Stöðvaður í millilendingu en ætlar að dvelja á Íslandi til æviloka Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 15. júní 2015 20:00 Þrjátíu og tveir einstaklingar verða íslenskir ríkisborgarar samkvæmt nýju frumvarpi sem bíður afgreiðslu Alþingis. Þær eru ólíkar sögurnar á bak við listann með nöfnum nýrra ríkisborgara, en margir hafa þurft að berjast fyrir þessum áfanga með blóði svita og tárum, þrátt fyrir að koma úr aðstæðum sem oft og tíðum eru skelfilegar. Meðal þeirra einstaklinga sem er að finna á listanum yfir nýja ríkisborgara sem bíða samþykktar Alþingis er Hassan Raza Akbari frá Afganistan. Hassan var á leið til Kanada en millilenti hér á landi og var þá stöðvaður. Hann var þá nauðbeygður að sækja um hæli hér þótt hann hefði stefnt vestur um haf. Hazann stakk af að heiman ásamt kærustu sinni til að ganga í hjónaband en hún var barnshafandi. Hjónabandið var í óþökk fjölskyldu brúðarinnar þannig að þegar þau sneru aftur fjórum mánuðum seinna beið þeirra grimmileg hefnd. Hún féll fyrir hendi föður síns en Hazann var sendur af ættingjum sínum til Grikklands. Hann varð þar fyrir hnífaárás samlanda sinna og ætlaði því að reyna að komast til Kanada. Hann millilenti hér á landi og var þá stöðvaður. Þá átti hann engra annarra kosta völ en að sækja um hæli hér í miðju efnahagshruninu. Hann hefur gert ýmislegt til að falla inn í íslenskt samfélag, unnið sem aðstoðarmaður í eldhúsi og bílstjóri svo eitthvað sé nefnt. Fyrir fyrsta starfið sitt fékk hann engin laun eftir þriggja mánaða vinnu þar sem fyrirtækið varð gjaldþrota. Hann segir engan vafa leika á því að hér ætli hann að dvelja til æviloka, hann líti á sig sem Íslending og Ísland sé hans heimaland. Hann segist þakklátur og ætlar að halda uppá daginn þegar Alþingi afgreiðir málið. Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Þrjátíu og tveir einstaklingar verða íslenskir ríkisborgarar samkvæmt nýju frumvarpi sem bíður afgreiðslu Alþingis. Þær eru ólíkar sögurnar á bak við listann með nöfnum nýrra ríkisborgara, en margir hafa þurft að berjast fyrir þessum áfanga með blóði svita og tárum, þrátt fyrir að koma úr aðstæðum sem oft og tíðum eru skelfilegar. Meðal þeirra einstaklinga sem er að finna á listanum yfir nýja ríkisborgara sem bíða samþykktar Alþingis er Hassan Raza Akbari frá Afganistan. Hassan var á leið til Kanada en millilenti hér á landi og var þá stöðvaður. Hann var þá nauðbeygður að sækja um hæli hér þótt hann hefði stefnt vestur um haf. Hazann stakk af að heiman ásamt kærustu sinni til að ganga í hjónaband en hún var barnshafandi. Hjónabandið var í óþökk fjölskyldu brúðarinnar þannig að þegar þau sneru aftur fjórum mánuðum seinna beið þeirra grimmileg hefnd. Hún féll fyrir hendi föður síns en Hazann var sendur af ættingjum sínum til Grikklands. Hann varð þar fyrir hnífaárás samlanda sinna og ætlaði því að reyna að komast til Kanada. Hann millilenti hér á landi og var þá stöðvaður. Þá átti hann engra annarra kosta völ en að sækja um hæli hér í miðju efnahagshruninu. Hann hefur gert ýmislegt til að falla inn í íslenskt samfélag, unnið sem aðstoðarmaður í eldhúsi og bílstjóri svo eitthvað sé nefnt. Fyrir fyrsta starfið sitt fékk hann engin laun eftir þriggja mánaða vinnu þar sem fyrirtækið varð gjaldþrota. Hann segir engan vafa leika á því að hér ætli hann að dvelja til æviloka, hann líti á sig sem Íslending og Ísland sé hans heimaland. Hann segist þakklátur og ætlar að halda uppá daginn þegar Alþingi afgreiðir málið.
Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira