100 ára teikning svarar ekki endilega þörfum nútímans Heimir Már Pétursson skrifar 26. desember 2015 18:36 Arkitektafélag Íslands leggst alfarið gegn hugmyndum forsætisráðherra um byggja skrifstofuhúsnæði fyrir Alþingi sem taki mið af hundrað ára gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar. Formaður félagsins segir allt aðrar aðstæður og kröfur gerðar í þjóðfélaginu nú en fyrir 100 árum. Í fréttum okkur í gær greindum við frá því að forsætisráðherra hefði ítrekað hugmynd sína um útlit skrifstofubyggingar fyrir Alþingi á jólakorti sínu að þessu sinni, þar sem teikning Guðjóns Samúelssonar hefur verið felld inn í væntanlegan byggingarreit. Arkitektafélag Íslands er ekki parhrifið að hugmynd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að byggja skrifstofubyggingu fyrir Alþingi eftir 100 ára gamalli teikningu Guðjóns. Félagið bendir hins vegar á viðbyggingu alþingishússins sem mjög gott dæmi um nútímabyggingu sem kallist mjög vel á við fyrri tíma. Alþingi samþykkti fyrir jól tillögu forsætisráðherra um 75 milljóna króna framlag í hönnun á byggingu í stíl Guðjóns. „Hann setur þetta sem skilyrði fyrir fjárlagaveitingu. Okkur finnst það ekki góður punktur að ganga út frá ákveðnu útliti. Sérstaklega ekki þegar það er hundrað ára gamalt og arkitektinn er látinn og ekki hægt að spyrja hann sjálfan um álit,“ segir Aðalheiður Atladóttir formaður Arkitektafélags Íslands.Allt aðrar forsendur á tímum Guðjóns en núÞar að auki sé teikning Guðjóns miðuð við allt aðrar forsendur, samfélag,umhverfi, tækni og kröfur til öryggis og vistkerfis en er ríki í dag. Arkitektafélag Íslands leggi áherslu á að alltaf fari fram samkeppni um mikilvægar byggingar sem þessar. Félagið hafi ítrekað boðið upp á samtal við stjórnvöld um þessi mál sem ekki hafi orðið við því. „Auðvitað eru til mörg dæmi um nútíma byggingar sem ekki hefur tekist vel upp með. Að sjálfsögðu. En það eru einnig til mörg dæmi þar sem vel hefur tekist til. Það er gott að horfa til fortíðar, læra af henni og varðveita það sem á að varðveita. Við styðjum það að sjálfsögðu og að varðveita menningarminjar og halda í þær,“ segir Aðalheiður. Það þurfi líka að horfa til þarfa nútímans og það geti jafnvel orðið erfiðara og dýrara að koma nútímanum fyrir í gamalli hugmynd en nýrri. En að sjálfsögðu þurfi að taka tillit til umhverfisins og þess sem fyrir er. „Til þess eru fagmennirnir og til þess er samtal líka. Við viljum tala saman og þannig getur þetta orðið gott,“ segir Aðalheiður. Þar sé viðbygging sem arkitektastofan Batteríið hannaði fyrir Alþingi nærtækt dæmi. „Hún er mjög einföld, hún er nútímaleg, hún tekur tillit til þarfa okkar í dag. Það er svolítið flott að þeir nota sama efni og er í gamla alþingishúsinu en nota þau á allt annan hátt. Á mjög einfaldan og látlausan hátt. Það kemur að mínu mati mjög vel út og hún hefur ekki verið umdeild svo ég viti og fólk er mjög sátt við hana,“ segir Aðalheiður Atladóttir. Tengdar fréttir Forsætisráðherra ítrekar byggingahugmyndir sínar á jólakorti Trausti Valsson arkitekt og skipulagsfræðingur sem nýlega gaf út bókina Mótun framtíðar hælir forsætisráðherra fyrir hughrekki í skipulagsmálum. 25. desember 2015 18:31 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Sjá meira
Arkitektafélag Íslands leggst alfarið gegn hugmyndum forsætisráðherra um byggja skrifstofuhúsnæði fyrir Alþingi sem taki mið af hundrað ára gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar. Formaður félagsins segir allt aðrar aðstæður og kröfur gerðar í þjóðfélaginu nú en fyrir 100 árum. Í fréttum okkur í gær greindum við frá því að forsætisráðherra hefði ítrekað hugmynd sína um útlit skrifstofubyggingar fyrir Alþingi á jólakorti sínu að þessu sinni, þar sem teikning Guðjóns Samúelssonar hefur verið felld inn í væntanlegan byggingarreit. Arkitektafélag Íslands er ekki parhrifið að hugmynd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að byggja skrifstofubyggingu fyrir Alþingi eftir 100 ára gamalli teikningu Guðjóns. Félagið bendir hins vegar á viðbyggingu alþingishússins sem mjög gott dæmi um nútímabyggingu sem kallist mjög vel á við fyrri tíma. Alþingi samþykkti fyrir jól tillögu forsætisráðherra um 75 milljóna króna framlag í hönnun á byggingu í stíl Guðjóns. „Hann setur þetta sem skilyrði fyrir fjárlagaveitingu. Okkur finnst það ekki góður punktur að ganga út frá ákveðnu útliti. Sérstaklega ekki þegar það er hundrað ára gamalt og arkitektinn er látinn og ekki hægt að spyrja hann sjálfan um álit,“ segir Aðalheiður Atladóttir formaður Arkitektafélags Íslands.Allt aðrar forsendur á tímum Guðjóns en núÞar að auki sé teikning Guðjóns miðuð við allt aðrar forsendur, samfélag,umhverfi, tækni og kröfur til öryggis og vistkerfis en er ríki í dag. Arkitektafélag Íslands leggi áherslu á að alltaf fari fram samkeppni um mikilvægar byggingar sem þessar. Félagið hafi ítrekað boðið upp á samtal við stjórnvöld um þessi mál sem ekki hafi orðið við því. „Auðvitað eru til mörg dæmi um nútíma byggingar sem ekki hefur tekist vel upp með. Að sjálfsögðu. En það eru einnig til mörg dæmi þar sem vel hefur tekist til. Það er gott að horfa til fortíðar, læra af henni og varðveita það sem á að varðveita. Við styðjum það að sjálfsögðu og að varðveita menningarminjar og halda í þær,“ segir Aðalheiður. Það þurfi líka að horfa til þarfa nútímans og það geti jafnvel orðið erfiðara og dýrara að koma nútímanum fyrir í gamalli hugmynd en nýrri. En að sjálfsögðu þurfi að taka tillit til umhverfisins og þess sem fyrir er. „Til þess eru fagmennirnir og til þess er samtal líka. Við viljum tala saman og þannig getur þetta orðið gott,“ segir Aðalheiður. Þar sé viðbygging sem arkitektastofan Batteríið hannaði fyrir Alþingi nærtækt dæmi. „Hún er mjög einföld, hún er nútímaleg, hún tekur tillit til þarfa okkar í dag. Það er svolítið flott að þeir nota sama efni og er í gamla alþingishúsinu en nota þau á allt annan hátt. Á mjög einfaldan og látlausan hátt. Það kemur að mínu mati mjög vel út og hún hefur ekki verið umdeild svo ég viti og fólk er mjög sátt við hana,“ segir Aðalheiður Atladóttir.
Tengdar fréttir Forsætisráðherra ítrekar byggingahugmyndir sínar á jólakorti Trausti Valsson arkitekt og skipulagsfræðingur sem nýlega gaf út bókina Mótun framtíðar hælir forsætisráðherra fyrir hughrekki í skipulagsmálum. 25. desember 2015 18:31 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Sjá meira
Forsætisráðherra ítrekar byggingahugmyndir sínar á jólakorti Trausti Valsson arkitekt og skipulagsfræðingur sem nýlega gaf út bókina Mótun framtíðar hælir forsætisráðherra fyrir hughrekki í skipulagsmálum. 25. desember 2015 18:31
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent