Lífið

Sigmundur Davíð ætlar að byrja á Snapchat

Sigmundur Davíð í Kryddsíld í dag.
Sigmundur Davíð í Kryddsíld í dag.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur sett sér áramótaheit sem snýr að því að byrja á Snapchat á nýju ári. Frá þessu greindi hann undir lok Kryddsíldarinnar á Stöð 2.

„Þú þarft reyndar að útskýra þetta fyrir mér og hjálpa mér aðeins,“ sagði Sigmundur við Loga Bergmann í þættinum, og svaraði því svo til að um væri að ræða áramótaheit.

Þáttastjórnendur voru við það að kveðja þegar Birgitta Jónsdóttir Pírati bað um orðið. Hún sagðist sammála Landvernd sem segja auglýsingar Norðuráls ósannar, ófullnægjandi og villandi sem brjóti í bága við lög. Sigmundur nýtti þá tækifærið og tilkynnti ákvörðun sína.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.