Göngulag mörgæsar þykir góð hálkuvörn Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 23. desember 2015 07:00 Norðmenn ráðleggja ferðamönnum að ganga eins og mörgæs þegar hálka er. Þá gangi manni betur að fóta sig. VÍSIR/ANTON BRINK Nokkrir tugir einstaklinga hafa leitað á slysadeild Landspítalans á hverjum degi undanfarnar vikur eftir að hafa misst fótanna og dottið í hálku á gangstéttum, bílastæðum og götum borgarinnar.Guðný Helga Herbertsdóttir, deildarstjóri samskiptasviðs Landspítala„Þetta er ekki óvanalegt þegar það er hálka,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, deildarstjóri samskiptasviðs spítalans. Hún getur þess að áverkarnir séu beinbrot og tognanir. Til að skella ekki á svellbunka er því um að gera að fara gætilega. Heilbrigðisstarfsmenn hafa mælt með notkun hálkuvarna. Á vef sænska sjónvarpsins er haft eftir prófessor við sjúkraþjálfaradeild Háskólans í Umeå í Svíþjóð, Lillemor Lundin-Olsson, að nota eigi brodda þegar mikil hálka er. Prófessorinn, sem hefur sérhæft sig í að fyrirbyggja slys vegna hrösunar, varar þó við notkun hálkuvarna sem einungis eru með brodda fremst undir fætinum. Að mati Lundin-Olsson er slík hálkuvörn beinlínis hættuleg. Hún kveðst ekki styðjast við neinar rannsóknir, heldur vitneskjuna um hvernig maður gengur yfirleitt en þá stígi maður fyrst niður með hælnum. Annað hvort eigi að nota brodda sem ná undir allan skósólann eða brodda undir hælnum. Á norska túristavefnum „Where in Oslo“ eru leiðbeiningar fyrir ferðamenn og þá sem eru nýfluttir til Noregs um hvernig eigi að ganga í hálku. Mælt er með því að ganga eins og mörgæs. Þá gangi manni betur að fóta sig. Þetta snúist um að halda þyngdarpunkti líkamans yfir fremra fæti.NORIDPHOTOS/AFPLundin-Olsson segir í viðtalinu við sænska sjónvarpið að mörgæsagöngulagið virki vel. Maður þurfi jafnframt að gæta þess að hafa nægan tíma þannig að maður geti gengið rólega eins og mörgæs. Að sögn prófessorsins er einnig skynsamlegt að taka styttri skref en venjulega, beygja hnén örlítið og stíga til jarðar með öllum fætinum. Skyldi maður vera svo óheppinn að hrasa á maður að anda rólega en ekki rjúka strax á fætur eins og sumir gera þegar einhver hefur orðið vitni að fallinu. Þá er nefnilega hætta á að mann svimi með þeim afleiðingum að maður dettur aftur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Nokkrir tugir einstaklinga hafa leitað á slysadeild Landspítalans á hverjum degi undanfarnar vikur eftir að hafa misst fótanna og dottið í hálku á gangstéttum, bílastæðum og götum borgarinnar.Guðný Helga Herbertsdóttir, deildarstjóri samskiptasviðs Landspítala„Þetta er ekki óvanalegt þegar það er hálka,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, deildarstjóri samskiptasviðs spítalans. Hún getur þess að áverkarnir séu beinbrot og tognanir. Til að skella ekki á svellbunka er því um að gera að fara gætilega. Heilbrigðisstarfsmenn hafa mælt með notkun hálkuvarna. Á vef sænska sjónvarpsins er haft eftir prófessor við sjúkraþjálfaradeild Háskólans í Umeå í Svíþjóð, Lillemor Lundin-Olsson, að nota eigi brodda þegar mikil hálka er. Prófessorinn, sem hefur sérhæft sig í að fyrirbyggja slys vegna hrösunar, varar þó við notkun hálkuvarna sem einungis eru með brodda fremst undir fætinum. Að mati Lundin-Olsson er slík hálkuvörn beinlínis hættuleg. Hún kveðst ekki styðjast við neinar rannsóknir, heldur vitneskjuna um hvernig maður gengur yfirleitt en þá stígi maður fyrst niður með hælnum. Annað hvort eigi að nota brodda sem ná undir allan skósólann eða brodda undir hælnum. Á norska túristavefnum „Where in Oslo“ eru leiðbeiningar fyrir ferðamenn og þá sem eru nýfluttir til Noregs um hvernig eigi að ganga í hálku. Mælt er með því að ganga eins og mörgæs. Þá gangi manni betur að fóta sig. Þetta snúist um að halda þyngdarpunkti líkamans yfir fremra fæti.NORIDPHOTOS/AFPLundin-Olsson segir í viðtalinu við sænska sjónvarpið að mörgæsagöngulagið virki vel. Maður þurfi jafnframt að gæta þess að hafa nægan tíma þannig að maður geti gengið rólega eins og mörgæs. Að sögn prófessorsins er einnig skynsamlegt að taka styttri skref en venjulega, beygja hnén örlítið og stíga til jarðar með öllum fætinum. Skyldi maður vera svo óheppinn að hrasa á maður að anda rólega en ekki rjúka strax á fætur eins og sumir gera þegar einhver hefur orðið vitni að fallinu. Þá er nefnilega hætta á að mann svimi með þeim afleiðingum að maður dettur aftur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira