Byggðalínan löskuð á tveimur stöðum Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2015 10:31 Flestir notendur eru nú komnir með rafmagn á ný. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Stefán Umtalsvert tjón varð á flutningskerfi Landsnets í óveðrinu sem gekk yfir landið í gærkvöldi og í nótt. Í tilkynningu frá Landsneti kemur fram að flestir notendur séu nú komnir með rafmagn á ný. „Tvær línur í byggðalínuhringnum eru laskaðar og er kerfið nú rekið í minni einingum, eða svokölluðum eyjaresktri. Auk þess eru fimm aðrar línur úti og staðfestar skemmdir á sumum þeirra. Vinnuflokkar frá Landsneti undirbúa viðgerðir og eru ýmist farnir af stað eða fara um leið og færi gefst en ófært er enn víða um land og því erfitt um vik. Rangárvallalína 1, milli Varmahlíðar og Akureyrar, er löskuð í Blönduhlíð í Skagafirði. Þar féllu vírarnir á þjóðvegi eitt. Á byggðalínuhringnum er einnig Teigarhornslína 1, milli Hryggstekks í Skriðdal og Teigarhorns, ekki í rekstri. Fimm aðrar línur í byggðalínuhringum eru einnig úti og er óvíst um ástand þeirra. Þetta eru Eyvindarárlína 1, milli Hryggstekks og Eyvindarár við Egilsstaði, Kópaskerslína 1, út á Kópasker, og þrjár línur á Vestfjörðum. Þær eru Ísafjarðarlína 1, milli Breiðadals og Ísafjarðar, Breiðadalslína 1, milli Mjólkárvirkjunar og Breiðadals við Önundarfjörð, og Bolungarvíkurlína 1, milli Breiðadals og Bolungarvíkur. Óljóst er með ástandið á línunum fyrir vestan og fá Vestfirðingar nú rafmagn frá Mjólkárvirkjun og varaaflsstöðvum en staðfest er verulegt tjón á Kópaskerslínu, þar sem að minnsta kosti 10 staurastæður eru skemmdar, og fá íbúar á svæðinu rafmagn frá varaaflsstöð. Mesta straumleysið í nótt varð á Norðurlandi, á Eyjafjarðarsvæðinu og Akureyri, þegar bæði Rangárvallalína 1 og Kröflulína 1 leystu út, og á norðanverðum Vestfjörðum. Einnig urðu rafmagnstruflanir víðar um landið, s.s. á Austfjörðum og á Suðurlandi. Orsakir voru fyrst og fremst mjög mikill vindur ásamt ísingu, einkum á Austurlandi og Vestfjörðum. Ljóst er að mikið tjón hefur orðið á raforkukerfi Landsnets í óveðrinu í nótt en aðaláhersla er nú lögð á að viðgerðir. Vinnuflokkar Landsnets hafa verið kanna ástandið í nótt og eru að skipuleggja viðgerðir og taka til varahluti. Víða er erfitt um vik vegna ófærðar en reynt verður að hraða viðgerðum eins og hægt er,“ segir í tilkynningunni. Veður Tengdar fréttir Rafmagnslaust á Vesturlandi Vinnuflokkur frá Borgarnesi hefur hafið bilanaleit. 8. desember 2015 09:42 Þetta er það sem þú þarft að vita um veðrið daginn eftir storminn Veðrið gengið yfir landið að mestu en enn vindasamt. Rafmagn komið á aftur á flestum stöðum, 8. desember 2015 06:28 Strætó kemst ekki á rétt ról fyrr en um hálf níu Strætó mun ekki hefja akstur samkvæmt leiðakerfi strax núna í morgunsárið. Í tilkynningu frá Strætó segir að mesti vindur eigi að vera genginn yfir um kl.08 og verða vagnarnir komnir á rétt ról um kl.08:30 samkvæmt leiðakerfi. 