100 ára teikning svarar ekki endilega þörfum nútímans Heimir Már Pétursson skrifar 26. desember 2015 18:36 Arkitektafélag Íslands leggst alfarið gegn hugmyndum forsætisráðherra um byggja skrifstofuhúsnæði fyrir Alþingi sem taki mið af hundrað ára gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar. Formaður félagsins segir allt aðrar aðstæður og kröfur gerðar í þjóðfélaginu nú en fyrir 100 árum. Í fréttum okkur í gær greindum við frá því að forsætisráðherra hefði ítrekað hugmynd sína um útlit skrifstofubyggingar fyrir Alþingi á jólakorti sínu að þessu sinni, þar sem teikning Guðjóns Samúelssonar hefur verið felld inn í væntanlegan byggingarreit. Arkitektafélag Íslands er ekki parhrifið að hugmynd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að byggja skrifstofubyggingu fyrir Alþingi eftir 100 ára gamalli teikningu Guðjóns. Félagið bendir hins vegar á viðbyggingu alþingishússins sem mjög gott dæmi um nútímabyggingu sem kallist mjög vel á við fyrri tíma. Alþingi samþykkti fyrir jól tillögu forsætisráðherra um 75 milljóna króna framlag í hönnun á byggingu í stíl Guðjóns. „Hann setur þetta sem skilyrði fyrir fjárlagaveitingu. Okkur finnst það ekki góður punktur að ganga út frá ákveðnu útliti. Sérstaklega ekki þegar það er hundrað ára gamalt og arkitektinn er látinn og ekki hægt að spyrja hann sjálfan um álit,“ segir Aðalheiður Atladóttir formaður Arkitektafélags Íslands.Allt aðrar forsendur á tímum Guðjóns en núÞar að auki sé teikning Guðjóns miðuð við allt aðrar forsendur, samfélag,umhverfi, tækni og kröfur til öryggis og vistkerfis en er ríki í dag. Arkitektafélag Íslands leggi áherslu á að alltaf fari fram samkeppni um mikilvægar byggingar sem þessar. Félagið hafi ítrekað boðið upp á samtal við stjórnvöld um þessi mál sem ekki hafi orðið við því. „Auðvitað eru til mörg dæmi um nútíma byggingar sem ekki hefur tekist vel upp með. Að sjálfsögðu. En það eru einnig til mörg dæmi þar sem vel hefur tekist til. Það er gott að horfa til fortíðar, læra af henni og varðveita það sem á að varðveita. Við styðjum það að sjálfsögðu og að varðveita menningarminjar og halda í þær,“ segir Aðalheiður. Það þurfi líka að horfa til þarfa nútímans og það geti jafnvel orðið erfiðara og dýrara að koma nútímanum fyrir í gamalli hugmynd en nýrri. En að sjálfsögðu þurfi að taka tillit til umhverfisins og þess sem fyrir er. „Til þess eru fagmennirnir og til þess er samtal líka. Við viljum tala saman og þannig getur þetta orðið gott,“ segir Aðalheiður. Þar sé viðbygging sem arkitektastofan Batteríið hannaði fyrir Alþingi nærtækt dæmi. „Hún er mjög einföld, hún er nútímaleg, hún tekur tillit til þarfa okkar í dag. Það er svolítið flott að þeir nota sama efni og er í gamla alþingishúsinu en nota þau á allt annan hátt. Á mjög einfaldan og látlausan hátt. Það kemur að mínu mati mjög vel út og hún hefur ekki verið umdeild svo ég viti og fólk er mjög sátt við hana,“ segir Aðalheiður Atladóttir. Tengdar fréttir Forsætisráðherra ítrekar byggingahugmyndir sínar á jólakorti Trausti Valsson arkitekt og skipulagsfræðingur sem nýlega gaf út bókina Mótun framtíðar hælir forsætisráðherra fyrir hughrekki í skipulagsmálum. 25. desember 2015 18:31 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Arkitektafélag Íslands leggst alfarið gegn hugmyndum forsætisráðherra um byggja skrifstofuhúsnæði fyrir Alþingi sem taki mið af hundrað ára gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar. Formaður félagsins segir allt aðrar aðstæður og kröfur gerðar í þjóðfélaginu nú en fyrir 100 árum. Í fréttum okkur í gær greindum við frá því að forsætisráðherra hefði ítrekað hugmynd sína um útlit skrifstofubyggingar fyrir Alþingi á jólakorti sínu að þessu sinni, þar sem teikning Guðjóns Samúelssonar hefur verið felld inn í væntanlegan byggingarreit. Arkitektafélag Íslands er ekki parhrifið að hugmynd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að byggja skrifstofubyggingu fyrir Alþingi eftir 100 ára gamalli teikningu Guðjóns. Félagið bendir hins vegar á viðbyggingu alþingishússins sem mjög gott dæmi um nútímabyggingu sem kallist mjög vel á við fyrri tíma. Alþingi samþykkti fyrir jól tillögu forsætisráðherra um 75 milljóna króna framlag í hönnun á byggingu í stíl Guðjóns. „Hann setur þetta sem skilyrði fyrir fjárlagaveitingu. Okkur finnst það ekki góður punktur að ganga út frá ákveðnu útliti. Sérstaklega ekki þegar það er hundrað ára gamalt og arkitektinn er látinn og ekki hægt að spyrja hann sjálfan um álit,“ segir Aðalheiður Atladóttir formaður Arkitektafélags Íslands.Allt aðrar forsendur á tímum Guðjóns en núÞar að auki sé teikning Guðjóns miðuð við allt aðrar forsendur, samfélag,umhverfi, tækni og kröfur til öryggis og vistkerfis en er ríki í dag. Arkitektafélag Íslands leggi áherslu á að alltaf fari fram samkeppni um mikilvægar byggingar sem þessar. Félagið hafi ítrekað boðið upp á samtal við stjórnvöld um þessi mál sem ekki hafi orðið við því. „Auðvitað eru til mörg dæmi um nútíma byggingar sem ekki hefur tekist vel upp með. Að sjálfsögðu. En það eru einnig til mörg dæmi þar sem vel hefur tekist til. Það er gott að horfa til fortíðar, læra af henni og varðveita það sem á að varðveita. Við styðjum það að sjálfsögðu og að varðveita menningarminjar og halda í þær,“ segir Aðalheiður. Það þurfi líka að horfa til þarfa nútímans og það geti jafnvel orðið erfiðara og dýrara að koma nútímanum fyrir í gamalli hugmynd en nýrri. En að sjálfsögðu þurfi að taka tillit til umhverfisins og þess sem fyrir er. „Til þess eru fagmennirnir og til þess er samtal líka. Við viljum tala saman og þannig getur þetta orðið gott,“ segir Aðalheiður. Þar sé viðbygging sem arkitektastofan Batteríið hannaði fyrir Alþingi nærtækt dæmi. „Hún er mjög einföld, hún er nútímaleg, hún tekur tillit til þarfa okkar í dag. Það er svolítið flott að þeir nota sama efni og er í gamla alþingishúsinu en nota þau á allt annan hátt. Á mjög einfaldan og látlausan hátt. Það kemur að mínu mati mjög vel út og hún hefur ekki verið umdeild svo ég viti og fólk er mjög sátt við hana,“ segir Aðalheiður Atladóttir.
Tengdar fréttir Forsætisráðherra ítrekar byggingahugmyndir sínar á jólakorti Trausti Valsson arkitekt og skipulagsfræðingur sem nýlega gaf út bókina Mótun framtíðar hælir forsætisráðherra fyrir hughrekki í skipulagsmálum. 25. desember 2015 18:31 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Forsætisráðherra ítrekar byggingahugmyndir sínar á jólakorti Trausti Valsson arkitekt og skipulagsfræðingur sem nýlega gaf út bókina Mótun framtíðar hælir forsætisráðherra fyrir hughrekki í skipulagsmálum. 25. desember 2015 18:31