Konan fundin heil á húfi Gissur Sigurðsson og Samúel Karl Ólason skrifa 23. febrúar 2015 07:09 Leitað var á sex snjóbílum, en einn þurfti frá að hverfa. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarmenn á snjóbílum fundu laust fyrir klukkan sex í morgun, konuna sem leitað hefur verið að norðan Mýrdalsjökuls og er hún heil á húfi, að sögn Sveins Rúnarssonar yfirlögregluþjóns á Hvolsvelli, sem hefur verið í stjórnstöð aðgerðanna í nótt. Konan hafði komið sér fyrir í Skála í Hvanngili og var hún með birgðir til nokkurra daga. „Það fór bara vel um hana. Hún leitaði sér skjóls þegar veðrið skall á og kom sér þarna fyrir. Það amaði svo sem ekkert að henni og hún þekkir vel til þarna á svæðinu og var vel búin til vetraferða. Hún er enginn nýgræðingur,“ segir Sveinn Rúnar Rúnarsson, yfirlögregluþjónn. Hún var með búnað með sér sem kallaður er Spot og sendir frá sér merki reglulega, sem höfðu verið að berast þar til á föstudaginn. Síðasta merkið barst frá henni klukkan eitt á föstudaginn. „Hún var í þeirri trú að hún væri enn að senda frá sér merki. Hún varð ekki vör við að merkið væri ekki að skila sér.“ Þess vegna notaði hún ekki neyðartalstöð sem er að finna í skálanum. „Hún var með gsm síma líka en áttaði sig ekki á því að tækið væri ekki að senda frá sér.“ Konan fer nú til byggða, en leitin byrjaði aftur í gærkvöldi eftir hlé. Leitað var á sex snjóbílum í fyrstu.Sjá einnig: Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs „Það bilaði nú einn og varð frá að snúa og tveir héldu áfram og fundu hana í Hvanngili. Svo voru þrír aðrir snjóbílar lagðir af stað frá Sólheimum og yfir Sólheimajökul og áleiðis yfir Mýrdalsjökul,“ segir Sveinn. Einnig stóð til að notast við vélsleða við leitina en veðrið á svæðinu er svo slæmt og það er svo hvasst að ekki hefur verið hægt að senda vélsleðahópa á jökulinn. Tengdar fréttir Leita að konu við Mýrdalsjökul Aðstæður eru erfiðar og hlé hefur verið gert á leitinni. 22. febrúar 2015 09:15 Komast ekki á leitarsvæðið Á annan tug björgunarsveitarmanna reyna nú að komast að Mýrdalsjökli þar sem leita á að konu sem saknað hefur verið síðan á föstudaginn. 22. febrúar 2015 19:16 Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs Ekkert hefur spurst til göngukonu síðan á hádegi á föstudag. 22. febrúar 2015 21:57 Enn ekki hægt að hefja leit að konunni Aftakaveður er á svæðinu. 22. febrúar 2015 15:36 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira
Björgunarsveitarmenn á snjóbílum fundu laust fyrir klukkan sex í morgun, konuna sem leitað hefur verið að norðan Mýrdalsjökuls og er hún heil á húfi, að sögn Sveins Rúnarssonar yfirlögregluþjóns á Hvolsvelli, sem hefur verið í stjórnstöð aðgerðanna í nótt. Konan hafði komið sér fyrir í Skála í Hvanngili og var hún með birgðir til nokkurra daga. „Það fór bara vel um hana. Hún leitaði sér skjóls þegar veðrið skall á og kom sér þarna fyrir. Það amaði svo sem ekkert að henni og hún þekkir vel til þarna á svæðinu og var vel búin til vetraferða. Hún er enginn nýgræðingur,“ segir Sveinn Rúnar Rúnarsson, yfirlögregluþjónn. Hún var með búnað með sér sem kallaður er Spot og sendir frá sér merki reglulega, sem höfðu verið að berast þar til á föstudaginn. Síðasta merkið barst frá henni klukkan eitt á föstudaginn. „Hún var í þeirri trú að hún væri enn að senda frá sér merki. Hún varð ekki vör við að merkið væri ekki að skila sér.“ Þess vegna notaði hún ekki neyðartalstöð sem er að finna í skálanum. „Hún var með gsm síma líka en áttaði sig ekki á því að tækið væri ekki að senda frá sér.“ Konan fer nú til byggða, en leitin byrjaði aftur í gærkvöldi eftir hlé. Leitað var á sex snjóbílum í fyrstu.Sjá einnig: Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs „Það bilaði nú einn og varð frá að snúa og tveir héldu áfram og fundu hana í Hvanngili. Svo voru þrír aðrir snjóbílar lagðir af stað frá Sólheimum og yfir Sólheimajökul og áleiðis yfir Mýrdalsjökul,“ segir Sveinn. Einnig stóð til að notast við vélsleða við leitina en veðrið á svæðinu er svo slæmt og það er svo hvasst að ekki hefur verið hægt að senda vélsleðahópa á jökulinn.
Tengdar fréttir Leita að konu við Mýrdalsjökul Aðstæður eru erfiðar og hlé hefur verið gert á leitinni. 22. febrúar 2015 09:15 Komast ekki á leitarsvæðið Á annan tug björgunarsveitarmanna reyna nú að komast að Mýrdalsjökli þar sem leita á að konu sem saknað hefur verið síðan á föstudaginn. 22. febrúar 2015 19:16 Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs Ekkert hefur spurst til göngukonu síðan á hádegi á föstudag. 22. febrúar 2015 21:57 Enn ekki hægt að hefja leit að konunni Aftakaveður er á svæðinu. 22. febrúar 2015 15:36 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira
Leita að konu við Mýrdalsjökul Aðstæður eru erfiðar og hlé hefur verið gert á leitinni. 22. febrúar 2015 09:15
Komast ekki á leitarsvæðið Á annan tug björgunarsveitarmanna reyna nú að komast að Mýrdalsjökli þar sem leita á að konu sem saknað hefur verið síðan á föstudaginn. 22. febrúar 2015 19:16
Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs Ekkert hefur spurst til göngukonu síðan á hádegi á föstudag. 22. febrúar 2015 21:57