Forsætisráðherra ítrekar byggingahugmyndir sínar á jólakorti Heimir Már Pétursson skrifar 25. desember 2015 18:31 Trausti Valsson arkitekt og skipulagsfræðingur sem nýlega gaf út bókina Mótun framtíðar hælir forsætisráðherra fyrir hughrekki í skipulagsmálum. Arkitekt og skipulagsfræðingur segir forsætisráðherra sýna hugrekki með því að þrýsta á að ný skrifstofubygging Alþingis verði byggð í stíl Guðjóns Samúelssonar. Á jólakorti forsætisráðherra fyrir þessi jól er mynd þar sem hús Guðjóns hefur verið sett inn á fyrirhugaðan byggingarreit. Stór lóð við Vonarstræti hefur lengi staðið auð en þar stendur til að byggja skrifstofubyggingu fyrir Alþingi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur ákveðnar hugmyndir í þessum efnum og vill láta byggja í anda Guðjóns Samúelssonar.Og til að minna á þetta lét forsætisráðherra setja mynd af húsi sem Guðjón teiknaði árið 1915 inn á lóðina fyrir jólakort hans að þessu sinni. En á fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir 75 milljónum króna til hönnunar byggingar í þessum anda. Við mæltum okkur mót við Trausta Valsson arkitekt og skipulagsfræðing við sama sjónarhorn og myndin á jólakorti forsætisráðherra. En Trausti var að gefa út bókina Mótun framtíðar um hugmyndir, skipulag og hönnun sem spannar alla hans starfsævi. Honum líst vel á hugmyndir forsætisráðherra. „Mér líst dálítið skemmtilega á þetta. Ég er arkitekt og skipulagsfræðingur þannig að ég þekki mína kollega. Það er ekki alveg samhljómur um þetta. En það er alla vega hluti okkar og kannski almennings frekar sem vilja láta vernda hið gamla yfirbragð miðbæjarins,“ segir Trausti. Í nýklassískum stíl eins og mörg steinsteypt hús í miðborginni séu og gert var ráð fyrir í skipulagi frá árinu 1927. Þar sé miðborginni var skipt upp í ramma.„Gaflinn til dæmis á Odfellow húsinu er gluggalaus eins og gaflinn á húsi Happdrættis Háskóla Íslands hinum megin við Tjarnargötuna. Það þarf að reyna að ljúka þessu, þessari rammasmíð,“ segir Trausti. Trausti segir að víðast hvar annars staðar sé tekið tillit eldri tíma þegar byggt er í gömlum miðborgum. „Eins og t.d. nýju húsin við hornið á Túngötu og Aðalstræti þar sem Uppsalir stóðu áður; þau eru byggð mjög í stíl við gamla Uppsalahúsið með turni þarna á horninu. Það finnst mér leyst alveg stórkostlega. Það er eitthvað í þeim anda sem ég myndi gjarnan vilja sjá,“ segir Trausti. Hann styðji því hugmyndir forsætisráðherra um byggingu á alþingisreitnum heilshugar. „Já, ég held að það sé svo mikið hugrekki. Það hefur lengst af ríkt mikil blinda á mikilvægi gamla miðbæjarins. Það munaði t.d. engu að byggð yrði rosaleg stjórnarráðsbygging úr gleri upp á að ég held einar sex hæðir á Bernhöftstorfunni. Þar átti allt að rífa. Ef það hefði gerst hefði það gjörsamlega rústað yfirbragði gamla miðbæjarins. Ég held að gamli miðbærinn standi frammi fyrir álíka vá nú af þessum rosalega ljótu teikningum sem hafa t.d. komið fram af horninu á Lækjargötu og Vonarstræti. Hótel þar upp á fimmhæðir í kubbastíl. Það verður að stoppa þetta,“ segir Trausti Valsson. Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Arkitekt og skipulagsfræðingur segir forsætisráðherra sýna hugrekki með því að þrýsta á að ný skrifstofubygging Alþingis verði byggð í stíl Guðjóns Samúelssonar. Á jólakorti forsætisráðherra fyrir þessi jól er mynd þar sem hús Guðjóns hefur verið sett inn á fyrirhugaðan byggingarreit. Stór lóð við Vonarstræti hefur lengi staðið auð en þar stendur til að byggja skrifstofubyggingu fyrir Alþingi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur ákveðnar hugmyndir í þessum efnum og vill láta byggja í anda Guðjóns Samúelssonar.Og til að minna á þetta lét forsætisráðherra setja mynd af húsi sem Guðjón teiknaði árið 1915 inn á lóðina fyrir jólakort hans að þessu sinni. En á fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir 75 milljónum króna til hönnunar byggingar í þessum anda. Við mæltum okkur mót við Trausta Valsson arkitekt og skipulagsfræðing við sama sjónarhorn og myndin á jólakorti forsætisráðherra. En Trausti var að gefa út bókina Mótun framtíðar um hugmyndir, skipulag og hönnun sem spannar alla hans starfsævi. Honum líst vel á hugmyndir forsætisráðherra. „Mér líst dálítið skemmtilega á þetta. Ég er arkitekt og skipulagsfræðingur þannig að ég þekki mína kollega. Það er ekki alveg samhljómur um þetta. En það er alla vega hluti okkar og kannski almennings frekar sem vilja láta vernda hið gamla yfirbragð miðbæjarins,“ segir Trausti. Í nýklassískum stíl eins og mörg steinsteypt hús í miðborginni séu og gert var ráð fyrir í skipulagi frá árinu 1927. Þar sé miðborginni var skipt upp í ramma.„Gaflinn til dæmis á Odfellow húsinu er gluggalaus eins og gaflinn á húsi Happdrættis Háskóla Íslands hinum megin við Tjarnargötuna. Það þarf að reyna að ljúka þessu, þessari rammasmíð,“ segir Trausti. Trausti segir að víðast hvar annars staðar sé tekið tillit eldri tíma þegar byggt er í gömlum miðborgum. „Eins og t.d. nýju húsin við hornið á Túngötu og Aðalstræti þar sem Uppsalir stóðu áður; þau eru byggð mjög í stíl við gamla Uppsalahúsið með turni þarna á horninu. Það finnst mér leyst alveg stórkostlega. Það er eitthvað í þeim anda sem ég myndi gjarnan vilja sjá,“ segir Trausti. Hann styðji því hugmyndir forsætisráðherra um byggingu á alþingisreitnum heilshugar. „Já, ég held að það sé svo mikið hugrekki. Það hefur lengst af ríkt mikil blinda á mikilvægi gamla miðbæjarins. Það munaði t.d. engu að byggð yrði rosaleg stjórnarráðsbygging úr gleri upp á að ég held einar sex hæðir á Bernhöftstorfunni. Þar átti allt að rífa. Ef það hefði gerst hefði það gjörsamlega rústað yfirbragði gamla miðbæjarins. Ég held að gamli miðbærinn standi frammi fyrir álíka vá nú af þessum rosalega ljótu teikningum sem hafa t.d. komið fram af horninu á Lækjargötu og Vonarstræti. Hótel þar upp á fimmhæðir í kubbastíl. Það verður að stoppa þetta,“ segir Trausti Valsson.
Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira