Komu í veg fyrir umræðu um verðtryggingu Sveinn Arnarsson skrifar 23. október 2015 07:00 „Ég hef fulla samúð með þingmönnum Framsóknarflokksins sem þurfa að horfa upp á sinn leiðtoga kikna í hnjánum,“ sagði Össur Skarphéðinsson. Guðlaugur Þór Þórðarson bað Össur vinsamlegast að hætta málþófi. vísir/vilhelm Stjórnarandstaðan lagði fram breytingartillögu á dagskrá þingsins við upphaf þingfundar í gær til þess að knýja á um sérstaka umræðu um afnám verðtryggingar. Hart var tekist á um breytingartillöguna og sökuðu fulltrúar meirihlutans á þingi stjórnarandstöðuna um fordæmalausa tillögu og misnotkun á dagskrárliðum þingsins. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur beðið eftir sérstakri umræðu við forsætisráðherra um verðtryggingu frá því í febrúar síðastliðnum. Í síðustu kosningabaráttu töluðu forsvarsmenn Framsóknarflokksins á þá leið að afnám verðtryggingar væri forsenda stjórnarsamstarfs. Forsætisráðherra hefur nú neitað að ræða við þingið um stefnumál flokksins og bendir á að málefni verðtryggingar séu á könnu fjármálaráðherra.Birgir ÁrmannssonBirgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, taldi dagskrárbreytingartillöguna fordæmalausan leikaraskap til að tefja fyrir umræðu á þingi. „Það eru ótal aðrar aðferðir til að taka þau mál, eftir atvikum verðtryggingu eða hvað annað, á dagskrá í þinginu. Fyrirspurnir, munnlegar, skriflegar, óundirbúnar, fjöldamargar aðrar leiðir, flutningur þingmála og þess háttar,“ sagði Birgir.Vigdís HauksdóttirVigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, húðskammaði stjórnarandstöðuna fyrir misnotkun á dagskrá þingsins. „ Hvernig er hægt að eiga samstarf við svona fólk sem gengur sífellt á bak orða sinna? Dagskrá vikunnar lá fyrir með samþykki þessara aðila en auðvitað heldur þetta fólk ekki út nokkurt einasta samkomulag. Þetta er lýsandi dæmi þess,“ sagði Vigdís og vandaði minnihlutanum ekki kveðjurnar. „Það var ekki Bjarni Benediktsson sem lofaði afnámi verðtryggingar, það var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og þess vegna á hann að svara fyrir það hér í þinginu,“ sagði Helgi Hjörvar, einn flutningsmanna. Svandís Svavarsdóttir tók í sama streng. „Það er eftirtektarverður vesaldómur að beina spjótum sínum að samstarfsflokknum.“ Árni Páll Árnason vísir/GVAÁrni Páll Árnason taldi forsætisráðherra ekki hafa mikinn áhuga á að ræða við þingheim. „Það eina sem hann virðist treysta sér til að tala um við þingið sem heyrir undir forsætisráðuneytið er þjóðfáninn, skjaldarmerkið og þjóðsöngurinn,“ sagði Árni Páll. Svo fór að Þingmenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks felldu tillöguna um að sérstök umræða færi fram við forsætisráðherra um afnám verðtryggingar. Alþingi Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira
Stjórnarandstaðan lagði fram breytingartillögu á dagskrá þingsins við upphaf þingfundar í gær til þess að knýja á um sérstaka umræðu um afnám verðtryggingar. Hart var tekist á um breytingartillöguna og sökuðu fulltrúar meirihlutans á þingi stjórnarandstöðuna um fordæmalausa tillögu og misnotkun á dagskrárliðum þingsins. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur beðið eftir sérstakri umræðu við forsætisráðherra um verðtryggingu frá því í febrúar síðastliðnum. Í síðustu kosningabaráttu töluðu forsvarsmenn Framsóknarflokksins á þá leið að afnám verðtryggingar væri forsenda stjórnarsamstarfs. Forsætisráðherra hefur nú neitað að ræða við þingið um stefnumál flokksins og bendir á að málefni verðtryggingar séu á könnu fjármálaráðherra.Birgir ÁrmannssonBirgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, taldi dagskrárbreytingartillöguna fordæmalausan leikaraskap til að tefja fyrir umræðu á þingi. „Það eru ótal aðrar aðferðir til að taka þau mál, eftir atvikum verðtryggingu eða hvað annað, á dagskrá í þinginu. Fyrirspurnir, munnlegar, skriflegar, óundirbúnar, fjöldamargar aðrar leiðir, flutningur þingmála og þess háttar,“ sagði Birgir.Vigdís HauksdóttirVigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, húðskammaði stjórnarandstöðuna fyrir misnotkun á dagskrá þingsins. „ Hvernig er hægt að eiga samstarf við svona fólk sem gengur sífellt á bak orða sinna? Dagskrá vikunnar lá fyrir með samþykki þessara aðila en auðvitað heldur þetta fólk ekki út nokkurt einasta samkomulag. Þetta er lýsandi dæmi þess,“ sagði Vigdís og vandaði minnihlutanum ekki kveðjurnar. „Það var ekki Bjarni Benediktsson sem lofaði afnámi verðtryggingar, það var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og þess vegna á hann að svara fyrir það hér í þinginu,“ sagði Helgi Hjörvar, einn flutningsmanna. Svandís Svavarsdóttir tók í sama streng. „Það er eftirtektarverður vesaldómur að beina spjótum sínum að samstarfsflokknum.“ Árni Páll Árnason vísir/GVAÁrni Páll Árnason taldi forsætisráðherra ekki hafa mikinn áhuga á að ræða við þingheim. „Það eina sem hann virðist treysta sér til að tala um við þingið sem heyrir undir forsætisráðuneytið er þjóðfáninn, skjaldarmerkið og þjóðsöngurinn,“ sagði Árni Páll. Svo fór að Þingmenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks felldu tillöguna um að sérstök umræða færi fram við forsætisráðherra um afnám verðtryggingar.
Alþingi Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira