Mynd Dags Kára frumsýnd í Berlín Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. febrúar 2015 12:13 Myndin Virgin Mountain var frumsýnd á Berlinale í gær. Kvikmynd leikstjórans Dags Kára, Virgin Mountain, eða Fúsi, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Berlinale. Hátíðin er virt og stór í sniðum og er þetta í 65. skipti sem hún er haldin. Fyrstur dómar um myndina hafa verið birtir og fær myndin talsvert lof. Í Hollywood Reporter er myndin sögð jákvæð og er Degi Kára hrósað fyrir að hafa myndina létta, en efnistökin hefðu gefið einhverjum tilefni að hafa hanna þunga og dökka. Myndin er þó sögð vera of sæt og ljúf til þess að skilja mikið eftir sig. Frammistaða Gunnars Jónssonar er lofuð í hástert í dómnum. Sjá einnig: Ég er bara lítill strákur í hinum stóra heimi kvikmyndannaÁ vefnum Screen Daily fær Gunnar einnig mikið lof fyrir sína frammistöðu. Hann er sagður hannaður í hlutverk Fúsa, hins mjúka manns sem myndin fjallar um. Myndin er sögð eiga fullt erindi við fólk um allan heim. Hún er sögð full af húmor og að Dagur Kári sé samur við sig; að myndin flæði vel og að myndatakan bæti miklu við myndina. Myndin fjallar um Fúsa, hinn mjúka en jafnframt stóra mann, sem á aðeins einn vin, sem er nágranninn hans. Fúsi er einmana maður sem kynnist Sjöfn, sem Ilmur Kristjánsdóttir leikur. Myndin sýnir kynni þeirra tveggja og þá erfiðleika sem fylgja því að þau fari saman í samband. Gunnar Jónsson var í ítarlegu viðtali í síðasta helgarblaði Fréttablaðsins, þar sem hann sagðist hlakka til frumsýningarinnar: „Ég hef ekkert séð af myndinni enn þá. Hef verið að spara mér þetta því mig langar til þess að sjá myndina í heild sinni þegar þar að kemur. Ég hef samt engar áhyggjur af þessu, það er alfarið Dagur Kári sem þarf að vera í því að velta þessu fyrir sér og hann er góður í að spá og spekúlera. Svo er þessi danski tökumaður víst einhvers konar undrabarn þannig að þetta verður örugglega þrælflott hjá þeim, blessuðum. Maður sér það bara á plakatinu – allt svo einfalt og flott. Annars er ég bara lítill strákur í hinum stóra heimi sem er á leiðinni á rauða dregilinn. Ég veit að þetta verður dálítið skelfilegt en ætla nú bara að reyna að slappa af og njóta þess út í ystu æsar.“handles it with aplomb and this goes for the rest of the cast as well. Þakka screen daily falleg orð í minn garð #therestofthecast— Halldór Halldórsson (@DNADORI) February 10, 2015 Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Kvikmynd leikstjórans Dags Kára, Virgin Mountain, eða Fúsi, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Berlinale. Hátíðin er virt og stór í sniðum og er þetta í 65. skipti sem hún er haldin. Fyrstur dómar um myndina hafa verið birtir og fær myndin talsvert lof. Í Hollywood Reporter er myndin sögð jákvæð og er Degi Kára hrósað fyrir að hafa myndina létta, en efnistökin hefðu gefið einhverjum tilefni að hafa hanna þunga og dökka. Myndin er þó sögð vera of sæt og ljúf til þess að skilja mikið eftir sig. Frammistaða Gunnars Jónssonar er lofuð í hástert í dómnum. Sjá einnig: Ég er bara lítill strákur í hinum stóra heimi kvikmyndannaÁ vefnum Screen Daily fær Gunnar einnig mikið lof fyrir sína frammistöðu. Hann er sagður hannaður í hlutverk Fúsa, hins mjúka manns sem myndin fjallar um. Myndin er sögð eiga fullt erindi við fólk um allan heim. Hún er sögð full af húmor og að Dagur Kári sé samur við sig; að myndin flæði vel og að myndatakan bæti miklu við myndina. Myndin fjallar um Fúsa, hinn mjúka en jafnframt stóra mann, sem á aðeins einn vin, sem er nágranninn hans. Fúsi er einmana maður sem kynnist Sjöfn, sem Ilmur Kristjánsdóttir leikur. Myndin sýnir kynni þeirra tveggja og þá erfiðleika sem fylgja því að þau fari saman í samband. Gunnar Jónsson var í ítarlegu viðtali í síðasta helgarblaði Fréttablaðsins, þar sem hann sagðist hlakka til frumsýningarinnar: „Ég hef ekkert séð af myndinni enn þá. Hef verið að spara mér þetta því mig langar til þess að sjá myndina í heild sinni þegar þar að kemur. Ég hef samt engar áhyggjur af þessu, það er alfarið Dagur Kári sem þarf að vera í því að velta þessu fyrir sér og hann er góður í að spá og spekúlera. Svo er þessi danski tökumaður víst einhvers konar undrabarn þannig að þetta verður örugglega þrælflott hjá þeim, blessuðum. Maður sér það bara á plakatinu – allt svo einfalt og flott. Annars er ég bara lítill strákur í hinum stóra heimi sem er á leiðinni á rauða dregilinn. Ég veit að þetta verður dálítið skelfilegt en ætla nú bara að reyna að slappa af og njóta þess út í ystu æsar.“handles it with aplomb and this goes for the rest of the cast as well. Þakka screen daily falleg orð í minn garð #therestofthecast— Halldór Halldórsson (@DNADORI) February 10, 2015
Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira