Konan fundin heil á húfi Gissur Sigurðsson og Samúel Karl Ólason skrifa 23. febrúar 2015 07:09 Leitað var á sex snjóbílum, en einn þurfti frá að hverfa. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarmenn á snjóbílum fundu laust fyrir klukkan sex í morgun, konuna sem leitað hefur verið að norðan Mýrdalsjökuls og er hún heil á húfi, að sögn Sveins Rúnarssonar yfirlögregluþjóns á Hvolsvelli, sem hefur verið í stjórnstöð aðgerðanna í nótt. Konan hafði komið sér fyrir í Skála í Hvanngili og var hún með birgðir til nokkurra daga. „Það fór bara vel um hana. Hún leitaði sér skjóls þegar veðrið skall á og kom sér þarna fyrir. Það amaði svo sem ekkert að henni og hún þekkir vel til þarna á svæðinu og var vel búin til vetraferða. Hún er enginn nýgræðingur,“ segir Sveinn Rúnar Rúnarsson, yfirlögregluþjónn. Hún var með búnað með sér sem kallaður er Spot og sendir frá sér merki reglulega, sem höfðu verið að berast þar til á föstudaginn. Síðasta merkið barst frá henni klukkan eitt á föstudaginn. „Hún var í þeirri trú að hún væri enn að senda frá sér merki. Hún varð ekki vör við að merkið væri ekki að skila sér.“ Þess vegna notaði hún ekki neyðartalstöð sem er að finna í skálanum. „Hún var með gsm síma líka en áttaði sig ekki á því að tækið væri ekki að senda frá sér.“ Konan fer nú til byggða, en leitin byrjaði aftur í gærkvöldi eftir hlé. Leitað var á sex snjóbílum í fyrstu.Sjá einnig: Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs „Það bilaði nú einn og varð frá að snúa og tveir héldu áfram og fundu hana í Hvanngili. Svo voru þrír aðrir snjóbílar lagðir af stað frá Sólheimum og yfir Sólheimajökul og áleiðis yfir Mýrdalsjökul,“ segir Sveinn. Einnig stóð til að notast við vélsleða við leitina en veðrið á svæðinu er svo slæmt og það er svo hvasst að ekki hefur verið hægt að senda vélsleðahópa á jökulinn. Tengdar fréttir Leita að konu við Mýrdalsjökul Aðstæður eru erfiðar og hlé hefur verið gert á leitinni. 22. febrúar 2015 09:15 Komast ekki á leitarsvæðið Á annan tug björgunarsveitarmanna reyna nú að komast að Mýrdalsjökli þar sem leita á að konu sem saknað hefur verið síðan á föstudaginn. 22. febrúar 2015 19:16 Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs Ekkert hefur spurst til göngukonu síðan á hádegi á föstudag. 22. febrúar 2015 21:57 Enn ekki hægt að hefja leit að konunni Aftakaveður er á svæðinu. 22. febrúar 2015 15:36 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Björgunarsveitarmenn á snjóbílum fundu laust fyrir klukkan sex í morgun, konuna sem leitað hefur verið að norðan Mýrdalsjökuls og er hún heil á húfi, að sögn Sveins Rúnarssonar yfirlögregluþjóns á Hvolsvelli, sem hefur verið í stjórnstöð aðgerðanna í nótt. Konan hafði komið sér fyrir í Skála í Hvanngili og var hún með birgðir til nokkurra daga. „Það fór bara vel um hana. Hún leitaði sér skjóls þegar veðrið skall á og kom sér þarna fyrir. Það amaði svo sem ekkert að henni og hún þekkir vel til þarna á svæðinu og var vel búin til vetraferða. Hún er enginn nýgræðingur,“ segir Sveinn Rúnar Rúnarsson, yfirlögregluþjónn. Hún var með búnað með sér sem kallaður er Spot og sendir frá sér merki reglulega, sem höfðu verið að berast þar til á föstudaginn. Síðasta merkið barst frá henni klukkan eitt á föstudaginn. „Hún var í þeirri trú að hún væri enn að senda frá sér merki. Hún varð ekki vör við að merkið væri ekki að skila sér.“ Þess vegna notaði hún ekki neyðartalstöð sem er að finna í skálanum. „Hún var með gsm síma líka en áttaði sig ekki á því að tækið væri ekki að senda frá sér.“ Konan fer nú til byggða, en leitin byrjaði aftur í gærkvöldi eftir hlé. Leitað var á sex snjóbílum í fyrstu.Sjá einnig: Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs „Það bilaði nú einn og varð frá að snúa og tveir héldu áfram og fundu hana í Hvanngili. Svo voru þrír aðrir snjóbílar lagðir af stað frá Sólheimum og yfir Sólheimajökul og áleiðis yfir Mýrdalsjökul,“ segir Sveinn. Einnig stóð til að notast við vélsleða við leitina en veðrið á svæðinu er svo slæmt og það er svo hvasst að ekki hefur verið hægt að senda vélsleðahópa á jökulinn.
Tengdar fréttir Leita að konu við Mýrdalsjökul Aðstæður eru erfiðar og hlé hefur verið gert á leitinni. 22. febrúar 2015 09:15 Komast ekki á leitarsvæðið Á annan tug björgunarsveitarmanna reyna nú að komast að Mýrdalsjökli þar sem leita á að konu sem saknað hefur verið síðan á föstudaginn. 22. febrúar 2015 19:16 Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs Ekkert hefur spurst til göngukonu síðan á hádegi á föstudag. 22. febrúar 2015 21:57 Enn ekki hægt að hefja leit að konunni Aftakaveður er á svæðinu. 22. febrúar 2015 15:36 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Leita að konu við Mýrdalsjökul Aðstæður eru erfiðar og hlé hefur verið gert á leitinni. 22. febrúar 2015 09:15
Komast ekki á leitarsvæðið Á annan tug björgunarsveitarmanna reyna nú að komast að Mýrdalsjökli þar sem leita á að konu sem saknað hefur verið síðan á föstudaginn. 22. febrúar 2015 19:16
Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs Ekkert hefur spurst til göngukonu síðan á hádegi á föstudag. 22. febrúar 2015 21:57