tunga um tönn en verandi mikill aðdáandi þeirra að þá þurfti ég nú ekki að hugsa mig lengi um,“ segir Siggi í samtali við Ísland í dag. Hann fékk varla dag til þess að læra lagið en það kemur ekki að sök enda segir Siggi að það sé gott að gera svona einfaldlega „on the spot og skrúfa frá einhverjum fíling.“ „Ég er bara með skeggið í nærmynd og allar hrukkurnar og þurfti að læra textann dálítið hratt,“ segir Siggi og bætir við að það hafi gengið vel. Myndbandið var frumsýnt á mánudagskvöld og aðdáendur hljómsveitarinnar hafa velt fyrir sér hver þetta eiginlega sé sem syngur af svo mikilli innlifun. Hafa menn meira að segja líkt Sigga við bandaríska leikarann Robin Williams. Söngurinn hefur augljóslega vakið athygli því á kvikmyndasíðunni IMDB.com hefur nafn Sigga rokið upp um 52.000 á sérstökum stjörnumæli síðunnar. „Ég er svo sem bara vanur viðbrögðum frá Íslandi enda er það minn markhópur en þetta eru mjög sterk viðbrögð vægast sagt og svolítið ný upplifun fyrir mig.“ Siggi er að frumsýna Fjalla-Eyvind í næstu viku í Þjóðleikhúsinu og segist hlakka mikið til en hann leikur útilegumann í verkinu. Hann segist svo nóg í pípunum að loknu því verkefni. Aðspurður hvort það sé ekki líklegt að honum verði boðið í fleiri myndbönd segir Siggi léttur í bragði: „Ég á allt eins von á því að Rolling Stones hringi í mig, hver veit.“ Innslagið úr Íslandi í dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir Geðþokki Sigga og skeggvöxtur heillaði OMAM: „Hann er bara svo flottur gæi“ Frammistaða leikarans Sigurðar Sigurjónssonar hefur vakið mikla eftirtekt. 18. mars 2015 11:15 Of Monsters and Men heldur tónleika á Íslandi "Það verður gott að koma aðeins heim og fá skammt af íslensku sumri í leiðinni,“ segir Ragnar Þórhallsson. 17. mars 2015 08:30 Hlustaðu á nýtt lag Of Monsters And Men Fyrsta smáskífa plötunnar Beneath The Skin er komin út. 16. mars 2015 19:00 Siggi Sigurjóns fer á kostum í myndbandi Of Monsters and Men: "Of spennandi og skrýtið til að hafna því“ Syngur af mikilli innlifun með laginu Crystals. 16. mars 2015 19:31 Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira
Það má með sanni segja að leikarinn Siggi Sigurjóns hafi slegið í gegn í myndbandi við nýjasta lag hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, Crystals. Siggi er með reynslumeiri leikurum þjóðarinnar en þrátt fyrir það átti hann ekki von á þeim sterku viðbrögðum sem hann hefur fengið fyrir túlkun sína í myndbandi Of Monsters and Men. „Þau höfðu bara samband við mig, krakkarnir í bandinu og umboðsmaður þeirra, og spurðu mig hvort að ég væri til í að flytja þetta lag í vídjói. Mér vafðist auðvitað tunga um tönn en verandi mikill aðdáandi þeirra að þá þurfti ég nú ekki að hugsa mig lengi um,“ segir Siggi í samtali við Ísland í dag. Hann fékk varla dag til þess að læra lagið en það kemur ekki að sök enda segir Siggi að það sé gott að gera svona einfaldlega „on the spot og skrúfa frá einhverjum fíling.“ „Ég er bara með skeggið í nærmynd og allar hrukkurnar og þurfti að læra textann dálítið hratt,“ segir Siggi og bætir við að það hafi gengið vel. Myndbandið var frumsýnt á mánudagskvöld og aðdáendur hljómsveitarinnar hafa velt fyrir sér hver þetta eiginlega sé sem syngur af svo mikilli innlifun. Hafa menn meira að segja líkt Sigga við bandaríska leikarann Robin Williams. Söngurinn hefur augljóslega vakið athygli því á kvikmyndasíðunni IMDB.com hefur nafn Sigga rokið upp um 52.000 á sérstökum stjörnumæli síðunnar. „Ég er svo sem bara vanur viðbrögðum frá Íslandi enda er það minn markhópur en þetta eru mjög sterk viðbrögð vægast sagt og svolítið ný upplifun fyrir mig.“ Siggi er að frumsýna Fjalla-Eyvind í næstu viku í Þjóðleikhúsinu og segist hlakka mikið til en hann leikur útilegumann í verkinu. Hann segist svo nóg í pípunum að loknu því verkefni. Aðspurður hvort það sé ekki líklegt að honum verði boðið í fleiri myndbönd segir Siggi léttur í bragði: „Ég á allt eins von á því að Rolling Stones hringi í mig, hver veit.“ Innslagið úr Íslandi í dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir Geðþokki Sigga og skeggvöxtur heillaði OMAM: „Hann er bara svo flottur gæi“ Frammistaða leikarans Sigurðar Sigurjónssonar hefur vakið mikla eftirtekt. 18. mars 2015 11:15 Of Monsters and Men heldur tónleika á Íslandi "Það verður gott að koma aðeins heim og fá skammt af íslensku sumri í leiðinni,“ segir Ragnar Þórhallsson. 17. mars 2015 08:30 Hlustaðu á nýtt lag Of Monsters And Men Fyrsta smáskífa plötunnar Beneath The Skin er komin út. 16. mars 2015 19:00 Siggi Sigurjóns fer á kostum í myndbandi Of Monsters and Men: "Of spennandi og skrýtið til að hafna því“ Syngur af mikilli innlifun með laginu Crystals. 16. mars 2015 19:31 Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira
Geðþokki Sigga og skeggvöxtur heillaði OMAM: „Hann er bara svo flottur gæi“ Frammistaða leikarans Sigurðar Sigurjónssonar hefur vakið mikla eftirtekt. 18. mars 2015 11:15
Of Monsters and Men heldur tónleika á Íslandi "Það verður gott að koma aðeins heim og fá skammt af íslensku sumri í leiðinni,“ segir Ragnar Þórhallsson. 17. mars 2015 08:30
Hlustaðu á nýtt lag Of Monsters And Men Fyrsta smáskífa plötunnar Beneath The Skin er komin út. 16. mars 2015 19:00
Siggi Sigurjóns fer á kostum í myndbandi Of Monsters and Men: "Of spennandi og skrýtið til að hafna því“ Syngur af mikilli innlifun með laginu Crystals. 16. mars 2015 19:31