8. desember 2015 07:10 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Umtalsvert tjón varð á flutningskerfi Landsnets í óveðrinu sem gekk yfir landið í gærkvöldi og í nótt. Í tilkynningu frá Landsneti kemur fram að flestir notendur séu nú komnir með rafmagn á ný. „Tvær línur í byggðalínuhringnum eru laskaðar og er kerfið nú rekið í minni einingum, eða svokölluðum eyjaresktri. Auk þess eru fimm aðrar línur úti og staðfestar skemmdir á sumum þeirra. Vinnuflokkar frá Landsneti undirbúa viðgerðir og eru ýmist farnir af stað eða fara um leið og færi gefst en ófært er enn víða um land og því erfitt um vik. Rangárvallalína 1, milli Varmahlíðar og Akureyrar, er löskuð í Blönduhlíð í Skagafirði. Þar féllu vírarnir á þjóðvegi eitt. Á byggðalínuhringnum er einnig Teigarhornslína 1, milli Hryggstekks í Skriðdal og Teigarhorns, ekki í rekstri. Fimm aðrar línur í byggðalínuhringum eru einnig úti og er óvíst um ástand þeirra. Þetta eru Eyvindarárlína 1, milli Hryggstekks og Eyvindarár við Egilsstaði, Kópaskerslína 1, út á Kópasker, og þrjár línur á Vestfjörðum. Þær eru Ísafjarðarlína 1, milli Breiðadals og Ísafjarðar, Breiðadalslína 1, milli Mjólkárvirkjunar og Breiðadals við Önundarfjörð, og Bolungarvíkurlína 1, milli Breiðadals og Bolungarvíkur. Óljóst er með ástandið á línunum fyrir vestan og fá Vestfirðingar nú rafmagn frá Mjólkárvirkjun og varaaflsstöðvum en staðfest er verulegt tjón á Kópaskerslínu, þar sem að minnsta kosti 10 staurastæður eru skemmdar, og fá íbúar á svæðinu rafmagn frá varaaflsstöð. Mesta straumleysið í nótt varð á Norðurlandi, á Eyjafjarðarsvæðinu og Akureyri, þegar bæði Rangárvallalína 1 og Kröflulína 1 leystu út, og á norðanverðum Vestfjörðum. Einnig urðu rafmagnstruflanir víðar um landið, s.s. á Austfjörðum og á Suðurlandi. Orsakir voru fyrst og fremst mjög mikill vindur ásamt ísingu, einkum á Austurlandi og Vestfjörðum. Ljóst er að mikið tjón hefur orðið á raforkukerfi Landsnets í óveðrinu í nótt en aðaláhersla er nú lögð á að viðgerðir. Vinnuflokkar Landsnets hafa verið kanna ástandið í nótt og eru að skipuleggja viðgerðir og taka til varahluti. Víða er erfitt um vik vegna ófærðar en reynt verður að hraða viðgerðum eins og hægt er,“ segir í tilkynningunni.
Veður Tengdar fréttir Rafmagnslaust á Vesturlandi Vinnuflokkur frá Borgarnesi hefur hafið bilanaleit. 8. desember 2015 09:42 Þetta er það sem þú þarft að vita um veðrið daginn eftir storminn Veðrið gengið yfir landið að mestu en enn vindasamt. Rafmagn komið á aftur á flestum stöðum, 8. desember 2015 06:28 Strætó kemst ekki á rétt ról fyrr en um hálf níu Strætó mun ekki hefja akstur samkvæmt leiðakerfi strax núna í morgunsárið. Í tilkynningu frá Strætó segir að mesti vindur eigi að vera genginn yfir um kl.08 og verða vagnarnir komnir á rétt ról um kl.08:30 samkvæmt leiðakerfi. 8. desember 2015 07:10 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Rafmagnslaust á Vesturlandi Vinnuflokkur frá Borgarnesi hefur hafið bilanaleit. 8. desember 2015 09:42
Þetta er það sem þú þarft að vita um veðrið daginn eftir storminn Veðrið gengið yfir landið að mestu en enn vindasamt. Rafmagn komið á aftur á flestum stöðum, 8. desember 2015 06:28
Strætó kemst ekki á rétt ról fyrr en um hálf níu Strætó mun ekki hefja akstur samkvæmt leiðakerfi strax núna í morgunsárið. Í tilkynningu frá Strætó segir að mesti vindur eigi að vera genginn yfir um kl.08 og verða vagnarnir komnir á rétt ról um kl.08:30 samkvæmt leiðakerfi. 8. desember 2015 07:10