Siggi Sigurjóns: „Ég á allt eins von á því að Rolling Stones hringi í mig" Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2015 07:43 Siggi Sigurjóns hefur slegið í gegn í myndbandinu við lagið Crystals með Of Monsters and Men. Það má með sanni segja að leikarinn Siggi Sigurjóns hafi slegið í gegn í myndbandi við nýjasta lag hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, Crystals. Siggi er með reynslumeiri leikurum þjóðarinnar en þrátt fyrir það átti hann ekki von á þeim sterku viðbrögðum sem hann hefur fengið fyrir túlkun sína í myndbandi Of Monsters and Men. „Þau höfðu bara samband við mig, krakkarnir í bandinu og umboðsmaður þeirra, og spurðu mig hvort að ég væri til í að flytja þetta lag í vídjói. Mér vafðist auðvitað tunga um tönn en verandi mikill aðdáandi þeirra að þá þurfti ég nú ekki að hugsa mig lengi um,“ segir Siggi í samtali við Ísland í dag. Hann fékk varla dag til þess að læra lagið en það kemur ekki að sök enda segir Siggi að það sé gott að gera svona einfaldlega „on the spot og skrúfa frá einhverjum fíling.“ „Ég er bara með skeggið í nærmynd og allar hrukkurnar og þurfti að læra textann dálítið hratt,“ segir Siggi og bætir við að það hafi gengið vel. Myndbandið var frumsýnt á mánudagskvöld og aðdáendur hljómsveitarinnar hafa velt fyrir sér hver þetta eiginlega sé sem syngur af svo mikilli innlifun. Hafa menn meira að segja líkt Sigga við bandaríska leikarann Robin Williams. Söngurinn hefur augljóslega vakið athygli því á kvikmyndasíðunni IMDB.com hefur nafn Sigga rokið upp um 52.000 á sérstökum stjörnumæli síðunnar. „Ég er svo sem bara vanur viðbrögðum frá Íslandi enda er það minn markhópur en þetta eru mjög sterk viðbrögð vægast sagt og svolítið ný upplifun fyrir mig.“ Siggi er að frumsýna Fjalla-Eyvind í næstu viku í Þjóðleikhúsinu og segist hlakka mikið til en hann leikur útilegumann í verkinu. Hann segist svo nóg í pípunum að loknu því verkefni. Aðspurður hvort það sé ekki líklegt að honum verði boðið í fleiri myndbönd segir Siggi léttur í bragði: „Ég á allt eins von á því að Rolling Stones hringi í mig, hver veit.“ Innslagið úr Íslandi í dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir Geðþokki Sigga og skeggvöxtur heillaði OMAM: „Hann er bara svo flottur gæi“ Frammistaða leikarans Sigurðar Sigurjónssonar hefur vakið mikla eftirtekt. 18. mars 2015 11:15 Of Monsters and Men heldur tónleika á Íslandi "Það verður gott að koma aðeins heim og fá skammt af íslensku sumri í leiðinni,“ segir Ragnar Þórhallsson. 17. mars 2015 08:30 Hlustaðu á nýtt lag Of Monsters And Men Fyrsta smáskífa plötunnar Beneath The Skin er komin út. 16. mars 2015 19:00 Siggi Sigurjóns fer á kostum í myndbandi Of Monsters and Men: "Of spennandi og skrýtið til að hafna því“ Syngur af mikilli innlifun með laginu Crystals. 16. mars 2015 19:31 Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Það má með sanni segja að leikarinn Siggi Sigurjóns hafi slegið í gegn í myndbandi við nýjasta lag hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, Crystals. Siggi er með reynslumeiri leikurum þjóðarinnar en þrátt fyrir það átti hann ekki von á þeim sterku viðbrögðum sem hann hefur fengið fyrir túlkun sína í myndbandi Of Monsters and Men. „Þau höfðu bara samband við mig, krakkarnir í bandinu og umboðsmaður þeirra, og spurðu mig hvort að ég væri til í að flytja þetta lag í vídjói. Mér vafðist auðvitað tunga um tönn en verandi mikill aðdáandi þeirra að þá þurfti ég nú ekki að hugsa mig lengi um,“ segir Siggi í samtali við Ísland í dag. Hann fékk varla dag til þess að læra lagið en það kemur ekki að sök enda segir Siggi að það sé gott að gera svona einfaldlega „on the spot og skrúfa frá einhverjum fíling.“ „Ég er bara með skeggið í nærmynd og allar hrukkurnar og þurfti að læra textann dálítið hratt,“ segir Siggi og bætir við að það hafi gengið vel. Myndbandið var frumsýnt á mánudagskvöld og aðdáendur hljómsveitarinnar hafa velt fyrir sér hver þetta eiginlega sé sem syngur af svo mikilli innlifun. Hafa menn meira að segja líkt Sigga við bandaríska leikarann Robin Williams. Söngurinn hefur augljóslega vakið athygli því á kvikmyndasíðunni IMDB.com hefur nafn Sigga rokið upp um 52.000 á sérstökum stjörnumæli síðunnar. „Ég er svo sem bara vanur viðbrögðum frá Íslandi enda er það minn markhópur en þetta eru mjög sterk viðbrögð vægast sagt og svolítið ný upplifun fyrir mig.“ Siggi er að frumsýna Fjalla-Eyvind í næstu viku í Þjóðleikhúsinu og segist hlakka mikið til en hann leikur útilegumann í verkinu. Hann segist svo nóg í pípunum að loknu því verkefni. Aðspurður hvort það sé ekki líklegt að honum verði boðið í fleiri myndbönd segir Siggi léttur í bragði: „Ég á allt eins von á því að Rolling Stones hringi í mig, hver veit.“ Innslagið úr Íslandi í dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir Geðþokki Sigga og skeggvöxtur heillaði OMAM: „Hann er bara svo flottur gæi“ Frammistaða leikarans Sigurðar Sigurjónssonar hefur vakið mikla eftirtekt. 18. mars 2015 11:15 Of Monsters and Men heldur tónleika á Íslandi "Það verður gott að koma aðeins heim og fá skammt af íslensku sumri í leiðinni,“ segir Ragnar Þórhallsson. 17. mars 2015 08:30 Hlustaðu á nýtt lag Of Monsters And Men Fyrsta smáskífa plötunnar Beneath The Skin er komin út. 16. mars 2015 19:00 Siggi Sigurjóns fer á kostum í myndbandi Of Monsters and Men: "Of spennandi og skrýtið til að hafna því“ Syngur af mikilli innlifun með laginu Crystals. 16. mars 2015 19:31 Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Geðþokki Sigga og skeggvöxtur heillaði OMAM: „Hann er bara svo flottur gæi“ Frammistaða leikarans Sigurðar Sigurjónssonar hefur vakið mikla eftirtekt. 18. mars 2015 11:15
Of Monsters and Men heldur tónleika á Íslandi "Það verður gott að koma aðeins heim og fá skammt af íslensku sumri í leiðinni,“ segir Ragnar Þórhallsson. 17. mars 2015 08:30
Hlustaðu á nýtt lag Of Monsters And Men Fyrsta smáskífa plötunnar Beneath The Skin er komin út. 16. mars 2015 19:00
Siggi Sigurjóns fer á kostum í myndbandi Of Monsters and Men: "Of spennandi og skrýtið til að hafna því“ Syngur af mikilli innlifun með laginu Crystals. 16. mars 2015 19:31