Sjómenn og útgerð slái bæði af kröfum sínum Óli Kristján Ármannsson skrifar 30. desember 2015 07:00 Sjómenn sýndu útgerðarmönnum samstöðu í mótmælum á austurvelli sumarið 2012. Þeir höfðu þá verið án samnings í eitt og hálft ár. vísir/Vilhelm Bæði sjómenn og útgerðarmenn þurfa að slá af kröfum sínum eigi að vera hægt að leiða fram raunhæfa samninga. Þetta segir Haukur Þór Hauksson, aðstoðarframkvæmdastjori Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Þungt hljóð var í sjómönnum á Akranesi í gær. Upp úr viðræðum sjómanna og útgerðarmanna slitnaði í byrjun desember og hafa félög sjómanna á milli jóla og nýárs kannað hug þeirra til mögulegra verkfallsaðgerða. Þar ætti að liggja fyrir niðurstaða um miðjan janúar. Verði sú leið ofan á gætu aðgerðir hafist í mars. Samningar sjómanna hafa verið lausir frá ársbyrjun 2011. Á aðalfundi sjómannadeildar Verkalýðsfélag Akraness (VLFA) sem fram fór í gær var fundarmönnum heitt í hamsi yfir „óbilgirni“ útgerðarmanna, að því er fram kemur á vef verkalýðsfélagsins. „Brann meðal annars heitt á þeim mál er snýst um fækkun skipverja en það hefur verið stefna útgerðarmanna að undanförnu að fækka verulega til dæmis á uppsjávarskipunum,“ segir þar. Í sumum tilfellum séu bara átta skipverjar um borð í þessum stóru og öflugu skipum. Skýrt hafi komið fram hjá þeim sem sóttu fundinn að með fækkun í áhöfn sé öryggi þeirra ógnað illilega.Haukur Þór Hauksson aðstoðarframkvæmdastjóri SFSÍ frásögn VLFA af fundinum er sagt virðast sem sjómenn séu tilbúnir að „láta kné fylgja kviði til að ná fram sanngjörnum og réttlátum kjarasamningi sem á að gagnast báðum samningsaðilum ágætlega.“ Á Akranesi séu sjómenn tilbúnir í verkfallsátök. Haukur segir að hálfu SFS koma til greina að slá af kröfum, en sjómenn þurfi að gera slíkt hið sama. „Eins og í öllum samningum held ég að hvorugur aðili fái allar sínar kröfur í gegn og við áttum okkur alveg á því.“ Sú verði nálgunin þegar báðir séu tilbúnir að ræða það að mætast einhvers staðar á miðri leið í ákveðnum málum til að ná einhverjum fleti. „Það er erfitt að ná samningum ef hvorugur aðili ætlar að gefa tommu eftir.“ Haukur segir SFS tilbúið að halda viðræðum áfram með það að markmiði að ná samkomulagi og kveðst vonast til þess að málin leysist sem fyrst og án verkfalla. „Við teljum að það sé hægt að leysa málin án þess að fara út í slíkar aðgerðir, en það er auðvitað þeirra að ákveða það.“ Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Bæði sjómenn og útgerðarmenn þurfa að slá af kröfum sínum eigi að vera hægt að leiða fram raunhæfa samninga. Þetta segir Haukur Þór Hauksson, aðstoðarframkvæmdastjori Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Þungt hljóð var í sjómönnum á Akranesi í gær. Upp úr viðræðum sjómanna og útgerðarmanna slitnaði í byrjun desember og hafa félög sjómanna á milli jóla og nýárs kannað hug þeirra til mögulegra verkfallsaðgerða. Þar ætti að liggja fyrir niðurstaða um miðjan janúar. Verði sú leið ofan á gætu aðgerðir hafist í mars. Samningar sjómanna hafa verið lausir frá ársbyrjun 2011. Á aðalfundi sjómannadeildar Verkalýðsfélag Akraness (VLFA) sem fram fór í gær var fundarmönnum heitt í hamsi yfir „óbilgirni“ útgerðarmanna, að því er fram kemur á vef verkalýðsfélagsins. „Brann meðal annars heitt á þeim mál er snýst um fækkun skipverja en það hefur verið stefna útgerðarmanna að undanförnu að fækka verulega til dæmis á uppsjávarskipunum,“ segir þar. Í sumum tilfellum séu bara átta skipverjar um borð í þessum stóru og öflugu skipum. Skýrt hafi komið fram hjá þeim sem sóttu fundinn að með fækkun í áhöfn sé öryggi þeirra ógnað illilega.Haukur Þór Hauksson aðstoðarframkvæmdastjóri SFSÍ frásögn VLFA af fundinum er sagt virðast sem sjómenn séu tilbúnir að „láta kné fylgja kviði til að ná fram sanngjörnum og réttlátum kjarasamningi sem á að gagnast báðum samningsaðilum ágætlega.“ Á Akranesi séu sjómenn tilbúnir í verkfallsátök. Haukur segir að hálfu SFS koma til greina að slá af kröfum, en sjómenn þurfi að gera slíkt hið sama. „Eins og í öllum samningum held ég að hvorugur aðili fái allar sínar kröfur í gegn og við áttum okkur alveg á því.“ Sú verði nálgunin þegar báðir séu tilbúnir að ræða það að mætast einhvers staðar á miðri leið í ákveðnum málum til að ná einhverjum fleti. „Það er erfitt að ná samningum ef hvorugur aðili ætlar að gefa tommu eftir.“ Haukur segir SFS tilbúið að halda viðræðum áfram með það að markmiði að ná samkomulagi og kveðst vonast til þess að málin leysist sem fyrst og án verkfalla. „Við teljum að það sé hægt að leysa málin án þess að fara út í slíkar aðgerðir, en það er auðvitað þeirra að ákveða það.“
Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira