Vilja umbylta landbúnaðarstefnu Samfylkingarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2015 08:14 Eva Indriðadóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna. Vísir Ungir jafnaðarmenn ætla að berjast gegn „íhaldssömum jafnaðarmönnum“ á landsfundi Samfylkingar sem hefst á morgun, 20. mars á Hótel Sögu. Í yfirlýsingu sem Ungir jafnaðarmenn hafa sent frá sér segja þeir að ekki verði veittur neinn afsláttur af baráttumálum þeirra á landsfundinum. Þeir vilja umbylta landbúnaðarstefnu flokksins og hafna olíuvinnslu og biðjast afsökunar á ferlinu tengdri henni. Þá vilja þeir einnig aðskilnað ríkis og kirkju og færa kosningaaldur niður í 16 ár. Yfirlýsingu Ungra jafnaðarmanna má sjá í heild sinni hér að neðan:Ungir jafnaðarmenn munu ekki veita neinn afslátt af baráttumálum sínum á komandi landsfundi Samfylkingarinnar. Formaðurinn segir að flokkurinn verði að aðlaga sig nútímanum og boðar harða baráttu Ungra jafnaðarmanna gegn þeim sem hún kallar “íhaldssama jafnaðarmenn”.Fyrir landsfundi liggja tvær umdeildar tillögur frá Ungum jafnaðarmönnum, önnur í olíumálum og hin í landbúnaðarmálum. Í landbúnaðarmálum leggja þeir til að allt kerfið verði endurskoðað með það að markmiði að auka nýliðun í greininni og stuðla að nýsköpun, samkeppni og sjálfbærni.„Ungir jafnaðarmenn vilja nútímalega og skynsama stefnu í landbúnaði. Við reyndum að leggja fram ansi róttæka tillögu í þeim efnum kosningaárið 2013 en forysta flokksins stöðvaði framgang hennar. Nýja tillagan er sambærileg og mun væntanlega hrista rækilega upp í fundinum,“ segir Eva Indriðadóttir formaður Ungra jafnaðarmanna.Olíutillagan felur í sér að Samfylkingin hafni olíuvinnslu við Íslandsstrendur. Tillagan er róttæk og líkleg til að vekja heitar umræður. Sérstakur olíuhópur Samfylkingarinnar hefur unnið að stefnumótun flokksins í olíumálum síðastliðið ár. Hann hefur staðið fyrir málefnastarfi og meðal annars haldið fjölsóttan og ítarlegan fund um málið. Þrátt fyrir það er ekki neinnar efnislegrar tillögu að vænta frá hópnum.„Olíuhópurinn hefur haft heilt ár og tillaga hans til þessa landsfundar verður að fresta stefnumótun í þessu máli um tvö ár í viðbót. Það er með öllu óásættanlegt og skoðun okkar er sú að það er löngu kominn tími til þess að flokkurinn taki afstöðu í þessu mikilvæga máli og biðjist afsökunar á hlut sínum í því,“ segir Eva.Þriðja áherslumál Ungra jafnaðarmanna á landsfundi varðar jafnrétti trúfélaga. Tillaga um aðskilnað ríkis og kirkju liggur fyrir lýðræðis-, jafnréttis- og stjórnfestunefnd flokksins.„Jafnaðarmannaflokkur er það bara að nafninu til ef hann styður forréttindastöðu eins trúfélags á kostnað allra hina. Ungir jafnaðarmenn krefjast fulls jafnréttis trúfélaga á Íslandi og munu berjast af hörku gegn íhaldssömum jafnaðarmönnum um það mál,“ segir Eva.„Fyrir sömu nefnd liggur tillaga um lækkun almenns kosningaaldurs í 16 ár. Markmiðið með lækkun kosningaaldurs er að auka stjórnmálaþátttöku ungs fólks. Við í Ungum jafnaðarmönnum höfum fulla trú á því að þessi tillaga nái fram að ganga, enda eru 16 ára einstaklingar fullfærir um að hugsa og mynda sér sínar eigin stjórnmálaskoðanir,“ segir Eva. