Rottur sýnilegri í borginni en fyrri ár Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. júlí 2015 12:03 Það skal tekið fram að þessi rottuhrúga er ekki íslensk. vísir/getty „Mín tilfinning er að þetta sé nokkuð svipað og undanfarin ár,“ segir Ólafur Heiðarsson, meindýraeyðir hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, aðspurður um hvort meira sé af rottum í borginni nú en áður. Sú rotta sem við Íslendingar þekkja er brúnrottan sem Norðmenn eru enn ævareiðir að hafi verið gefið nafnið rattus norvegicus. Svartrottan, sem er öllu minni en brúnrottan, er útdauð hérlendis. „Þær hafa löngum lifað í lögnum víðsvegar um bæinn og þar sem bilanir verða þá birtast þær yfirleitt. Viðbrögð okkar eru snör og málin eru nær undantekningalaust leyst mjög snöggt.“ Undanfarið hefur það verið í umræðuni hvort rottufaraldur sé í Reykjavík enda rottur orðið nokkuð sýnilegri en áður. Ólafur tekur undir þá kenningu að það gæti haft með það að gera að framkvæmdir séu í gangi víða. „Það segir sig eiginlega sjálft. Þær lifa og hrærast í holræsunum og þegar eitthvað raskar ró þeirra þá geta þær farið á flakk og kíkt upp á yfirborðið.“ Ólafur segir einnig að sú mynd sem fólk hefur af rottunum sé oftar en ekki ýkt. „Þetta eru pínulítil spendýr. Þær geta borið með sér ógeð úr klóakinu sem fólki er illa við en síðan knúsar það köttinn sinn sem sökkvir tönnunum sínum í þær á nóttunni,“ segir hann kíminn að lokum. Smári Sveinsson, meindýraeyðir, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sem hann ræddi um meindýr í Reykjavík. Þar bar rottur á góma. „Þær hafa horfið úr fjöruborðinu með tilkomu dælustöðva en þær eru ennþá um allt í holræsunum. Borgin hefur staðið sig vel í að eitra fyrir þeim en ástandið á klóakinu er lélegt ansi víða. Borgin er að gera sitt en húseigendur verða að hugsa betur um lagnirnar.“ Tengdar fréttir „Passið ykkur á rottunum, þær gætu bitið ykkur“ Rottur hafa undanfarið sýnt sig á óvenjulegum stöðum og hrellt fólk í borginni með stuttu millibili. 9. júní 2014 20:08 Vesturbæjarlaug lokað vegna rottu Laugin er nú lokuð á meðan beðið er eftir meindýraeyði. 8. júní 2014 12:33 Rotta hræddi líftóruna úr farþegum lestar Fjölmargir í vagninum standa í sætum sínum og æpa þegar rottan hleypur um gólfið. 9. apríl 2014 23:15 Risastór rotta hræddi sænska fjölskyldu „Þetta er stærsta rotta sem ég hef nokkru sinni séð,“ segir Erik Bengtson-Korsås sem fékk rottuna inn á eldhúsgólf til sín. 27. mars 2014 12:27 Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
„Mín tilfinning er að þetta sé nokkuð svipað og undanfarin ár,“ segir Ólafur Heiðarsson, meindýraeyðir hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, aðspurður um hvort meira sé af rottum í borginni nú en áður. Sú rotta sem við Íslendingar þekkja er brúnrottan sem Norðmenn eru enn ævareiðir að hafi verið gefið nafnið rattus norvegicus. Svartrottan, sem er öllu minni en brúnrottan, er útdauð hérlendis. „Þær hafa löngum lifað í lögnum víðsvegar um bæinn og þar sem bilanir verða þá birtast þær yfirleitt. Viðbrögð okkar eru snör og málin eru nær undantekningalaust leyst mjög snöggt.“ Undanfarið hefur það verið í umræðuni hvort rottufaraldur sé í Reykjavík enda rottur orðið nokkuð sýnilegri en áður. Ólafur tekur undir þá kenningu að það gæti haft með það að gera að framkvæmdir séu í gangi víða. „Það segir sig eiginlega sjálft. Þær lifa og hrærast í holræsunum og þegar eitthvað raskar ró þeirra þá geta þær farið á flakk og kíkt upp á yfirborðið.“ Ólafur segir einnig að sú mynd sem fólk hefur af rottunum sé oftar en ekki ýkt. „Þetta eru pínulítil spendýr. Þær geta borið með sér ógeð úr klóakinu sem fólki er illa við en síðan knúsar það köttinn sinn sem sökkvir tönnunum sínum í þær á nóttunni,“ segir hann kíminn að lokum. Smári Sveinsson, meindýraeyðir, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sem hann ræddi um meindýr í Reykjavík. Þar bar rottur á góma. „Þær hafa horfið úr fjöruborðinu með tilkomu dælustöðva en þær eru ennþá um allt í holræsunum. Borgin hefur staðið sig vel í að eitra fyrir þeim en ástandið á klóakinu er lélegt ansi víða. Borgin er að gera sitt en húseigendur verða að hugsa betur um lagnirnar.“
Tengdar fréttir „Passið ykkur á rottunum, þær gætu bitið ykkur“ Rottur hafa undanfarið sýnt sig á óvenjulegum stöðum og hrellt fólk í borginni með stuttu millibili. 9. júní 2014 20:08 Vesturbæjarlaug lokað vegna rottu Laugin er nú lokuð á meðan beðið er eftir meindýraeyði. 8. júní 2014 12:33 Rotta hræddi líftóruna úr farþegum lestar Fjölmargir í vagninum standa í sætum sínum og æpa þegar rottan hleypur um gólfið. 9. apríl 2014 23:15 Risastór rotta hræddi sænska fjölskyldu „Þetta er stærsta rotta sem ég hef nokkru sinni séð,“ segir Erik Bengtson-Korsås sem fékk rottuna inn á eldhúsgólf til sín. 27. mars 2014 12:27 Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
„Passið ykkur á rottunum, þær gætu bitið ykkur“ Rottur hafa undanfarið sýnt sig á óvenjulegum stöðum og hrellt fólk í borginni með stuttu millibili. 9. júní 2014 20:08
Vesturbæjarlaug lokað vegna rottu Laugin er nú lokuð á meðan beðið er eftir meindýraeyði. 8. júní 2014 12:33
Rotta hræddi líftóruna úr farþegum lestar Fjölmargir í vagninum standa í sætum sínum og æpa þegar rottan hleypur um gólfið. 9. apríl 2014 23:15
Risastór rotta hræddi sænska fjölskyldu „Þetta er stærsta rotta sem ég hef nokkru sinni séð,“ segir Erik Bengtson-Korsås sem fékk rottuna inn á eldhúsgólf til sín. 27. mars 2014 12:27