Mynd Dags Kára frumsýnd í Berlín Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. febrúar 2015 12:13 Myndin Virgin Mountain var frumsýnd á Berlinale í gær. Kvikmynd leikstjórans Dags Kára, Virgin Mountain, eða Fúsi, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Berlinale. Hátíðin er virt og stór í sniðum og er þetta í 65. skipti sem hún er haldin. Fyrstur dómar um myndina hafa verið birtir og fær myndin talsvert lof. Í Hollywood Reporter er myndin sögð jákvæð og er Degi Kára hrósað fyrir að hafa myndina létta, en efnistökin hefðu gefið einhverjum tilefni að hafa hanna þunga og dökka. Myndin er þó sögð vera of sæt og ljúf til þess að skilja mikið eftir sig. Frammistaða Gunnars Jónssonar er lofuð í hástert í dómnum. Sjá einnig: Ég er bara lítill strákur í hinum stóra heimi kvikmyndannaÁ vefnum Screen Daily fær Gunnar einnig mikið lof fyrir sína frammistöðu. Hann er sagður hannaður í hlutverk Fúsa, hins mjúka manns sem myndin fjallar um. Myndin er sögð eiga fullt erindi við fólk um allan heim. Hún er sögð full af húmor og að Dagur Kári sé samur við sig; að myndin flæði vel og að myndatakan bæti miklu við myndina. Myndin fjallar um Fúsa, hinn mjúka en jafnframt stóra mann, sem á aðeins einn vin, sem er nágranninn hans. Fúsi er einmana maður sem kynnist Sjöfn, sem Ilmur Kristjánsdóttir leikur. Myndin sýnir kynni þeirra tveggja og þá erfiðleika sem fylgja því að þau fari saman í samband. Gunnar Jónsson var í ítarlegu viðtali í síðasta helgarblaði Fréttablaðsins, þar sem hann sagðist hlakka til frumsýningarinnar: „Ég hef ekkert séð af myndinni enn þá. Hef verið að spara mér þetta því mig langar til þess að sjá myndina í heild sinni þegar þar að kemur. Ég hef samt engar áhyggjur af þessu, það er alfarið Dagur Kári sem þarf að vera í því að velta þessu fyrir sér og hann er góður í að spá og spekúlera. Svo er þessi danski tökumaður víst einhvers konar undrabarn þannig að þetta verður örugglega þrælflott hjá þeim, blessuðum. Maður sér það bara á plakatinu – allt svo einfalt og flott. Annars er ég bara lítill strákur í hinum stóra heimi sem er á leiðinni á rauða dregilinn. Ég veit að þetta verður dálítið skelfilegt en ætla nú bara að reyna að slappa af og njóta þess út í ystu æsar.“handles it with aplomb and this goes for the rest of the cast as well. Þakka screen daily falleg orð í minn garð #therestofthecast— Halldór Halldórsson (@DNADORI) February 10, 2015 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Kvikmynd leikstjórans Dags Kára, Virgin Mountain, eða Fúsi, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Berlinale. Hátíðin er virt og stór í sniðum og er þetta í 65. skipti sem hún er haldin. Fyrstur dómar um myndina hafa verið birtir og fær myndin talsvert lof. Í Hollywood Reporter er myndin sögð jákvæð og er Degi Kára hrósað fyrir að hafa myndina létta, en efnistökin hefðu gefið einhverjum tilefni að hafa hanna þunga og dökka. Myndin er þó sögð vera of sæt og ljúf til þess að skilja mikið eftir sig. Frammistaða Gunnars Jónssonar er lofuð í hástert í dómnum. Sjá einnig: Ég er bara lítill strákur í hinum stóra heimi kvikmyndannaÁ vefnum Screen Daily fær Gunnar einnig mikið lof fyrir sína frammistöðu. Hann er sagður hannaður í hlutverk Fúsa, hins mjúka manns sem myndin fjallar um. Myndin er sögð eiga fullt erindi við fólk um allan heim. Hún er sögð full af húmor og að Dagur Kári sé samur við sig; að myndin flæði vel og að myndatakan bæti miklu við myndina. Myndin fjallar um Fúsa, hinn mjúka en jafnframt stóra mann, sem á aðeins einn vin, sem er nágranninn hans. Fúsi er einmana maður sem kynnist Sjöfn, sem Ilmur Kristjánsdóttir leikur. Myndin sýnir kynni þeirra tveggja og þá erfiðleika sem fylgja því að þau fari saman í samband. Gunnar Jónsson var í ítarlegu viðtali í síðasta helgarblaði Fréttablaðsins, þar sem hann sagðist hlakka til frumsýningarinnar: „Ég hef ekkert séð af myndinni enn þá. Hef verið að spara mér þetta því mig langar til þess að sjá myndina í heild sinni þegar þar að kemur. Ég hef samt engar áhyggjur af þessu, það er alfarið Dagur Kári sem þarf að vera í því að velta þessu fyrir sér og hann er góður í að spá og spekúlera. Svo er þessi danski tökumaður víst einhvers konar undrabarn þannig að þetta verður örugglega þrælflott hjá þeim, blessuðum. Maður sér það bara á plakatinu – allt svo einfalt og flott. Annars er ég bara lítill strákur í hinum stóra heimi sem er á leiðinni á rauða dregilinn. Ég veit að þetta verður dálítið skelfilegt en ætla nú bara að reyna að slappa af og njóta þess út í ystu æsar.“handles it with aplomb and this goes for the rest of the cast as well. Þakka screen daily falleg orð í minn garð #therestofthecast— Halldór Halldórsson (@DNADORI) February 10, 2015
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira