Allt bendir til að 1100 sjúkraliðar leggi niður störf sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 8. október 2015 12:45 „Staðan í okkar viðræðum er mjög alvarleg," segir framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands. mynd/sfr Allt stefnir í að ellefu hundruð sjúkraliðar leggi niður störf í næstu viku, að sögn Gunnars Arnar Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjúkraliðafélags Íslands. Hann er ósáttur við að félaginu sé ekki boðinn viðlíka samningur og þeim sem Starfsgreinasambandið undirritaði í gær. „Það virtist enginn áhugi vera fyrir að semja við okkur á síðasta fundi. En við getum ekki séð annað en að samningurinn við Starfsgreinasambandið sé nákvæmlega á þeim nótum sem við erum að fara fram á. Þannig að þetta er óskiljanlegt fyrir okkur. Ég verð bara að segja það,” segir Gunnar Örn.Kjaradeilan í algjörum hnút Hann segir kjaradeiluna í algjörum hnút og enga lausn í sjónmáli. „Staðan í okkar viðræðum er mjög alvarleg. Hún er eiginlega bara á núllpunkti. Við erum dottin aftur til baka í mars í vor þar sem það lá fyrir að við ættum að semja eins og almenni markaðurinn krefur okkur um, þannig að það stefnir bara allt í verkfall. Mig langar að bæta því við að ef fjármálaráðherra heldur að okkar fólk sé tilbúið til að semja um eitthvað annað en hann er búinn að semja við aðrar stéttir sem eru undir hans stjórn eða ábyrgð, þá kemur það aldrei til greina.” Þá segist Gunnar ósáttur við umræðuna um kjarasamninga opinberra starfsmanna. „Varðandi þessa umræðu um að allt fari til andskotans ef þeir opinberu starfsmenn sem eftir eru fái viðlíka kjarabætur og aðrir. Það situr enn í mínu minni þegar framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kom fram þegar krafan um 300 þúsund krónurnar kom, þá var sú sama ræða haldin að hér færi verðbólga af stað og gengið félli. En nú heldur hann því fram að það sé eina viðmiðið. Þannig að svona pantaðar niðurstöður frá einhverjum hagfræðingum sem halda því að allt fari til fjandans, við hlustum ekki á þær.”Þolinmæðin á þrotum Undanfarna mánuði hefur Sjúkraliðafélag íslands, Landssamband lögreglumanna og SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu átt í sameiginlegum kjaraviðræðum við ríkið. Kjarasamningar félaganna hafa verið lausir í síðan vor en deilu þeirra var vísað til ríkissáttasemjara í júní. Lögreglumenn segja þolinmæði þeirra á þrotum, og sendir hvert lögreglufélagið af öðru frá sér ályktanir þar sem það kemur fram. Lögreglufélag Suðurnesja sendi í gærkvöldi frá sér ályktun þar sem segir meðal annars að skilaboð samningamanna ríkisins á síðasta árangurslausa samningafundi séu ekkert annað en lítilsvirðing við þær stéttir sem ósamið er við. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið semja við ríkið Samningurinn er á svipuðum nótum og samið var um á almennum markaði í vor. 7. október 2015 20:09 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Fleiri fréttir Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Sjá meira
Allt stefnir í að ellefu hundruð sjúkraliðar leggi niður störf í næstu viku, að sögn Gunnars Arnar Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjúkraliðafélags Íslands. Hann er ósáttur við að félaginu sé ekki boðinn viðlíka samningur og þeim sem Starfsgreinasambandið undirritaði í gær. „Það virtist enginn áhugi vera fyrir að semja við okkur á síðasta fundi. En við getum ekki séð annað en að samningurinn við Starfsgreinasambandið sé nákvæmlega á þeim nótum sem við erum að fara fram á. Þannig að þetta er óskiljanlegt fyrir okkur. Ég verð bara að segja það,” segir Gunnar Örn.Kjaradeilan í algjörum hnút Hann segir kjaradeiluna í algjörum hnút og enga lausn í sjónmáli. „Staðan í okkar viðræðum er mjög alvarleg. Hún er eiginlega bara á núllpunkti. Við erum dottin aftur til baka í mars í vor þar sem það lá fyrir að við ættum að semja eins og almenni markaðurinn krefur okkur um, þannig að það stefnir bara allt í verkfall. Mig langar að bæta því við að ef fjármálaráðherra heldur að okkar fólk sé tilbúið til að semja um eitthvað annað en hann er búinn að semja við aðrar stéttir sem eru undir hans stjórn eða ábyrgð, þá kemur það aldrei til greina.” Þá segist Gunnar ósáttur við umræðuna um kjarasamninga opinberra starfsmanna. „Varðandi þessa umræðu um að allt fari til andskotans ef þeir opinberu starfsmenn sem eftir eru fái viðlíka kjarabætur og aðrir. Það situr enn í mínu minni þegar framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kom fram þegar krafan um 300 þúsund krónurnar kom, þá var sú sama ræða haldin að hér færi verðbólga af stað og gengið félli. En nú heldur hann því fram að það sé eina viðmiðið. Þannig að svona pantaðar niðurstöður frá einhverjum hagfræðingum sem halda því að allt fari til fjandans, við hlustum ekki á þær.”Þolinmæðin á þrotum Undanfarna mánuði hefur Sjúkraliðafélag íslands, Landssamband lögreglumanna og SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu átt í sameiginlegum kjaraviðræðum við ríkið. Kjarasamningar félaganna hafa verið lausir í síðan vor en deilu þeirra var vísað til ríkissáttasemjara í júní. Lögreglumenn segja þolinmæði þeirra á þrotum, og sendir hvert lögreglufélagið af öðru frá sér ályktanir þar sem það kemur fram. Lögreglufélag Suðurnesja sendi í gærkvöldi frá sér ályktun þar sem segir meðal annars að skilaboð samningamanna ríkisins á síðasta árangurslausa samningafundi séu ekkert annað en lítilsvirðing við þær stéttir sem ósamið er við.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið semja við ríkið Samningurinn er á svipuðum nótum og samið var um á almennum markaði í vor. 7. október 2015 20:09 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Fleiri fréttir Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Sjá meira
Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið semja við ríkið Samningurinn er á svipuðum nótum og samið var um á almennum markaði í vor. 7. október 2015 20:09