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Ungir jafnaðarmenn ætla að berjast gegn „íhaldssömum jafnaðarmönnum“ á landsfundi Samfylkingar sem hefst á morgun, 20. mars á Hótel Sögu. Í yfirlýsingu sem Ungir jafnaðarmenn hafa sent frá sér segja þeir að ekki verði veittur neinn afsláttur af baráttumálum þeirra á landsfundinum. Þeir vilja umbylta landbúnaðarstefnu flokksins og hafna olíuvinnslu og biðjast afsökunar á ferlinu tengdri henni. Þá vilja þeir einnig aðskilnað ríkis og kirkju og færa kosningaaldur niður í 16 ár. Yfirlýsingu Ungra jafnaðarmanna má sjá í heild sinni hér að neðan:Ungir jafnaðarmenn munu ekki veita neinn afslátt af baráttumálum sínum á komandi landsfundi Samfylkingarinnar. Formaðurinn segir að flokkurinn verði að aðlaga sig nútímanum og boðar harða baráttu Ungra jafnaðarmanna gegn þeim sem hún kallar “íhaldssama jafnaðarmenn”.Fyrir landsfundi liggja tvær umdeildar tillögur frá Ungum jafnaðarmönnum, önnur í olíumálum og hin í landbúnaðarmálum. Í landbúnaðarmálum leggja þeir til að allt kerfið verði endurskoðað með það að markmiði að auka nýliðun í greininni og stuðla að nýsköpun, samkeppni og sjálfbærni.„Ungir jafnaðarmenn vilja nútímalega og skynsama stefnu í landbúnaði. Við reyndum að leggja fram ansi róttæka tillögu í þeim efnum kosningaárið 2013 en forysta flokksins stöðvaði framgang hennar. Nýja tillagan er sambærileg og mun væntanlega hrista rækilega upp í fundinum,“ segir Eva Indriðadóttir formaður Ungra jafnaðarmanna.Olíutillagan felur í sér að Samfylkingin hafni olíuvinnslu við Íslandsstrendur. Tillagan er róttæk og líkleg til að vekja heitar umræður. Sérstakur olíuhópur Samfylkingarinnar hefur unnið að stefnumótun flokksins í olíumálum síðastliðið ár. Hann hefur staðið fyrir málefnastarfi og meðal annars haldið fjölsóttan og ítarlegan fund um málið. Þrátt fyrir það er ekki neinnar efnislegrar tillögu að vænta frá hópnum.„Olíuhópurinn hefur haft heilt ár og tillaga hans til þessa landsfundar verður að fresta stefnumótun í þessu máli um tvö ár í viðbót. Það er með öllu óásættanlegt og skoðun okkar er sú að það er löngu kominn tími til þess að flokkurinn taki afstöðu í þessu mikilvæga máli og biðjist afsökunar á hlut sínum í því,“ segir Eva.Þriðja áherslumál Ungra jafnaðarmanna á landsfundi varðar jafnrétti trúfélaga. Tillaga um aðskilnað ríkis og kirkju liggur fyrir lýðræðis-, jafnréttis- og stjórnfestunefnd flokksins.„Jafnaðarmannaflokkur er það bara að nafninu til ef hann styður forréttindastöðu eins trúfélags á kostnað allra hina. Ungir jafnaðarmenn krefjast fulls jafnréttis trúfélaga á Íslandi og munu berjast af hörku gegn íhaldssömum jafnaðarmönnum um það mál,“ segir Eva.„Fyrir sömu nefnd liggur tillaga um lækkun almenns kosningaaldurs í 16 ár. Markmiðið með lækkun kosningaaldurs er að auka stjórnmálaþátttöku ungs fólks. Við í Ungum jafnaðarmönnum höfum fulla trú á því að þessi tillaga nái fram að ganga, enda eru 16 ára einstaklingar fullfærir um að hugsa og mynda sér sínar eigin stjórnmálaskoðanir,“ segir Eva.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira