Landið gæti logað í verkföllum í maí Heimir Már Pétursson skrifar 17. apríl 2015 19:30 Sigurður Bessason. vísir/gva Líkur eru á að landið logi í verkföllum um eða upp úr miðjum maí næst komandi sem trufla munu ferðaþjónustuna, fiskvinnsluna, verslunina og fleiri mikilvægar atvinnugreinar. Forystumenn í verkalýðshreyfingunni segja það hafa verið olíu á eldinn þegar stjórnarmenn HB Granda voru hækkaðir í launum um tugi prósenta. Flóabandalagið sem með tæplega tuttugu þúsund manns á bakvið sig og VR með um 30 þúsund félagsmenn ákváðu í gær að vísa deilum sínum við atvinnurekendur til Ríkissáttasemjara. Og í dag lauk síðan samninganefndarfundi Starfsgreinasambandsins og vinnuveitenda án þess að nokkuð þokaðist þar í samningsátt. Félagar þess ljúka atkvæðagreiðslu um verkfall um tíu þúsund manns á mánudag sem hefst hinn 30. apríl hafi ekki samist. Staðan á vinnumarkaðnum hefur ekki verið eins flókin í áratugi. Verkföll standa nú þegar yfir hjá félögum í BHM og á mánudaginn bætast starfsmenn hjá Matvælastofnun í verkfallið. Ef það dregst á langinn gæti orðið kjötskortur í landinu. Einfaldast er að lýsa stöðu samningamála með því að segja að ekkert sé að gerast við samningaborðin.Hvað gefið þið viðræðunum hjá ríkissáttasemjara langan tíma?„Við gefum þeim ekki langan tíma. Það er einfaldlega þannig að ég held að það sé allt sem segir okkur að við séum komin í ákveðin þrot með tíma,“ segir Sigurður Bessason formaður Eflingar sem er innan Flóabandalagsins. Það þurfi brátt að fást svör við því hvort einhver vilji sé til að leysa deiluna.Um hálfur mánuður til stefnu„Þannig að ég myndi reikna með því að á næstu tíu til tólf dögum fari að sjást í það hvort það sé einhver staða til að vinna með. Eða hvort við erum hugsanlega að fara í mjög hörð átök í vor,“ segir Sigurður. Það hafi ýmislegt gerst sem herði hnútinn, meðal annars einhliða ákvarðanir stjórnvalda varðandi samningsbundin mál við gerð fjárlaga. En það er fleira. „Og þar má nefna meðal annars Grandamálið. Sem er klárlega þess eðlis að menn eru algerlega í forundran þegar forystumenn í Samtökum atvinnulífsins skammta sér launabreytingar með þessum hætti sem þarna var gert. Og telja síðan að það sé í hæsta máta eðlilegt að við sýnum í framhaldinu hófsemd og eigum ein að leggja til stöðugleikan í þessu samfélagi. Þannig mun það ekki gerast,“ segir Sigurður. Fjölmennur fundur hjá trúnaðarráði Verslunarmannafélagi í Reykjavíkur samþykkti í gær að vísa deilu sinni til Ríkissáttasemjara. En það er fyrsta forsenda þess að hægt sé að boða til aðgerða. „Jú, það er fyrsta forsenda og ástæðan fyrir því að við gerðum þetta var einfaldlega sú að mönnum var ekki að miða neitt í samningaviðræðum,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR. Og hún tekur undir með Sigurði um reiði verkafólks vegna HB Granda málsins. Undirbúningur aðgerða sé hafinn. „Og verkfallsnefndin er að teikna upp ákveðnar sviðsmyndir um hvernig við komum til með að bregðast við ef til þarf að koma. Og mér sýnist því miður að við séum að fara að stíga inn í þann vonda veruleika að þurfa að beita verkfallsvopnunum okkar í löngum bunum,“ segir formaður VR. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Líkur eru á að landið logi í verkföllum um eða upp úr miðjum maí næst komandi sem trufla munu ferðaþjónustuna, fiskvinnsluna, verslunina og fleiri mikilvægar atvinnugreinar. Forystumenn í verkalýðshreyfingunni segja það hafa verið olíu á eldinn þegar stjórnarmenn HB Granda voru hækkaðir í launum um tugi prósenta. Flóabandalagið sem með tæplega tuttugu þúsund manns á bakvið sig og VR með um 30 þúsund félagsmenn ákváðu í gær að vísa deilum sínum við atvinnurekendur til Ríkissáttasemjara. Og í dag lauk síðan samninganefndarfundi Starfsgreinasambandsins og vinnuveitenda án þess að nokkuð þokaðist þar í samningsátt. Félagar þess ljúka atkvæðagreiðslu um verkfall um tíu þúsund manns á mánudag sem hefst hinn 30. apríl hafi ekki samist. Staðan á vinnumarkaðnum hefur ekki verið eins flókin í áratugi. Verkföll standa nú þegar yfir hjá félögum í BHM og á mánudaginn bætast starfsmenn hjá Matvælastofnun í verkfallið. Ef það dregst á langinn gæti orðið kjötskortur í landinu. Einfaldast er að lýsa stöðu samningamála með því að segja að ekkert sé að gerast við samningaborðin.Hvað gefið þið viðræðunum hjá ríkissáttasemjara langan tíma?„Við gefum þeim ekki langan tíma. Það er einfaldlega þannig að ég held að það sé allt sem segir okkur að við séum komin í ákveðin þrot með tíma,“ segir Sigurður Bessason formaður Eflingar sem er innan Flóabandalagsins. Það þurfi brátt að fást svör við því hvort einhver vilji sé til að leysa deiluna.Um hálfur mánuður til stefnu„Þannig að ég myndi reikna með því að á næstu tíu til tólf dögum fari að sjást í það hvort það sé einhver staða til að vinna með. Eða hvort við erum hugsanlega að fara í mjög hörð átök í vor,“ segir Sigurður. Það hafi ýmislegt gerst sem herði hnútinn, meðal annars einhliða ákvarðanir stjórnvalda varðandi samningsbundin mál við gerð fjárlaga. En það er fleira. „Og þar má nefna meðal annars Grandamálið. Sem er klárlega þess eðlis að menn eru algerlega í forundran þegar forystumenn í Samtökum atvinnulífsins skammta sér launabreytingar með þessum hætti sem þarna var gert. Og telja síðan að það sé í hæsta máta eðlilegt að við sýnum í framhaldinu hófsemd og eigum ein að leggja til stöðugleikan í þessu samfélagi. Þannig mun það ekki gerast,“ segir Sigurður. Fjölmennur fundur hjá trúnaðarráði Verslunarmannafélagi í Reykjavíkur samþykkti í gær að vísa deilu sinni til Ríkissáttasemjara. En það er fyrsta forsenda þess að hægt sé að boða til aðgerða. „Jú, það er fyrsta forsenda og ástæðan fyrir því að við gerðum þetta var einfaldlega sú að mönnum var ekki að miða neitt í samningaviðræðum,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR. Og hún tekur undir með Sigurði um reiði verkafólks vegna HB Granda málsins. Undirbúningur aðgerða sé hafinn. „Og verkfallsnefndin er að teikna upp ákveðnar sviðsmyndir um hvernig við komum til með að bregðast við ef til þarf að koma. Og mér sýnist því miður að við séum að fara að stíga inn í þann vonda veruleika að þurfa að beita verkfallsvopnunum okkar í löngum bunum,“ segir formaður VR.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira