100 ára teikning svarar ekki endilega þörfum nútímans Heimir Már Pétursson skrifar 26. desember 2015 18:36 Arkitektafélag Íslands leggst alfarið gegn hugmyndum forsætisráðherra um byggja skrifstofuhúsnæði fyrir Alþingi sem taki mið af hundrað ára gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar. Formaður félagsins segir allt aðrar aðstæður og kröfur gerðar í þjóðfélaginu nú en fyrir 100 árum. Í fréttum okkur í gær greindum við frá því að forsætisráðherra hefði ítrekað hugmynd sína um útlit skrifstofubyggingar fyrir Alþingi á jólakorti sínu að þessu sinni, þar sem teikning Guðjóns Samúelssonar hefur verið felld inn í væntanlegan byggingarreit. Arkitektafélag Íslands er ekki parhrifið að hugmynd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að byggja skrifstofubyggingu fyrir Alþingi eftir 100 ára gamalli teikningu Guðjóns. Félagið bendir hins vegar á viðbyggingu alþingishússins sem mjög gott dæmi um nútímabyggingu sem kallist mjög vel á við fyrri tíma. Alþingi samþykkti fyrir jól tillögu forsætisráðherra um 75 milljóna króna framlag í hönnun á byggingu í stíl Guðjóns. „Hann setur þetta sem skilyrði fyrir fjárlagaveitingu. Okkur finnst það ekki góður punktur að ganga út frá ákveðnu útliti. Sérstaklega ekki þegar það er hundrað ára gamalt og arkitektinn er látinn og ekki hægt að spyrja hann sjálfan um álit,“ segir Aðalheiður Atladóttir formaður Arkitektafélags Íslands.Allt aðrar forsendur á tímum Guðjóns en núÞar að auki sé teikning Guðjóns miðuð við allt aðrar forsendur, samfélag,umhverfi, tækni og kröfur til öryggis og vistkerfis en er ríki í dag. Arkitektafélag Íslands leggi áherslu á að alltaf fari fram samkeppni um mikilvægar byggingar sem þessar. Félagið hafi ítrekað boðið upp á samtal við stjórnvöld um þessi mál sem ekki hafi orðið við því. „Auðvitað eru til mörg dæmi um nútíma byggingar sem ekki hefur tekist vel upp með. Að sjálfsögðu. En það eru einnig til mörg dæmi þar sem vel hefur tekist til. Það er gott að horfa til fortíðar, læra af henni og varðveita það sem á að varðveita. Við styðjum það að sjálfsögðu og að varðveita menningarminjar og halda í þær,“ segir Aðalheiður. Það þurfi líka að horfa til þarfa nútímans og það geti jafnvel orðið erfiðara og dýrara að koma nútímanum fyrir í gamalli hugmynd en nýrri. En að sjálfsögðu þurfi að taka tillit til umhverfisins og þess sem fyrir er. „Til þess eru fagmennirnir og til þess er samtal líka. Við viljum tala saman og þannig getur þetta orðið gott,“ segir Aðalheiður. Þar sé viðbygging sem arkitektastofan Batteríið hannaði fyrir Alþingi nærtækt dæmi. „Hún er mjög einföld, hún er nútímaleg, hún tekur tillit til þarfa okkar í dag. Það er svolítið flott að þeir nota sama efni og er í gamla alþingishúsinu en nota þau á allt annan hátt. Á mjög einfaldan og látlausan hátt. Það kemur að mínu mati mjög vel út og hún hefur ekki verið umdeild svo ég viti og fólk er mjög sátt við hana,“ segir Aðalheiður Atladóttir. Tengdar fréttir Forsætisráðherra ítrekar byggingahugmyndir sínar á jólakorti Trausti Valsson arkitekt og skipulagsfræðingur sem nýlega gaf út bókina Mótun framtíðar hælir forsætisráðherra fyrir hughrekki í skipulagsmálum. 25. desember 2015 18:31 Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Arkitektafélag Íslands leggst alfarið gegn hugmyndum forsætisráðherra um byggja skrifstofuhúsnæði fyrir Alþingi sem taki mið af hundrað ára gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar. Formaður félagsins segir allt aðrar aðstæður og kröfur gerðar í þjóðfélaginu nú en fyrir 100 árum. Í fréttum okkur í gær greindum við frá því að forsætisráðherra hefði ítrekað hugmynd sína um útlit skrifstofubyggingar fyrir Alþingi á jólakorti sínu að þessu sinni, þar sem teikning Guðjóns Samúelssonar hefur verið felld inn í væntanlegan byggingarreit. Arkitektafélag Íslands er ekki parhrifið að hugmynd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að byggja skrifstofubyggingu fyrir Alþingi eftir 100 ára gamalli teikningu Guðjóns. Félagið bendir hins vegar á viðbyggingu alþingishússins sem mjög gott dæmi um nútímabyggingu sem kallist mjög vel á við fyrri tíma. Alþingi samþykkti fyrir jól tillögu forsætisráðherra um 75 milljóna króna framlag í hönnun á byggingu í stíl Guðjóns. „Hann setur þetta sem skilyrði fyrir fjárlagaveitingu. Okkur finnst það ekki góður punktur að ganga út frá ákveðnu útliti. Sérstaklega ekki þegar það er hundrað ára gamalt og arkitektinn er látinn og ekki hægt að spyrja hann sjálfan um álit,“ segir Aðalheiður Atladóttir formaður Arkitektafélags Íslands.Allt aðrar forsendur á tímum Guðjóns en núÞar að auki sé teikning Guðjóns miðuð við allt aðrar forsendur, samfélag,umhverfi, tækni og kröfur til öryggis og vistkerfis en er ríki í dag. Arkitektafélag Íslands leggi áherslu á að alltaf fari fram samkeppni um mikilvægar byggingar sem þessar. Félagið hafi ítrekað boðið upp á samtal við stjórnvöld um þessi mál sem ekki hafi orðið við því. „Auðvitað eru til mörg dæmi um nútíma byggingar sem ekki hefur tekist vel upp með. Að sjálfsögðu. En það eru einnig til mörg dæmi þar sem vel hefur tekist til. Það er gott að horfa til fortíðar, læra af henni og varðveita það sem á að varðveita. Við styðjum það að sjálfsögðu og að varðveita menningarminjar og halda í þær,“ segir Aðalheiður. Það þurfi líka að horfa til þarfa nútímans og það geti jafnvel orðið erfiðara og dýrara að koma nútímanum fyrir í gamalli hugmynd en nýrri. En að sjálfsögðu þurfi að taka tillit til umhverfisins og þess sem fyrir er. „Til þess eru fagmennirnir og til þess er samtal líka. Við viljum tala saman og þannig getur þetta orðið gott,“ segir Aðalheiður. Þar sé viðbygging sem arkitektastofan Batteríið hannaði fyrir Alþingi nærtækt dæmi. „Hún er mjög einföld, hún er nútímaleg, hún tekur tillit til þarfa okkar í dag. Það er svolítið flott að þeir nota sama efni og er í gamla alþingishúsinu en nota þau á allt annan hátt. Á mjög einfaldan og látlausan hátt. Það kemur að mínu mati mjög vel út og hún hefur ekki verið umdeild svo ég viti og fólk er mjög sátt við hana,“ segir Aðalheiður Atladóttir.
Tengdar fréttir Forsætisráðherra ítrekar byggingahugmyndir sínar á jólakorti Trausti Valsson arkitekt og skipulagsfræðingur sem nýlega gaf út bókina Mótun framtíðar hælir forsætisráðherra fyrir hughrekki í skipulagsmálum. 25. desember 2015 18:31 Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Forsætisráðherra ítrekar byggingahugmyndir sínar á jólakorti Trausti Valsson arkitekt og skipulagsfræðingur sem nýlega gaf út bókina Mótun framtíðar hælir forsætisráðherra fyrir hughrekki í skipulagsmálum. 25. desember 2015 18:31