Dagur segist vera spenntur fyrir fyrirhuguðum breytingum.„Nú á að fara taka Hlemm í gegn og það kemur svo bara í ljós hvað þetta húsnæði mun bjóða upp á,“ segir Dagur og bætir við að hann sjái fyrir sér að matarmarkaður rísi á Hlemmi.

Varðandi það hvort Strætó muni hætta að stoppa á Hlemmi segir Dagur að svo verði ekki. „Eina breytingin verður sú að Hlemmur verður ekki biðstöð lengur heldur skiptistöð.“
Dagur segir að vinnuhópur, sem skipaður var í kjölfar þess að Reykjavíkurborg keypti BSÍ árið 2013, sé enn að störfum.